Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2015
Bækur
S
ara Blædel er einn helsti spennusagnahöfundur
Dana, sem sannast meðal annars á því að hún er
metsöluhöfundur þar í landi og hefur fjórum sinn-
um fengið Martha-verðlaunin sem vinsælasti höf-
undur Danmerkur, nú síðast í nóvember síðast-
liðnum. Íslendingar ættu að þekkja til hennar, enda hafa
fimm bóka hennar komið út á íslensku og í vikunni bættist
sú sjötta við: Gleymdu stúlkurnar, en Sara kom einmitt hing-
að til lands í vikunni til að spjalla um þá bók.
Sló í gegn með fyrstu bókinni
Sara Blædel var búin að fást við ýmis störf þegar kom að því
að hún skrifaði sína fyrstu skáldsögu, Grønt støv, þar sem
þær birtast í fyrsta sinn vinkonurnar Louise Rick, fulltrúi
hjá rannsóknarlögreglunni, og Camilla Lind, blaðakona hjá
„Morgunblaðinu“. Bókin sló strax í gegn og síðan hefur hver
bókin rekið aðra á íslensku: Kallaðu mig prinsessu, Aldrei
framar frjáls, Hefndargyðjan, Aðeins eitt líf, Dauðaengillinn
og svo Gleymdu stúlkurnar, en alls hefur Sara Blædel skrif-
að átta bækur um Louise Rick og glímu hennar við glæpina.
Gleymdu stúlkurnar hefst þar sem lík finnst í skógi sem
enginn kannast við, en smám saman berast böndin að stofn-
un þar sem vangefnir og þeir sem enginn vildi hafa fyrir
augunum voru vistaðir. Sú stofnun byggist á raunverulegum
stofnunum sem til voru í Danmörku á sjötta og sjöunda ára-
tugnum og jafnvel fram á þann níunda og þau sem þar voru
lokuð inni voru þar með horfin fjölskyldum sínum, enda var
til þess ætlast að allir gleymdu þeim.
Þegar sagan hefst hefur Louise Rick flutt sig um set, hún
er nú faglegur stjórnandi sérstaks mannshvarfshóps dönsku
lögreglunnar og því er hún kölluð til þegar lík konu finnst í
skógarrjóðri og engum tekst að bera kennsl á hana.
Fram kemur í bókinni að 1.600 til 1.700 Danir hverfi á
hverju ári og þó flestir skili sér aftur til síns heima, þá finn-
ast alltaf einhverjir látnir og í fimm til sex tilvikum á ári er
grunur um glæp. Í því ljósi kemur ekki á óvart að Sara setji
söguhetju sína í nýtt starf, það er úr nógu að moða af dul-
arfullum glæpum, en það er líka önnur ástæða fyrir flutn-
ingnum: „Louise var búin að vera sex bækur í morðdeildinni
í lögreglunni í Kaupmannahöfn og mig langaði að breyta um
sögusvið,“ segir Sara og hlær við þegar ég spyr hana hvort
hún hafi fengið nóg af Kaupmannahöfn. „Það er svosem
hægt að fá nóg af Kaupmannahöfn, en mig langaði til að
spreyta mig á öðru umhverfi.“
Gleymdu börnin
Eins og getið er í upphafi segir bókin frá líki sem finnst og
erfitt er að rekja, en í fyrsta kafla bókarinnar er ýmislegt
gefið í skyn þegar ónefnd kona æðir „ringluð og hrædd
áfram milli trjánna“. Spurð um kveikjuna að bókinni segist
Sara hafa verið alin upp í litlum bæ rétt við skóglendi. „Inni
í þeim skógi var stofnun fyrir misþroska ungmenni og þegar
við fórum um skóginn í hestaferðum eða á gönguferðum þá
hittum við stundum vistmenn af stofnuninni, veifuðum til
þeirra og þeir til okkar glaðlegir á svip. Á þeim tíma var
þetta bara eðlilegt, en í dag sjáum við hvað þetta var óeðli-
legt, að samfélagið skyldi loka fólk inni fjarri ættingjum og
vinum, oft bara fyrir það að vera öðruvísi.
Á endanum var þessari stofnun, og mörgum svipuðum,
lokað og mannúðlegri úrræði urðu ofaná, en kveikjan að bók-
inni var þegar ég fór að hugsa hvað ef,“ segir hún og hlær
við, en flestar bóka Söru verða einmitt til þegar hún fær
hugdettu eins og hún lýsti því í viðtali við Morgunblaðið fyrir
fimm árum. Þá var það „hvað ef“-spurning um blaðamann
sem býr yfir svo magnaðri frétt að hann er drepinn til að
koma í veg fyrir birtingu hennar, nú var það önnur spurning:
„Ég spurði mig: Hvað ef það væri enn til stofnun einhvers
staðar sem ekki hefði verið lokað? Mér fannst það ótrúlegt,
en þegar ég fór að lesa mér til um það hve illa við Danir fór-
um með börn, á hvernig stofnunum við vistuðum börn sem
voru þroskaskert, glímdu við hegðunarerfiðleika eða áttu
hvergi höfði að halla vegna erfiðleika á heimilum sá ég ým-
islegt sem ég vissi ekki um þessi börn sem kölluð eru hin
gleymdu börn í Danmörku. Nú heldur fólk kannski að þessi
harkalega meðferð á börnum hafi verið á þriðja eða fjórða
áratug síðustu aldar, en nei, þetta var fram á áttunda og ní-
unda áratug aldarinnar, það er ekki svo langt síðan þessu at-
hæfi lauk. Þegar ég var svo að vinna að bókinni gekk ég um
skóginn nálegt æskuslóðum mínum og hugsaði til þess að
börnin sem voru svo vinaleg við okkur hafi kannski verið
meðal þessara gleymdu barna og þá var bókin komin.
Nú segjum við í dag: Þetta var bara svona og á stofn-
ununum sögðu starfsmenn: Þetta er það besta sem við getum
gert en þegar við lítum til baka getum við ekki skilið þessa
hugsun. Áður en við setjum okkur á háan hest þá langar mig
þó til að nefna það að einn af þeim sem ég ræddi við þegar
ég var að undirbúa bókina var prófessor í læknisfræði og
hann benti mér á að eftir þrjátíu ár sé eins líklegt að menn
muni líta til baka og furða sig á því hvernig við komum fram
við varnarlausa einstaklinga í dag.“
GLEYMDU BÖRNIN
„Hvað
ef …“
Danski rithöfundurinn Sara Blædel er metsöluhöfundur og hún hefur fjórum sinnum verið valin vinsælasti höfundur Danmerkur.
Ljósmynd/Steen Brogaard
DANSKI RITHÖFUNDURINN SARA BLÆDEL
HEFUR VERIÐ NEFND DROTTNING DÖNSKU
GLÆPASÖGUNNAR. Í VIKUNNI KOM ÚT
Á ÍSLENSKU SJÖTTA SKÁLDSAGA HENNAR,
GLEYMDU STÚLKURNAR.
Árni Matthíasson arnim@mbl.is
* Eftir þrjátíu ár sé eins líklegt að menn muni líta til baka og furða sig á því hvernig
við komum fram við varnarlausa
einstaklinga í dag.
Sú bók sem ég held hvað mest upp á er hin dásamlega
sturlaða Fear and Loathing in Las Vegas eftir Hunter S.
Thompson. Þessa bók verð ég að lesa reglulega en
einnig hafa aðrar bækur Thompsons
náð að heilla mig þótt engin komist
með tærnar þar sem svaðilför félag-
anna Raoul Duke og Dr. Gonzo til
Las Vegas hefur hælana. Aðrar bæk-
ur sem eru í sérstöku uppáhaldi eru
Yosoy eftir Guðrúnu Evu Mínervu-
dóttur sem mér finnst alveg einstök
og afar heillandi og svo Skipið eftir
Stefán Mána sem er líklega sú
spennusaga sem hefur komið mér
hve mest á óvart síðustu ár og ég
gat engan veginn lagt frá mér. Ég er mikill aðdáandi
þeirra Guðrúnar Evu og Stefáns og reyni að lesa allt
það sem frá þeim kemur.
Einnig er Steinar Bragi í miklum metum hjá mér og
Kata liggur á náttborðinu um þessar mundir ásamt
sjálfsævisögu Steven Aldlers úr Guns N‘ Roses sem er
með litríkasta móti og heitir My Appetite for Destruct-
ion. Ég hef afskaplega gaman af ævisögum tónlistarfólks
og hef lesið þær margar í gegnum árin en í fljótu bragði
get ég nefnt bækur um Miles Davis, Johnny Cash,
Henry Rollins, Nick Cave, Jerry Lee Lewis, Anthony
Kiedis, Paul McCartney og Charles Mingus sem hafa
verið afar áhugaverðar.
Að endingu verð ég að minnast á ólæknandi áhuga
minn á teiknimyndasögum. Þar eru verk Alan Moore
sem og skuggasveinninn Batman í mestu uppáhaldi.
Sögusviðið Gotham finnst mér heillandi og andhetjurn-
ar vel skapaðar sem er auðvitað mjög mikilvægt í svona
fantasíubókmenntum. Er núna að lesa alveg ferlega
skemmtilega Batmanseríu sem hefst á The Court of
Owls og er skrifuð af Scott Snyder en Greg Capullo
teiknar, er kominn í þriðju bókina og skemmti mér
konunglega.
BÆKUR Í UPPÁHALDI
JÓHANN ÁGÚST JÓHANNSSON
Jóhann Ágúst Jóhannsson les reglulega „hina dásamlega sturluðu“
Fear and Loathing in Las Vegas eftir Hunter S. Thompson.
Morgunblaðið/Árni Sæberg