Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 56
Verkið Maður og barn eftir Finn Arnar Arnarson verður í Hafnarhúsinu. Ólöfu þótti tilvalið að kíkja á stöðu karlmanna á þessumbreyttu tímum í tilefni hundrað ára kosningaréttar-afmælis kvenna,“ segir Hlynur Hallsson um sýninguna MENN og sýningarstjóra hennar, Ólöfu K. Sigurðardóttur, en hann er einn sýnenda. Sýningin verður opnuð í dag, laugardaginn 28. mars, klukkan 15 í Hafnarborg í Hafnarfirði með verkum eft- ir fjóra karllistamenn í fremstu röð, en auk Hlyns eru það þeir Curver Thoroddsen, Finnur Arnar Arnarson og Kristinn G. Harðarson sem eiga verk á sýningunni. Fjallað um stöðu karlsins innan fjölskyldunnar Í tilkynningu segir að sýningin beini sjónum að stöðu karla við upp- haf 21. aldar og þeim breytingum sem orðið hafa á högum þeirra í ljósi breyttrar stöðu kvenna. Í verkunum takast listamennirnir á við spurningar um stöðu karla innan fjölskyldu hvað varðar hugmyndir um þátttöku í heimilislífi, ábyrgð á afkomu og uppeldi barna. TVÆR SÝNINGAR OPNAÐAR UM HELGINA Staða karlsins rannsökuð Þrímenningarnir Hlynur Hallsson, Kristinn G. Harðarson og Finnur Arnar Arnarson eiga verk á sýningunni ásamt Curveri Thoroddsen. Morgunblaðið/Eggert SÝNINGIN MENN VERÐUR OPNUÐ Í HAFNARHÚSINU Í DAG EN ÞAR MÁ FINNA VERK FJÖGURRA LISTAMANNA. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is 56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2015 Dansverkið Vatnið eftir Nicholas Fishleigh, Þóru Rós Guðbjartsdóttur og Leif Eiríksson verður frumsýnt í Tjarnarbíói í dag, laug- ardag, klukkan 20. Í tilkynningu segir að verk- ið sé innblásið af vatni í ólíkum birting- armyndum og að það sameini dans, tónlist, vídeólist og ljóðlist. Þá segir að um mikið sjónarspil sé að ræða sem dragi áhorfandann inn í heim vatnsins og leyfir honum að túlka það á sinn eigin hátt og finna þannig sína tengingu við vatnið. 71% af flatarmáli jarðar er þakið vatni. Meira en helmingur af manns- líkamanum er vatn. Þá segir einnig að dans- verkið sé tilraun til að skilja það, og í leiðinni okkur sjálf, og að uppgötva nýja nánd við vökva lífsins. DANSVERK UM HEIM VATNSINS VÖKVI LÍFSINS Dansverkið er eftir þau Nicholas Fishleigh, Þóru Rós Guðbjarstdóttur og Leif Eiríksson. Söngkonan Hanna Dóra Sturludóttir kemur fram ásamt píanóleikaranum Gerrit Schuil. Á morgun, sunnudag, kemur Hanna Dóra Sturludóttir messósópransöngkona fram á ljóðatónleikum í Hannesarholti, en Gerrit Schuil leikur undir á píanó. Á efnisskrá tón- leikanna, sem hefjast klukkan 16 og standa í klukkutíma, eru söngljóð eftir Gustav Ma- hler, þar á meðal lög úr Rückert-ljóðunum svonefndu og lagaflokkinum Des Knaben Wunderhorn. Tónleikunum lýkur síðan á því að Hanna Dóra og Gerrit flytja Söngva föru- manns, Lieder eines fahrenden Gesellen, í heild sinni en um er að ræða fimm söngva sem Mahler samdi við eigin ljóð. Listamenn- irnir munu einnig kynna tónskáld og söngva dagsins með nokkrum orðum. TÓNLEIKAR Í HANNESARHOLTI SÖNGVAR MAHLERS Fyrsti hluti fjölskyldu- leikritsins Elsku Míó minn verður fluttur í Bíó Para- dís í dag, laugardag, klukk- an 12. Þessi nýja uppfærsla á verki Astrid Lindgren verður síðan flutt í heild sinni um páskana af Út- varpsleikhúsinu á Rás 1 en verkið er í nýrri þýðingu Þórarins Eldjárns. Á vef RÚV segir meðal annars að verkið sé um hugrekki og vináttu og að það sé það stærsta sem Útvarpsleikhúsið ráðist í á þessu leikári. Tuttugu leikarar taka þátt í uppfærslunni og þar af átta börn. Með aðalhlutverk fara Ágúst Beinteinn Árnason, Theodór Pálsson og Ingvar E. Sigurðsson. Verkið er í leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur. Leikritið verður flutt í þremur hlutum föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum klukkan þrjú. UPPFÆRSLA Á VERKI LINDGREN MÍÓ Í BÍÓ PARADÍS Verkið flutt í há- deginu í dag. Menning Þ að voru allir til í að taka þátt í þessu á þeim forsendum að þetta væri opinn vettvangur til þess að sýna hvað íslenskir mál- arar eru að fást við í samtím- anum,“ segir Kristján Steingrímur Jónsson, myndlistarmaður og deildarforseti við Listaháskóla Íslands, en hann er sýning- arstjóri Nýmálað 2 ásamt Hafþóri Yngva- syni, safnstjóra Listasafns Reykjavíkur. Sýningin verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag, laugardaginn 28. mars, klukkan 16. Sýningin Nýmálað 1 stendur nú yfir í Hafn- arhúsinu en sýningarnar tvær mynda eina heild að sögn Kristjáns Steingríms. Áttatíu og átta listamenn „Tilgangurinn með sýningunum er að varpa ljósi á hvað það eru margir listamenn að fást við listsköpun og í þessu tilviki mál- verkið. Okkur grunaði að það væru mun fleiri að fást við málverk en menn hefðu haldið og það hefur verið raunin. Þetta er ákveðið yfirlit og ætti að gefa ágæta mynd af stöðunni eins og hún er. Margir af þess- um listamönnum hafa ekki verið sýnilegir lengi, það er því áhugavert að sjá hvað þeir eru að gera. Svo eru þarna listamenn sem eru áberandi hérna heima sem og erlendis,“ segir hann en alls sýna áttatíu og átta lista- menn verk sín á sýningunum tveimur en þar má nefna Erró, Hallgrím Helgason og Söru Riel. „Sýningin endaði á því að taka Kjarvals- staði og hálft Hafnarhúsið undir sig, lista- mönnunum var skipt á milli þessara tveggja staða,“ segir hann en þess má geta að sýn- ingarnar verða í gangi á sama tíma í þrjár vikur áður en sýningunni í Hafnarhúsinu, sem var opnuð í febrúar, lýkur. Sýningin á Kjarvalsstöðum stendur síðan til 7. júní. Yngri kynslóðir á breiðum grunni Langflest verkin á sýningunum eru innan við tveggja ára en Kristján Steingrímur segir ýmsa strauma leynast þar inni á milli. „Þetta eru listamenn sem eru innan við þrítugt og alveg upp í rúmlega áttatíu ára. Þeir listamenn sem byrjuðu að fást við listir upp úr miðri síðustu öld, eins og þeir elstu, eru auðvitað að einhverju leyti trúir þeirri hugmyndafræði sem þá var ríkjandi þó að list þeirra hafi að sjálfsögðu þróast og taki mið af samtímanum. Við erum til dæmis með listamann eins og hinn franskmenntaði Hafstein Austmann sem hefur verið trúr ljóðrænni abstraktsjón og hefur fylgt því og þróað alla tíð. Svo má nefna Erró sem hef- ur verið trúr sinni list alla tíð. Þó það megi klárlega skynja þróun í list hans þá á hann samt sem áður ákveðnar rætur í popplist síns tíma,“ segir Kristján Steingrímur. „Svo erum við með yngstu kynslóðina af listamönnum sem sækir í menninguna í til- tölulega breiðum skilningi. Þar hefur póst- módernisminn haft áhrif. Það sem einkennir samtíðina í dag er að það er allt í gangi, hún er á mjög breiðum grunni. Yngsta kyn- slóðin leitar engu að síður til baka og tekur upp eldri hluti og endurvinnur þá. Það er einnig ljóst að tæknistraumar hafa haft áhrif á þessa tilteknu kynslóð. Allt þetta að- gengi að upplýsingum, myndefni og öðru hefur án nokkurs vafa haft áhrif,“ segir hann. „Þarna gefst einnig tækifæri til að bera saman ólíka miðla. Hvað það er sem greinir þann sem notar málverk sem miðil frá þeim sem nota aðra miðla, hvort það sé einhver munur á efnistökum og inntaki,“ bætir Kristján Steingrímur við. Málþing og hádegisleiðsagnir „Það er líka áhugavert að sjá hvað mynd- mál er alþjóðlegt fyrirbæri og auðvelt að setja íslenskt málverk í alþjóðlegt samhengi. Sýningin er ekki þematengd í sjálfu sér, listamennirnir eru að fást við mjög ólíka hluti. Eins og áður segir hafa þeir mjög ólíkan bakgrunn, koma inn í listina á ólíkum tímum, og endurspegla þar af leiðandi mjög ólíka listræna afstöðu,“ segir hann. „Safnið stendur síðan fyrir fræðslu- dagskrá tengdri sýningunum. Það verður málþing í apríl um sýninguna og íslensk samtímamálverk. Einnig verður boðið upp á hádegisleiðsagnir sem listamennirnir sjá um. Listamennirnir sjá auk þess um námskeið í listmálun fyrir unglinga,“ segir Kristján Steingrímur að lokum. YFIRLIT ÍSLENSKRA MÁLVERKA Kynslóðabil brúað með málverkum SÝNINGIN NÝMÁLAÐ 2 VERÐUR OPNUÐ Í DAG Á KJARVALSSTÖÐUM EN ÞAR MÁ FINNA LISTAVERK EFTIR ÁTTATÍU OG ÁTTA LISTAMENN Á ÖLLUM ALDRI. SÝNINGUNNI ER ÆTLAÐ AÐ VARPA LJÓSI Á MÁLVERKAFLÓRU ÍSLENSKS SAMTÍMA EN HÚN HELST Í HENDUR VIÐ SÝNINGUNA NÝMÁLAÐ 1 SEM STENDUR NÚ YFIR Í HAFNARHÚSINU. Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Katrín Friðriksdóttir er meðal þeirra lista- manna sem eiga listaverk á Kjarvalsstöðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.