Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 48
Viðtal 48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2015 til þess að njóta góðu stundanna betur þurf- um við að hafa upplifað slæmar stundir. Nei- kvæðar tilfinningar eru órjúfanlegur hluti að lífinu. Ef þú ert alltaf í sólskini þekkirðu ekki snjó og él. Ég legg áherslu að fólk þurfi ekki að þurrka út það neikvæða sem hefur hent það í lífinu. Lífið á ekki endilega að vera auð- velt og það sem ég hef upplifað gerir mig að þeirri manneskju sem ég er í dag – bæði já- kvæðir hlutir og neikvæðir. Þetta hjálpa ég fólki að reyna að skilja. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að það er tilgangur með erfiðleikunum.“ Fyrr í þessu samtali var getið um eilífðina en hún er snar þáttur í nálgun Rikka í sínu starfi sem sálfræðingur. „Ég trúi á eilífðina, æðri vitund á öðru sviði. Sálin deyr aldrei og fyrir vikið þurfum við ekki að ljúka öllum okk- ar verkefnum í þessu lífi. Við munum aldrei deyja. Afstaða okkar til lífsins breytist um leið og við áttum okkur á þessu. Getirðu ekki eitt- hvað í þessu lífi, eins og að eignast börn, gerir þú það bara í næsta lífi. Ég vinn mikið með tilvistarstefnuna og heimspeki.“ Þjáningin þroskar Spurður hvort það geti þá ekki verið lausn fyrir þá sem líða þjáningar að binda enda á líf sitt til að byrja upp á nýtt hristir Rikki höf- uðið. „Það er sóun á líkama. Þess utan hjálpar þjáningin okkur að þroskast og án hennar getum við ekki notið góðu stundanna almenni- lega, eins og ég kom inn á áðan. Þess vegna er sjálfsvíg aldrei lausn.“ Lífið er stutt og líður hratt. Þessu fór Rikki einmitt að velta fyrir sér þegar hann sótti tón- leika hjá Leonard Cohen í Kanada fyrir skemmstu. „Cohen er orðinn áttræður og flestir tónleikagestir voru á mínum aldri, um eða yfir sextugt, og ég hugsaði með mér: Eft- ir þrjátíu ár verðum við öll farin.“ Hann hefur samt ekki áhyggjur af því að verða gamall. „Ég er í ágætu formi, fór að vísu í bakinu um daginn,“ segir hann bros- andi, „og hef engar áhyggjur af því að eldast. Ég óttast heldur ekki dauðann. Það er engin ástæða til þess, þegar líkami minn deyr flyst sálin bara annað. Pabbi minn var aldrei veik- ur á sinni löngu ævi, svo lagðist hann bara niður einn daginn, var eitthvað illa fyrirkall- aður, og dó. Það er mjög góður dauðdagi. Hann var kominn yfir áttrætt. Mamma dó hins vegar úr brjóstakrabbameini, 63 ára gömul. Það var erfiðara. Annars er dauðinn aldrei slys. Hann er alltaf planaður enda þótt við vitum ekki af því. Dauðinn er órjúfanlegur hluti af lífinu. Við verðum öll að búa að þeirri reynslu, að hafa misst ástvin. Þannig má segja að lífið sé eins og Shakespeare-leikrit.“ Þegar Rikki var ungur munaði minnstu að hann yrði fyrir bíl á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis, þar sem Kaffi París er núna. „Ég steig út á götuna en var kippt til baka um leið og bíll ók hjá á mikilli ferð. Engan var þó að sjá á gangstéttinni. En minn tími var greinilega ekki kominn.“ Var pólskur gyðingur Rikki hefur verið andlega sinnaður frá unga aldri. Sem barn fór hann í andaglas með móð- ur sinni og kveðst hafa upplifað leiftur frá sín- um fyrri lífum með þeim hætti. „Við búum öll í andlegri vídd og eigum okkur æðri sál eða vitund. Þessi andlega vídd sendir svo part af okkur í hvert líf, það er ekki sama sálin en svipuð. Við höfum samband við hana gegnum það sem ég kalla innsæi. Ef eitthvað er óskýrt hlustaðu þá bara á innsæið! Sjálf getum við gleymt milli lífa en í hinni andlegu vídd tapast ekkert.“ Spurður um fyrri líf þá kveðst Rikki einu sinni hafa verið indíáni. „Ég var í sveit á sumrin sem strákur og vildi alltaf ríða ber- bakt. Það var mikið hlegið að þessu en fyrir mér var þetta eðlilegt. Margt sem gerist í þessu lífi er tengt því sem gerðist í fyrri líf- um.“ Í síðasta lífi var hann pólskur gyðingur og týndi lífi í leifturárás nasista. Var skotinn til bana. Áður hafði hann misst börnin sín. „Það var mjög sár reynsla og fyrir vikið vildi ég ekki hafa áhyggjur af börnum í þessu lífi. Eins og ég segi, maður þarf ekki að gera allt í hverju lífi.“ Hann er viss í sinni sök en viðurkennir að viðhorf sitt sé aðeins eitt af fjölmörgum. Önn- ur viðhorf eigi alveg jafnmikinn rétt á sér og hann þvingi sinni lífssýn ekki upp á nokkurn mann. Sé fólk á hinn bóginn reiðubúið að hlusta er hann allur af vilja gerður að fræða. „Takmark mitt í lífinu er að hjálpa öðrum. Hjálpa fólki að víkka sjóndeildarhringinn og draga úr streitu.“ Hvers vegna er ég hérna? Rikki hefur ritað bók um þessar pælingar sín- ar, þar sem lykilspurningin er „Hvers vegna er ég hérna?“ Bókina kallar hann The Pur- pose – Your Soul’s Emotional Journey (www.thepurpose.ca) og kom hún út í Kanada síðasta haust. Verið er að þýða bókina á rússnesku, hindí, tamíl og spænsku og Rikka dreymir einnig um að þýða hana á íslensku. „Ég er búinn að kanna möguleika á því en það virðist ekki auðvelt. Það er dýrt að þýða bækur og mark- aðurinn lítill. Má ég ekki nota tækifærið og lýsa eftir forlagi til að taka þetta verkefni að sér?“ spyr hann brosandi. Að sjálfsögðu. Talið berst loks að samsemd og búsetu. Mest öll sín fullorðinsár hefur Rikki búið í út- löndum, lengst af í Kanada. Eigi að síður kveðst hann vera meiri Íslendingur en Kan- adamaður. „Ég hef alltaf verið duglegur að koma heim, einkum á sumrin, og ekki spillir það fyrir að nú er flogið beint til Toronto. Ég á íbúð í Reykjavík og gæti vel hugsað mér að verja meiri tíma á Íslandi í framtíðinni. Veit hins vegar ekki alveg hvort Johnny er á sama máli.“ Hann hlær. „Það er ákaflega kalt í Kanada yfir vetr- armánuðina, febrúar var kaldasti mánuður frá því mælingar hófust á okkar slóðum. Frost fór mest niður í 26 stig. Það gera 40 stig í vindkælingunni. Ég neita því ekki að gaman væri að eiga íbúð í hlýrra landi yfir veturinn, þá er ég að tala um suðlægari slóðir. En það gildir svo sem einu hvert maður fer, það er erfitt að taka Íslendinginn úr manni.“ * Við búum öll í and-legri vídd og eigumokkur æðri sál eða vitund. Þessi andlega vídd sendir svo part af okkur í hvert líf, það er ekki sama sálin en svipuð. Við höfum sam- band við hana gegnum það sem ég kalla innsæi. Rikki og Johnny á brúðkaupsdaginn, 2. júlí 2011. Bók Rikka, The Purpose, fjallar um nálgun hans sem sálfræðings og hugmyndir hans um tilgang lífsins. Hann deilir líka eigin minn- ingabrotum með lesendum, eins og eftirfar- andi dagbókarfærslu: „Þegar ég var lítill hélt ég að ég væri eðlileg- ur. Að það væri allt í lagi að vera sá sem ég var. Ég kunni að meta sumt, annað ekki, eins og gengur. Ég var frjáls. Ég var alltaf skotinn í ein- hverjum. Það var mitt leyndarmál. Ég var of feiminn til að láta vita af því og skammaðist mín ef einhver veitti því athygli. Ég vissi að þetta var eðlilegt. Vinir mínir væru eins. Við dauðskömmuðumst okkar allir ef einhver stríddi okkur á þessum „einstaka“ vini sem við létum okkur dreyma um, svo það var yf- irleitt látið kyrrt liggja. Dag einn, ég man ekki nákvæmlega hvenær, brá mér í brún. Ég áttaði mig allt í einu á því að ég var öðruvísi! Á þeim tíma hafði ég þróað með mér gildi og siðferði, þekkti rétt frá röngu, hvað væri eðlilegt og óeðlilegt. Ég vissi að ég væri nákvæmlega eins og aðrir að flestu leyti. Eitt greindi mig þó frá hinum, ég hafði aldrei laðast kynferðislega að manneskju af gagnstæðu kyni, bara kynbræðrum mínum. Þetta var slæmt! Hvað átti ég til bragðs að taka? Þetta var skammarlegt! Kæmist einhver að þessu myndi ég deyja. Ég yrði að athlægi og útskúfað af fjölskyldu og vinum. Ég reyndi að bæla þessar rómantísku tilfinningar niður en komst fljótt að raun um að það var ekki hægt. En ég gat samt sem áður haldið þeim leynd- um. Á sama tíma var ástum allra annarra fagnað, um þær rætt og að þeim dáðst. Hvert sem lit- ið var voru karlar og konur að faðmast, kyss- ast, dansa, sitja saman, njóta ásta, gifta sig og eignast börn; aldrei voru það tveir karlar eða tvær konur! Maður vildi falla inn í hópinn og þess vegna varð maður að þykjast. Byrjaði að lifa lygi. Maður laug sérstaklega að þeim sem voru manni kærastir – fjölskyldunni og nán- ustu vinum. Það var sárt. Yrði maður ástfang- inn af einhverjum var erfitt að láta það í ljós og gerði maður það var ástin ekki end- urgoldin. Ástin var kramin og snúið á hvolf í reiði sem beindist gegn öðrum og ekki síður manni sjálfum. Í sumum tilvikum, þegar þessi tilfinning nær hámarki, getur hún leitt til hommabarsmíða eða jafnvel sjálfsvígs. Oftar en ekki er afleið- ingin þó frekar einelti eða þunglyndi og birt- ingarmyndin er þá gjarnan fordómar í garð samkynhneigðra og rómantísk einangrun. Með tímanum tekst flestum okkar að sætt- ast við okkar innra eðli og finna styrkinn til að lifa opnu lífi. Okkur verður ljóst að við stönd- um ekki ein. Fyrsta Gay Pride-upplifunin mín var eins og adrenalínsprauta, staðfesting á tilvist, vígsla inn í ættkvísl, vitneskja um styrk samfélags og umfram allt sjálfsviðurkenning. Sálin sprakk út þennan dag, blómstraði og fann sinn innri styrk. Ég hætti að biðjast afsökunar. Ósýnilegu hlassi sem legið hafði á sál minni árum saman var létt af mér, loksins var ég frjáls á nýjan leik, eins og ég hafði verið sem barn áður en allt þetta byrjaði. Mér fannst ég einstakur og að enginn gæti komið í minn stað.“ Rikki Líndal (neðst til vinstri) ásamt foreldrum sínum, Amaliu og Baldri Líndal, og bræðrunum Eiríki, Jakobi og Tryggva. Hélt að ég væri eðlilegur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.