Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 21
Hjólaferðin tók tvær vikur í heild og var hjólað í um það bil fimm til sex klukkustundir á dag í afar fjölbreyttu landslagi. Þau Aðalheiður og Pálmi voru ekki miklir hjólagarpar fyrir en höfðu æft sig síðustu tvo mánuðina fyrir ferðalagið. Langþráðu takmarki náð. Aðalheiður og Gunnar rétt stigin af hjólinu og mætt í píla- grímamessuna. 29.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 Pílagrímastígurinn er ein af leiðunum til Guðs og hafa Íslendingar farið stíginn til að fá syndaaflausn frá því á miðöldum. Upphaf ferðanna má rekja til þess þegar heilagur Jakob, eða San Diego, einn af lærisveinum Jesús, hélt frá Palestínu til Evrópu til að boða fagn- aðarerindið á 1. öld eftir Krist. Kristniboðsferðin, sem tók 7 ár, gekk ekkert sérlega vel en honum tókst aðeins að kristna örfáa og hélt því heilagur Jakob aft- ur til Palestínu þar sem hann var hálshöggvinn að því er talið er árið 44. Talið er að jarðneskar líkamsleifar hans hafi verið settar í grafhýsi á Spáni. Leið nú og beið og árið 711 ráðast Márar inn á Píreneaskagann og kristnir menn sem markaði landamærin milli Mára og kristinna manna í yfir hundrað ár. Pétur og Aðalheiður hjóluðu með ferðaskrifstof- unni Mundo hina frönsku leið, sem er um 790 kíló- metrar. Lagt var af stað frá St. Jean Pied de Port í Frakklandi og haldið alla leið til Santiago de Comp- ostela. Hjólað var um 60-70 kílómetra á dag í tvær vikur og gist á hótelum og gistiheimilum. Fyrir áhugasama má geta þess að nú í maí býður Mundo upp á sams- konar hjólaferðir en fararstjórar verða María Rán Guðjónsdóttir, þýðandi og ritstjóri, og Margrét Jóns- dóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar. hírðust í norðri. Fljótlega hófst það sem kallað er „la reconquista“, eða endurheimt Spánar, og landamæri milli kristinna manna og Mára hreyfðust ýmist norður eða suður. Á sama tíma og kristnir menn stóðu í ströngu í baráttu sinni við Mára gerðist það að smali nokkur fann grafhýsi út á akri og þótti ljóst að þar væri fundið grafhýsi heilags Jakobs. Einhver allra fallegasta rómanska dómkirkja sem til er var reist þar sem grafhýsið fannst og síðan þá hafa kristnir menn gengið pílagrímastíginn til að fá syndaaf- lausn. Margir hafa farið af sjálfsdáðum en aðrir hafa verið dæmdir til að halda af stað. Þannig vill til að franska leiðin svokallaða liggur einmitt eftir því svæði Aðalheiður og Pétur fóru frönsku leiðina Gömul hjón hvíla lúin bein í Boadilla del Camino. 22. apríl vinnur heppinn áskrifandi glæsilega Toyota Corolla bifreið að verðmæti 4.899.000 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.