Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 47
29.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Meira um það síðar. Rikki er ennþá í góðu sambandi við sína fyrrverandi, Kelvin og Mark, og heimsækja þeir þá Johnny reglulega. „Það er engin ástæða til að varpa vináttunni fyrir róða enda þótt rómantíkin sé ekki lengur fyrir hendi. Ef allir eru sáttir og engin afbrýðisemi til staðar gengur þetta alveg upp. Ég met vináttu Kel- vins og Marks mikils.“ Framarlega í réttindabaráttunni Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá því Rikki flutti frá Íslandi fyrir 43 árum. Hann segir allt annað að horfa yfir sviðið hér heima í dag, Ísland standi mjög framarlega í rétt- indabaráttu samkynhneigðra. „Eftir þessu er tekið úti í heimi, það get ég sagt þér. Það vakti mikla athygli að samkynhneigð kona, Jó- hanna Sigurðardóttir, væri hér forsætisráð- herra. Þá var Jón Gnarr óþreytandi við að vekja athygli á réttindum samkynhneigðra meðan hann var borgarstjóri. Svona lagað spyrst út. Heldur má ekki gleyma mönnum eins og Páli Óskari Hjálmtýssyni, sem lyft hefur grettistaki hér heima. Hann er fyr- irmyndin sem mín kynslóð hafði ekki. Palli hefur hjálpað ófáum hommum og lesbíum að sættast við sjálf sig og viðurkenna sína kyn- hneigð. Ungt fólk á Íslandi þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af þessum málum lengur. Getur jafnvel fikrað sig áfram án þess að hafa bakþanka. Það er mjög mikilvægt. Það þurfa ekki allir að vera eins.“ Hann segir Kanada skemur á veg komið í þessum efnum. „Ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna það er en íhaldssemi er sennileg skýring. Kanada er íhaldssamt þjóðfélag. Haf- andi sagt það hef ég aldrei upplifað andúð á samkynhneigðum í Kanada. Kanadamenn eru bara ekki eins opnir varðandi þessi mál og við Íslendingar.“ Hugsar út fyrir rammann Í starfi sínu sem klínískur sálfræðingur er Rikki mjög opinn varðandi kynhneigð sína. Hann var lengi með stofu í Toronto og þar leitaði samkynhneigt fólk mikið til hans. Eftir að hann flutti sig út fyrir borgina er minna um það. „Aðalsvið mitt er fólk sem ekki sér lengur tilgang með lífinu. Ég hugsa gjarnan út fyrir rammann og þess vegna er fólki oft vísað til mín þegar það hefur reynt allt annað varðandi meðferð. Segja má að ég sé loka- úrræðið.“ Að sögn Rikka er vonlaust að bregða mæli- stiku á vitundina og fyrir vikið þurfi gjarnan að grípa til óhefðbundinna aðferða þótt undir- staðan í samtalsmeðferðinni sé að venju hefð- bundin, CBT (Cognitive Behavior Therapy). „Ég hvet fólk til að hugsa um stóru línurnar í þessu lífi. Hver er tilgangurinn? Hvers vegna upplifum við erfiðleika? Mín skýring er sú að Rikki Líndal segir réttindastöðu samkynhneigðra á Íslandi vekja athygli um allan heim. Morgunblaðið/Eggert Rikki var hérna heima á dögunum til að kynna nýja hönnun sem hann á hugmynd- ina að, Bookollu, leðurhandtöskur unnar úr kýrjúgrum. Hugmyndin er hér um bil fjörutíu ára gömul en ekkert varð úr henni þá, þar sem ekki var hægt að vinna leður úr júgrum á þeim tíma. Á seinni árum hefur á hinn bóginn orðið vakning, nýta ber alla hluta skepnunnar, og fyrir vikið þótti Rikka upplagt að draga þessa gömlu hug- mynd fram í dagsljósið. Kynnti hana fyrir vinkonu sinni, Elínu Eddu Árnadóttur hönnuði, og hún féll strax fyrir henni. „Við skulum gera þetta!“ voru fyrstu við- brögð hennar. „Þá fannst mér Búkolla baula einhvers staðar í fjarska,“ segir Rikki. Gengið var til samstarfs við sút- unarverksmiðju á Sauðárkróki og er framleiðsla nú hafin. Að framleiðslunni koma einnig Sigurjón Kristenssen leð- urvinnslumaður og Karl Bjarnason sútari. Að sögn Rikka er um dýra framleiðslu að ræða og engar tvær töskur eru eins. Töskurnar sem kynntar voru á Hönn- unarMars eru prófstykki og ekki er hægt að kaupa vöruna ennþá. Senn mun þó koma að því og gerir Rikki ráð fyrir að salan muni aðallega fara fram á netinu. „Við bíðum mjög spennt eftir við- brögðum.“ Vöruna má virða fyrir sér á heimasíð- unni www.boo-kolla.com. Ein af júgurtöskunum góðu sem Rikki hefur hannað og er nú að setja á markað. Töskur úr kýrjúgrum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.