Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2015 V ikan sem nú er að baki var ekki beinlínis björt þegar horft er til þess sem gerðist utan lands. Líkur virðast benda til þess, að flug- maður, sem tókst að fela veiklun sína, hafi komið á sína vakt í flug- stjórnarklefanum ákveðinn í að farga sjálfum sér og 149 sakleysingjum. Ógnin er takmarkið Hryðjuverkamenn hafa seinustu árin náð mestum árangri í ógnarverkum með því að senda ungar konur vafðar í sprengjubelti inn í hóp óbreyttra borgara. Eftir árásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001 og nokkur smærri ógnarverk virðist hafa tekist að koma í veg fyrir meiriháttar árásir. Engin leið er þó til að koma algjörlega í veg fyrir að einstaklingar á borð við Breivik í Osló eða sprengjubræðurna í Bost- on nái að valda verulegum skaða. Lengi hafa hermd- arverkamenn horft til flugvélanna og þeim tókst að nota þær í tvennum tilgangi 11. september. Bæði til þess að drepa fjölda farþega og að nota fullhlaðnar vélarnar sem ógnarvopn til að myrða og eyðileggja. Ekki er að undra þótt ríki veraldar sem geta ekki án stórnotkunar á farþegaflugvélum verið hafi brugðist hart við. Það var óhjákvæmilegt. Eðlileg viðbrögð við ógnum þeirra hafa gert tilveru milljóna lakari, dýrari og langdregnari, þótt stundum sé það vissulega að- eins í smálegum hlutum. Flugfarþegar hafa sopið seyðið. Margt af því sem gert er við farþega myndi við aðr- ar aðstæður flokkast undir persónulega áreitni og stundum persónulegar árásir. Fullorðið fólk er látið paufast úr skónum sínum, við erfiðar aðstæður, hall- andi sér upp að vegg og haldandi í strenginn svo að buxurnar hrjóti ekki niður á hæla þar sem beltið fór í gegnum lýsingu. Þegar naglaklippur finnast óvænt í handtösku áttræðrar konu eru þær gerðar upptækar með hnykk. Ómarkvisst úrtak (markvisst úrtak má ekki, því það gæti bent til kynþáttahaturs!) getur leitt til þess að þuklað sé á fólki með grófum hætti. Sætti það sig ekki við þær trakteringar er það sett í gegn- umlýsingu, sem við aðrar aðstæður væri bönnuð fyrir börn og viðkvæma. Vilji fólk ekki sæta slíku áreiti heldur það sig heima. Hryðjuverkamennirnir geta fært sér öll þessi óþægindi og niðurlægingu milljóna sakleysingja til tekna. Leit á flugmönnum Einnig hefur víða verið tekin upp sú regla, að einnig skuli leitað á flugmönnum til að sjá hvort þeir lumi á einhverju sem geti grandað flugvél, svo sem „body lotion“ eða naglaklippum. Sleppi flugmennirnir í gegnum þessa leit eru þeir með flugvélina í fingrum sínum. Gangi þeim illt til er það verkfæri mun stór- brotnara en naglaklippur. En þessum árangri hafa hermdarverkamenn eða hryðjuverkamenn náð. Þessi íslensku orð eru ekki nærri eins lýsandi og orðið „terrorist“. (Auk þess sem þessi verkamanna-ending er heldur ógeðfelld.) Því það er ógnin og óttinn sem er aðalmarkmiðið. Sprengingin, skurður á háls, menn brenndir lifandi í búrum eftir að ekið er með þá um götur þorpa og bæja, samkynhneigðum mönnum hent ofan af háum húsum og smástrákar látnir skjóta krjúpandi menn í hnakkann, allt er þetta myndað af fagmönnum og sýnt í netheimum. Ógnarverkin standa tiltölulega stutt en óttinn varir enda er hann markmiðið með þessu öllu. Allur heimurinn skal skjálfa af ógn, sofa illa af ógn og aldrei vera rótt. Allt annað mál Ógnaratburðurinn í Ölpunum hafði ekkert með hermdarverk eða terror að gera. En engu að síður var talið rétt að grípa til fyrirbyggjandi ráðstafana. Strax eftir að vísbendingar fengust um að aðstoðar- flugmaður þýsku vélarinnar hefði viljandi grandað henni var tilkynnt um breytt fyrirkomulag. Fram- vegis yrði í verki farið eftir reglum sem sagðar eru hafa gilt í Bandaríkjunum. Þurfi flugmaður að bregða sér frá verður flugþjónn að fara áður inn í flug- stjórnarklefann og vera þar á meðan. Bandarískir fréttamenn hafa raunar bent á að þeir hafi margoft orðið vitni að því að bandarískir flug- menn hafi fyrir löngu hætt að gera nokkuð með þessa reglu. Hún verður kannski virkari nú. En er líklegt að hún breyti einhverju hafi flugmaður bilast eða ætli sér illt af öðrum ástæðum? Efast má stórlega um það. En menn telja sig þurfa að bregðast við hinni hræði- legu gjörð og koma í veg fyrir að hún verði endur- tekin. Og úrræðin eru ekki mörg. Innskot Bréfritari upplifði eitt sinn sérkennilegt afbrigði af svona máli, góðkynja þó og smávaxið. Leiðin lá frá Íslandi til Finnlands. Skipta þurfti um vél á Kastrup. Eftir eðlilega bið var farþegum sagt að Það voru djúpar lægðir og fréttalegir umhleyp- ingar í liðinni viku * Barack Obama var svo óhepp-inn eða klaufalegur fyrir fáein-um mánuðum að lýsa Jemen sem sér- stakri táknmynd velheppnaðrar stefnu sinnar í Mið-Austurlöndum. Fáeinum vikum síðar var forseti landsins flúinn úr höllu sinni og höf- uðborg og loks úr landi. Reykjavíkurbréf 27.03.15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.