Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 53
Seinna var samningi við sjálfstætt starfandi
heimilislækna og Læknavaktina sagt upp og
fram komu hugmyndir um að sameina rík-
isreknu heilsugæslustöðvarnar enn frekar.
„Það var þannig ráðist gegn þessari þjónustu
þegar brýn þörf var að styrkja hana. Mikill
tími og orka okkar heimilislækna á árunum
2009 og 2010 fóru í að verjast þessum árásum
á grunnþjónustuna.“
Að dómi Þórarins voru þær vanhugsaðar.
„Heimilislæknar vilja minnka einingar, ekki
stækka, eins og tilhneigingin hefur verið und-
anfarin ár og veita þannig persónulegri og
betri þjónustu. Flestir sem nýta sér þjónustu
heimilislækna óska eftir að hafa nafngreindan
lækni sem þeir treysta og hafa aðgang að
þegar þörf krefur. Við teljum fullreynt með
að skipuleggja heimilislæknaþjónustu í mið-
stýrðu stofnanaumhverfi.“
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins rekur
fimmtán heilsugæslustöðvar og það fyr-
irkomulag er of þunglamalegt, að mati Þór-
arins.
Tvöfalt heilbrigðiskerfi?
Þórarinn hefur lengi talað fyrir einkarekstri í
heilsugæslunni að norrænni fyrirmynd en
segir heilbrigðisyfirvöld hafa staðið gegn þeim
hugmyndum eins og klettur í hafinu. Nánast
allir Íslendingar, og þar með taldir stjórn-
málamenn, séu sammála um að heilbrigð-
iskerfið skuli rekið af sameiginlegum sjóði
landsmanna og allir skuli eiga jafnan rétt á
góðri heilbrigðisþjónustu án tillits til efna-
hags. Þegar ríkið kaupi þessa þjónustu af
læknum heyrist gjarnan þær raddir að nú sé
verið að „einkavæða“ og um sé að ræða ein-
hvers konar ójöfnuð. „Það er alrangt. Öll
kaup ríkisins eru með samningum sem
tryggja öllum jafnan aðgang að þjónustunni
og leggja skyldur á herðar læknanna,“ segir
hann.
Þeim sem tala um hættu á tvöföldu heil-
brigðiskerfi bendir Þórarinn á, að við búum
þegar við slíkt kerfi. „Annars vegar erum við
með fólk sem fær þjónustu og hins vegar fólk
sem fær ekki þjónustu,“ segir hann.
Þórarinn minnir á að einkarekstur sé engin
nýlunda í íslensku heilbrigðiskerfi. Nú séu
Salastöð og Lágmúlastöð til að mynda einka-
reknar, auk þess sem tólf heimilislæknar
starfi sjálfstætt. Ánægja fólks með þjónustuna
á þessum stöðum er mikil, ef marka má mæl-
ingar. „Fái fólk góða þjónustu skiptir rekstr-
arformið það engu máli. Ég efast til dæmis
um að allur þorri þess fólks sem kemur á
Salastöðina eða Lágmúlastöðina geri sér grein
fyrir því að þær séu einkareknar,“ segir Þór-
arinn og bætir við að þjónustan sé ekki dýrari
á þessum stöðum.
Þórarinn tekur fram að hann sé ekki að
tala fyrir því að allar heilsugæslustöðvar verði
einkareknar, sumar verði áfram ríkisreknar.
Milli þessara stöðva myndi ríkja heilbrigð
samkeppni, báðum til hagsbóta og ekki síst
sjúklingum.
Noregur fyrirmynd
Þórarinn starfaði lengi í Noregi og horfir
fyrst og fremst þangað og til Danmerkur eftir
fyrirmynd að einkarekstri. Þar hafi það fyr-
irkomulag verið lengi við lýði með góðum ár-
angri. Ánægja með kerfið sé mikil, bæði með-
al lækna og almennings. „Árið 2001 hrintu
norsk heilbrigðisyfirvöld í framkvæmd heim-
ilislæknakerfi með fastskráð samlag á hvern
lækni. Í því felst að allir íbúar Noregs eiga
rétt til þess að velja sér heimilislækni og fá
þannig aðgang að lækni sem þekkir til sjúkra-
sögu hvers og eins og oft fjölskyldunnar allr-
ar. Þessi kerfisbreyting var svar við mikilli
manneklu og lélegri nýliðun í heimilislækn-
ingum og heppnaðist vel,“ segir hann.
Þórarinn segir aðalatriðið að bjóða öllum
landsmönnum að skrá sig hjá heimilislækni.
Sé heilsugæslustöð undirmönnuð skrái menn
sig bara á ósetna stöðu heimilislæknis í stað-
inn. Þannig sé mönnunarþörfin sýnileg en
ekki falin eins og í dag. Samningur yrði gerð-
ur við þá lækna sem óska eftir að reka sínar
stöðvar sjálfir á sömu forsendum og ríkið rek-
ur sína þjónustu. Fjármagnið myndi svo
fylgja sjúklingnum.
Spurður hvort ekki gæti skapast hætta á
því að læknar skráðu sig fyrir fleiri sjúkling-
um en þeir geta annast, til að tryggja sér
rýmra fjármagn, segir Þór-
arinn enga hættu á því, nauð-
synlegt sé að fylgja ákveðnum
viðmiðum sem samningurinn
skilgreinir. Þetta viðmið sé
1.500 sjúklingar á lækni í fullu
starfi á Norðurlöndum. Það er ein-
mitt viðmið Félags íslenskra heim-
ilislækna um eðlilegan fjölda skjólstæðinga
í samlagi heimilislæknis. Þetta er þó breyti-
legt eftir sjúkdómabyrði og með góðri teym-
isvinnu getur heimilislæknir sinnt fleirum.
Hverfi eru líka misjafnlega samsett. Því
hærri sem meðalaldur íbúanna er þeim mun
meiri líkur á að þeir þurfi oftar að leita til
heimilislæknis. Að sögn Þórarins blasir við að
taka þetta líka með í reikninginn. „Að sjálf-
sögðu verður þetta vel skilgreindur samn-
ingur. Það skráir sig enginn fyrir 2.000 sjúk-
lingum og fer svo bara í frí,“ segir hann léttur
í bragði.
Ennþá verri staða úti á landi
Sé ástandið vont á höfuðborgarsvæðinu er það
ennþá verra á landsbyggðinni. Þar byggjast
heimilislækningar meira og meira á verktöku.
Fyrir tuttugu árum voru allar stöður setnar
en nú vantar um tuttugu lækna á landsbyggð-
inni. Mörg byggðarlög þurfa að treysta alfarið
á verktaka að sunnan sem skiptast á að sinna
þessari þjónustu.
Nýliðun í faginu hefur líka verið heim-
ilislæknum áhyggjuefni að undanförnu. Síðast-
liðið haust voru tvær námsstöður auglýstar og
enginn sótti um. Að áliti Þórarins eru heim-
ilislækningar ekki nægilega stórt fag í lækna-
deild Háskóla Íslands og því þurfi að breyta.
Hann telur einkarekstur geta hjálpað hvað
þetta varðar, það muni hvetja unga lækna til
dáða að hafa möguleika á að reka eigin stofur.
Málið snýst líka um að endurheimta
reynslumikla heimilislækna sem stóðu upp úr
stólum sínum eftir hrun og fóru að starfa er-
lendis.
Að sögn Þórarins hefur stéttin verið að eld-
ast undanfarin misseri og nú er svo komið að
helmingur allra heim-
ilislækna í landinu er 55 ára
og eldri. Ríflega þriðjungur
heimilislækna verður sjötug-
ur á næstu tíu árum og um
60% ná 65 ára aldri. „Það er
óheppileg þróun.“
Hljóta að vilja bæta
heilsugæsluna
Þórarinn segir heimilislækna lengi hafa talað
fyrir daufum eyrum. Stjórnmálamenn hafi svo
sem skilning á þörfinni en þegar komi að því
að forgangsraða mæti heilsugæslan iðulega af-
gangi. Ef til vill stafi það af því að starfsemin
þar er ekki eins afgerandi og á spítölum, þar
eru ekki framkvæmdar aðgerðir upp á líf og
dauða og þar liggja sjúklingar ekki á göngum
vegna plássleysis.
„Stjórnmálamenn hljóta að vilja bæta
heilsugæsluna og ég bind miklar vonir við nú-
verandi heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júl-
íusson. Hann hefur sýnt málaflokknum áhuga
og yfirlýst markmið hans um skráðan heim-
ilislækni fyrir alla landsmenn og einkareknar
heilsugæslustöðvar hafa fært mér aukna
bjartsýni. Sama má segja um viljayfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar og Læknafélags Íslands,
þar sem sérstaklega er kveðið á um eflingu
heimilislækninga og fjölbreytt rekstrarform.
Hvort tveggja hljómar eins og músík í mínum
eyrum,“ segir Þórarinn.
Hann segir ekki eftir neinu að bíða. Veita
þurfi fjármagni í heimilislækningar eins og
viljayfirlýsingin gefur til kynna. Spýta þurfi í
lófana og æskilegt sé að opnaðar verði nýjar
heilsugæslustöðvar strax um næstu áramót,
helst fyrr. „Biðin er orðin alltof löng, íslenska
þjóðin á skilið að heilsugæslukerfið sé lagað.
Heppnist þessi áform ekki hjá Kristjáni Þór
er mikil hætta á því að staðan versni til muna.
Það er þungur hugur í heimilislæknum og án
úrbóta gætum við átt eftir að sjá undir
iljarnar á mörgum. Gangi þessar úrbætur
ekki eftir mun ég alla vega snúa mér að öðru.
Því get ég lofað.“
* Þeim sem ekki vilja tvöfaltheilbrigðiskerfi bendir Þórarinná, að við búum þegar við slíkt kerfi.
„Annars vegar erum við með fólk
sem fær þjónustu og hins vegar fólk
sem fær ekki þjónustu,“ segir hann.
Um
30 þúsund
manns eru ekki með
fastan heimilislækni
Helmingur allra heimilis-
lækna í landinu er
og eldri.
55 ára
Árið 2026
er útlit fyrir að
fjórðungur
Íslendinga verði á
ellilífeyrisaldri.Samkvæmt upplýsingum frá Land-
spítalanum hefði mátt sinna um
13.000
heimsóknum á bráðamóttökuna á
heilsugæslustöðvum á síðasta ári.
29.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53