Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 59
29.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 The Bookseller er fagtímarit bókaútgefenda og hefur verið lengi, enda á það rætur allt til 1802. Fyrir stuttu kom blaðið á fót sérstökum verðlaunum fyrir breskar og írskar unglingabækur, The YA Book Prize, og verð- launin voru svo veitt í vikubyrj- um. Tilnefndar voru A Song for Ella Grey eftir David Almond, Finding a Voice eftir Kim Hood, Ghosts of Heaven eftir Marcus Sedgwick, Goose eftir Dawn O’Porter, Half Bad eftir Sally Green, Lobsters eftir Lucy Iv- ison og Tom Ellen, Only Ever Yours eftir Louise O’Neill, Sal- vage eftir Keren David, Say Her Name eftir James Dawson og Trouble eftir Non Pratt. Only Ever Yours eftir Louise O’Neill hreppti verðlaunin, en bók hennar er háðsádeila sem gerist í óræðri framtíð þar sem ungar stúlkur eru sendar í sér- stakar stofnanir þar sem þær eru sniðnar að viðurkenndu útliti og hegðun, gefin róandi lyf svo þær séu ekki óþekkar og megr- unarpillur til að tryggja „réttan“ líkamsvöxt og þjálfaðar í að vera hlýðnar og undirgefnar. Þess má geta að ein bók á til- nefningarlistanum, Half Bad eftir Sally Green, kom út á íslensku fyrir stuttu og heitir Skuggahlið- in. JPV gefur út. Louise O’Neill hreppti fyrstu ungmennabókaverð- laun Bookseller fyrir Only Ever Yours. UNGMENNABÆKUR VERÐLAUNAÐAR Í bókinni Úlfshjarta eftir Stefán Mána birtist parið Alexander og Védís ís- lenskum lesendum í fyrsta sinn, en í bókinni segir frá ástum unglinga sem eru í senn varúlfar og þátttakendur í glímu illra afla og yfirnáttúrlegra innan um hversdagsleikann í Reykjavík. Úlfs- hjarta, sem kom út 2012, var vel tekið á sínum tíma, er til að mynda á kjör- bókalista helstu framhaldsskóla lands- ins og kvikmyndun hennar er í und- irbúningi. Nú hefur framhald Úlfshjarta komið út og kallast Nóttin langa. Í Nóttinni löngu segir frá frekari raunum varúlfanna Alex- anders og Védísar. Í Úlfshjarta helguðu þau líf sitt því að kenna öðru fólki með varúlfagen að hafa hemil á eðli sínu, en kominn er fram á sjónarsviðið stórhættulegur óvinur, hinn svartklæddi öfgahópur Caput, sem hyggst útrýma öllum varúlfum á jörð- inni. Þegar Alexander kemur heim í risíbúðina í Reykjavík eitt síðdegið er Védís horfin og við tekur æðisgengin leit að henni. NÓTTIN LANGA Í liðinni viku gaf Draumsýn út skáldsöguna Hellisbúann eftir norska rithöfundinn Jørn Lier Horst. Þetta er níunda bók Horst sem starfaði áður sem rannsóknarlögreglumaður meðfram skrifunum er nú rit- höfundur í fullu starfi. Allar bækurnar segja frá lög- reglumanninum William Wist- ing, en í Hellisbúanum kemur dóttir Wistings, blaðamað- urinn Line, við sögu þegar hún fer að rannsaka mál þar sem maður finnst látinn á heimili sínu þremur húsum frá heimili lögreglumannsins, en ekkert bendir til þess að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti. Hellisbúinn eftir Jørn Lier Horst Norski rithöfundurinn Jørn Lier Horst. Lestrarveisla framundan um páskana BÓKAFLÓÐ PÁSKARNIR ERU FYRSTA LESTRARVEISLA ÁRSINS, ÖNNUR HEFST MEÐ SUMARFRÍUNUM, OG ÓVENJUMIKIL ÚTGÁFA ER SÍÐUSTU VIKUR FYRIR PÁSKA. MARGT ER ÞAÐ GLÆPASÖGUR, NORSKIR, SÆNSKIR, DANSKIR OG ÍSLENSKIR REYFARAR Í KILJUM, EN LÍKA INNIHALDSRÍKARI BÆKUR INN- ANUM EINS OG ÁSTIN, DREKINN OG DAUÐINN. Í Ástinni, drekanum og dauð- anum segir Vilborg Davíðs- dóttir frá veikindum Björgvins eiginmanns síns og andláti hans og fyrsta árinu eftir að hún varð ekkja. Frásögn hennar hefst þar sem Björg- vin verður var við meinið í byrjun árs 2006 og lýkur haustið 2014, en Björgvin lést í byrjun árs 2013. Hluti bók- arinnar byggist á færslum af bloggi hennar um sjúkdóms- baráttuna, Líf í árvekni. Ástin, drekinn og dauðinn Flekklaus heitir þriðja skáldsaga Sólveigar Páls- dóttur sem JPV gaf út í vikunni. Flekklaus er glæpasaga eins og fyrri bækur Sól- veigar, en Leikarinn kom út 2012 og Hinir rétt- látu kom út 2013. Bókin hefst þar sem ung kona ferst í eldsvoða í fyrirtæki í Reykjavík. Vitni sér tvö ungmenni forða sér á hlaupum en málið er aldrei upplýst. Áratugum síðar fer lögreglumaðurinn Guð- geir til Svíþjóðar að jafna sig eftir erfið veikindi og kemst fyrir tilviljun á snoðir um að sænsk- ur gestgjafi hans hefur einhver tengsl við þetta gamla íslenska sakamál. Ný bók Sólveigar Pálsdóttur BÓKSALA 18.-24. MARS Allar bækur Listinn er tekinn saman af Eymundsson 1 Britt - Marie var hérFredrik Backman 2 Ástin, drekinn og dauðinnVilborg Davíðsdóttir 3 FlækingurinnKristín Ómarsdóttir 4 Morðin í SkálholtiStella Blómkvist 5 AfturganganJo Nesbø 6 HellisbúinnJørn Lier Horst 7 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 8 AlexPierre Lemaitre 9 Eiturbyrlarinn ljúfiArto Passilinna 10 Bókin um vefinn - sjálfshjálparbókSigurjón Ólafsson Kiljur 1 Britt - Marie var hérFredrik Backman 2 FlækingurinnKristín Ómarsdóttir 3 Morðin í SkálholtiStella Blómkvist 4 AfturganganJo Nesbø 5 HellisbúinnJørn Lier Horst 6 Dansað við björninnRoslund & Thunberg 7 AlexPierre Lemaitre 8 Eiturbyrlarinn ljúfiArto Passilinna 9 ÖræfiÓfeigur Sigurðsson 10 NáðarstundHannah Kent Mamma, pabbi, barn heitir glæpasaga eftir Carin Gerhard- sen sem JPV gaf út í vikunni. Bókin segir frá lögregluforingj- anum Conny Sjöberg á Hammarby-lögreglustöðinni í suðurhluta Stokkhólms, en tvö mál hafna samtímis á borði Sjöbergs, annars vegar finnst lík af sextán ára stúlku á sal- erni um borð í Finnlandsferj- unni og hinsvegar finnst smá- barn nær króknað úr kulda í runna skammt frá líki móður sinnar. Carin Gerhardsen starfaði sem stærðfræðingur þegar hún sló í gegn með Piparköku- húsinu, fyrstu skáldsögunni í bókaröðinni um starfið á Hamarby-stöðinni, sem kom út á íslensku á síðasta ári. Mamma, pabbi, barn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.