Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 42
Fatahönnuðurinn Tom Ford leikstýrði kvikmyndinni A single Man (2009). Eins og við má búast er fatnaðurinn í kvikmyndinni óaðfinnanlegur. Búningahönnuðurinn Arianne Phillips sá um fatnaðinn. Rosemary’s Baby frá árinu 1968 er dæmi um kvik- mynd þar sem allt gengur upp og allt spilar vel saman; fatnaður, sett og söguþráður. TÍSKAN ÚR KVIKMYNDUM Íkonísk tíska FATNAÐUR Í KVIKMYNDUM HEFUR VEITT INNBLÁSTUR Í ÁRATUGARAÐIR. HÖNNUÐIR OG STÍLISTAR LÍTA GJARNAN TIL KVIKMYNDA VIÐ HÖNNUN OG STJÓRNUN TÍSKUÞÁTTA ENDA FER TÍSKAN ALLTAF HRINGINN. TÍÐARANDINN HEFUR MIKIÐ AÐ SEGJA OG ÞVÍ ER GAMAN AÐ SÖKKVA SÉR AÐEINS Í KVIKMYNDIR OG NJÓTA TÍSKU OG TÍÐARANDA. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Ein þekktasta fatasamsetning kvikmyndasög- unnar eru hvít föt Sharon Stone í Basic Instinct. Tískudrottningin Jane Birkin er þekkt fyrir áreynslulausan franskan stíl í kvikmyndinni La Piscine frá árinu 1969. Það er allt fallegt í myndinni; umhverfi, fatnaður og landslag. Diane Keaton sem Annie Hall í sam- nefndri kvikmynd frá árinu 1977. Fatnaður Diane í kvikmyndinni er í senn skemmtilegur og djarfur og fangar andrúmsloft tískunnar í lok áttunda áratugarins þegar konur fóru að prófa sig áfram við að para stórar herraskyrtur saman við hatta og víð- ar buxur. Orðatiltækið Fötin skapa manninn á vel við í kvikmyndinni An- nie Hall þar sem hún varð ein af stærstu áhrifavöldum tískunnar. Amy Adams var óaðfinn- anleg í kvikmyndinni American Hustle frá árinu 2013. Michael Wilkinson sá um búninga og náði að fanga tíðaranda í fatnaði áttunda áratugarins á skemmtilegan hátt. Ein þekktasta tískudrottn- ing sjónvarpssögunnar er án efa Carrie Bradshaw, sem leikin var af Söruh Jessicu Parker. Það var búningahönnuðurinn Patricia Field sem sá um stílíseringu í þáttunum sem veitt hafa tískudívum innblástur um heim allan. Gallerí 17 10.196 kr. Retró og röndótt skyrta. Ilse Jacobsen Falleg blússa frá Baum und Pferdgarten. Vila 3.990 kr. Klassískur og flottur bolur með háum kraga. Warbyparker.com 13.000 kr. Warby Parker selur ódýr gleraugu með styrk sem hægt er máta með því að nota myndavél. Mikið úrval af fal- legum gleraugum sem hægt er að senda til Íslands. Lindex 3.995 kr. Karamellulitaður hattur er málið í sumar. Warehouse 2.460 kr. Þægilegur fölbleikur hlýrabolur. Lindex 3.995 kr. Klassískur töff hattur. Lindex 7.995 kr. Sæt og sumarleg skyrta. Jane Fonda var sérlega svöl í kvik- myndinni Klute frá 1971. Ann Roth sá um fatnaðinn í kvikmyndinni, sem Jane hreppti Óskarinn fyrir. Bianco 48.990 kr. Þægileg upphá stíg- vél með lágum hæl. 42 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2015 Tíska Vero Moda 15.900 kr. Töff frakki í 70’s-stíl.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.