Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 24
N eytendur á Íslandi geta valið um tvenns konar egg, annars vegar egg búrhæna og hins- vegar egg lausagönguhæna, sem stundum hafa verið nefndar skúrhæn- ur. Ennfremur er eitthvert framboð af landnámshænueggjum, oft beint frá býli eða á bændamörkuðum, auk þess sem færst hefur í vöxt að fólk haldi hænur heima við. Hér á landi er hins vegar ekki hægt að fá lífrænt ræktuð egg. Eggin úr frjálsu hænunum telj- ast til vistvænnar framleiðslu en slík egg eru oft kölluð „barn eggs“ á ensku. Ný reglugerð um velferð alifugla (135/ 2015) tók gildi 11. febrúar síðastliðinn en þar kveður á um að notkun á hefð- bundnum búrum skuli hætt eftir 31. des- ember árið 2021. Því er ljóst að búrhæn- urnar eru á leiðinni út og lausagönguhænur eru það sem koma skal. Þessar breytingar hafa verið í vændum enda taka þær mið af þeim reglum sem nú eru í gildi innan Evrópusambandsins. Samtökin Velbú eru á meðal þeirra sem hafa hvatt neytendur til að sniðganga búr- hænuegg. „Tugþúsundir varphæna á Ís- landi verja aumu lífi sínu fjórar saman í búri, hver með gólfflöt á við eina A4 blað- síðu. Þær fá mat á færibandi. Þær verpa á færiband. Þær sjá aldrei sólarljós. Sú sem neðst er í goggunarröðinni hefur enga und- ankomuleið frá sársaukafullu fjaðraplokki hinna þriggja,“ segir á Facebook-síðu sam- hættu að framleiða egg í búrum,“ segir Kristinn, sem fagnar því að búreggjafram- leiðslan sé á útleið. „Eggjaneysla á Íslandi hefur aukist tölu- vert á liðnum árum. Langmesta aukning er í eggjum sem eru úr lausagönguhænum.“ Egg Brúneggja eru vistvæn, en hvað felst í því? „Fyrir um sautján árum var tek- ið upp orðið vistvænt um vissar skilgreindar framleiðsluaðstæður. Það þýðir að hæn- an er ekki haldin í járnbúri þar EGG NJÓTA SÍVAXANDI VINSÆLDA Búrhænur á leiðinni út ÍSLENDINGAR EIGA Í MEGINDRÁTTUM KOST Á ÞVÍ AÐ KAUPA TVENNS KONAR EGG, BÚRHÆNUEGG OG SKÚRHÆNUEGG. FYRRNEFNDU HÆNURNAR ERU Í BÚRUM EN HINAR FÁ AÐ GANGA LAUSAR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Eggjaneysla á Íslandi hefur aukist töluvert á liðnum árum. Neysla eggja úr lausagöngu- hænum eykst langmest. Svíar voru þeir fyrstu í Evrópu sem hættu að framleiða egg í búrum. Getty Images/iStockphoto Þetta finnst okkur skipta miklu máli og fólk hefur æ meira látið sig þetta varða,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson, einn eigenda Brúneggja. „Það hefur verið mikil aukning í sölu á þessum eggjum sem koma ekki úr hefð- bundinni búraframleiðslu. Fólk er farið að láta sig meira varða hvað það lætur ofan í sig,“ segir hann. „Rithöfundurinn Astrid Lindgren byrjaði fyrir þrjátíu árum að berjast gegn hæsnahaldi í búrum og búreggja- framleiðslu og náði verulegum árangri. Svíar voru þeir fyrstu í Evrópu sem 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2015 Heilsa og hreyfing Fólki sem þjáist af offitu í Mexíkó fjölgaði úr 9,5% árið 1988 í 32% árið 2012 og ef ofþyngd er talin með í 70%. 22.000 af þeim 180.000 manns sem látast árlega úr sjúkdómum tengdum neyslu sætra drykkja eru frá Mexíkó. Til samanburðar látast 10.000 manns af völdum skipulagðrar glæpastarfsemi í landinu, að því er fram kemur í frétt AFP. Of feitu fólki fjölgar mikið í Mexíkó  Á Íslandi eru í dag 11 eggjaframleið- endur.  Þessir framleiðendur geta hýst 205.600 varphænur í 43 húsum.  Þrjú bú eru með yfir 20.000 varp- hænur og þar af tvö með yfir 40.000 varphænur.  Minnsta búið er með rými fyrir 220 varphænur og stærsta búið með inn- réttingar fyrir 68.500 fugla.  Framleiðslukerfi sem notuð eru hér á landi eru fyrst og fremst hin hefð- bundnu búrakerfi. Einnig fer hluti fram- leiðslunnar fram þar sem gripir eru lausir á gólfi.  Ætla má að 78% varphæna séu í búr- um og 22% í lausagöngu. Heimild: Ný skýrsla unnin af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fyrir Félag eggjabænda. Um eggjabændur takanna. Á reglugerðarmáli sagði til um að þar sem væru 3-4 hænur í búri skyldi hafa 600 cm²/hænu og 12 cm²/hænu við fóðurrennu. Eitt A4 blað er einmitt 210 x 297 mm, eða 623,7 cm² þannig að plássið sem búrhænur hafa haft er meira að segja minna en A4-síða. Nýja reglugerðin er sett í kjölfar nýrra dýraverndarlaga sem tóku gildi 1. janúar 2014 og heita lög um velferð dýra nr. 55/ 2013. Gagnrýni á búreggjaframleiðslu hefur meðal annars verið sú að dýrin geti ekki uppfyllt eðlislægar þarfir sínar eins og að breiða út vængi, gogga í jörðina eða sitja á eggjum sínum. Vistvænu eggin eru dýrari, en samtök á borð við Velbú berjast fyrir því að neyt- endur óski eftir velferð dýra og séu til- búnir til að borga fyrir hana. Fram- leiðsluaðferðir eigi að vera uppi á borðum þannig að allir séu stoltir af. Neytendur orðnir meðvitaðri Ekki allir eggjabændur þurfa að hafa áhyggjur af breytingunni úr búreggjum yf- ir í skúregg. Fyrirtækið Brúnegg hefur frá stofnun árið 2004 verið með vistvæn egg úr frjálsum hænum. „Við vorum fyrstir með brúnu eggin og höfum lagt áherslu frá upphafi á að hafa hænurnar frjálsar, það er: þær ganga um í lausagöngu inni í húsunum, verpa inni í hreiðri þar sem er rökkur og notalegt fyr- ir þær. Þær geta gengið um hús- ið og farið í rykbað á gólfinu sem er þeim eðlislægt að gera og verið á hænsna- priki, étið og drukkið þar sem þær vilja. Kristinn Gylfi Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.