Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Síða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Síða 24
N eytendur á Íslandi geta valið um tvenns konar egg, annars vegar egg búrhæna og hins- vegar egg lausagönguhæna, sem stundum hafa verið nefndar skúrhæn- ur. Ennfremur er eitthvert framboð af landnámshænueggjum, oft beint frá býli eða á bændamörkuðum, auk þess sem færst hefur í vöxt að fólk haldi hænur heima við. Hér á landi er hins vegar ekki hægt að fá lífrænt ræktuð egg. Eggin úr frjálsu hænunum telj- ast til vistvænnar framleiðslu en slík egg eru oft kölluð „barn eggs“ á ensku. Ný reglugerð um velferð alifugla (135/ 2015) tók gildi 11. febrúar síðastliðinn en þar kveður á um að notkun á hefð- bundnum búrum skuli hætt eftir 31. des- ember árið 2021. Því er ljóst að búrhæn- urnar eru á leiðinni út og lausagönguhænur eru það sem koma skal. Þessar breytingar hafa verið í vændum enda taka þær mið af þeim reglum sem nú eru í gildi innan Evrópusambandsins. Samtökin Velbú eru á meðal þeirra sem hafa hvatt neytendur til að sniðganga búr- hænuegg. „Tugþúsundir varphæna á Ís- landi verja aumu lífi sínu fjórar saman í búri, hver með gólfflöt á við eina A4 blað- síðu. Þær fá mat á færibandi. Þær verpa á færiband. Þær sjá aldrei sólarljós. Sú sem neðst er í goggunarröðinni hefur enga und- ankomuleið frá sársaukafullu fjaðraplokki hinna þriggja,“ segir á Facebook-síðu sam- hættu að framleiða egg í búrum,“ segir Kristinn, sem fagnar því að búreggjafram- leiðslan sé á útleið. „Eggjaneysla á Íslandi hefur aukist tölu- vert á liðnum árum. Langmesta aukning er í eggjum sem eru úr lausagönguhænum.“ Egg Brúneggja eru vistvæn, en hvað felst í því? „Fyrir um sautján árum var tek- ið upp orðið vistvænt um vissar skilgreindar framleiðsluaðstæður. Það þýðir að hæn- an er ekki haldin í járnbúri þar EGG NJÓTA SÍVAXANDI VINSÆLDA Búrhænur á leiðinni út ÍSLENDINGAR EIGA Í MEGINDRÁTTUM KOST Á ÞVÍ AÐ KAUPA TVENNS KONAR EGG, BÚRHÆNUEGG OG SKÚRHÆNUEGG. FYRRNEFNDU HÆNURNAR ERU Í BÚRUM EN HINAR FÁ AÐ GANGA LAUSAR. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Eggjaneysla á Íslandi hefur aukist töluvert á liðnum árum. Neysla eggja úr lausagöngu- hænum eykst langmest. Svíar voru þeir fyrstu í Evrópu sem hættu að framleiða egg í búrum. Getty Images/iStockphoto Þetta finnst okkur skipta miklu máli og fólk hefur æ meira látið sig þetta varða,“ segir Kristinn Gylfi Jónsson, einn eigenda Brúneggja. „Það hefur verið mikil aukning í sölu á þessum eggjum sem koma ekki úr hefð- bundinni búraframleiðslu. Fólk er farið að láta sig meira varða hvað það lætur ofan í sig,“ segir hann. „Rithöfundurinn Astrid Lindgren byrjaði fyrir þrjátíu árum að berjast gegn hæsnahaldi í búrum og búreggja- framleiðslu og náði verulegum árangri. Svíar voru þeir fyrstu í Evrópu sem 24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29.3. 2015 Heilsa og hreyfing Fólki sem þjáist af offitu í Mexíkó fjölgaði úr 9,5% árið 1988 í 32% árið 2012 og ef ofþyngd er talin með í 70%. 22.000 af þeim 180.000 manns sem látast árlega úr sjúkdómum tengdum neyslu sætra drykkja eru frá Mexíkó. Til samanburðar látast 10.000 manns af völdum skipulagðrar glæpastarfsemi í landinu, að því er fram kemur í frétt AFP. Of feitu fólki fjölgar mikið í Mexíkó  Á Íslandi eru í dag 11 eggjaframleið- endur.  Þessir framleiðendur geta hýst 205.600 varphænur í 43 húsum.  Þrjú bú eru með yfir 20.000 varp- hænur og þar af tvö með yfir 40.000 varphænur.  Minnsta búið er með rými fyrir 220 varphænur og stærsta búið með inn- réttingar fyrir 68.500 fugla.  Framleiðslukerfi sem notuð eru hér á landi eru fyrst og fremst hin hefð- bundnu búrakerfi. Einnig fer hluti fram- leiðslunnar fram þar sem gripir eru lausir á gólfi.  Ætla má að 78% varphæna séu í búr- um og 22% í lausagöngu. Heimild: Ný skýrsla unnin af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fyrir Félag eggjabænda. Um eggjabændur takanna. Á reglugerðarmáli sagði til um að þar sem væru 3-4 hænur í búri skyldi hafa 600 cm²/hænu og 12 cm²/hænu við fóðurrennu. Eitt A4 blað er einmitt 210 x 297 mm, eða 623,7 cm² þannig að plássið sem búrhænur hafa haft er meira að segja minna en A4-síða. Nýja reglugerðin er sett í kjölfar nýrra dýraverndarlaga sem tóku gildi 1. janúar 2014 og heita lög um velferð dýra nr. 55/ 2013. Gagnrýni á búreggjaframleiðslu hefur meðal annars verið sú að dýrin geti ekki uppfyllt eðlislægar þarfir sínar eins og að breiða út vængi, gogga í jörðina eða sitja á eggjum sínum. Vistvænu eggin eru dýrari, en samtök á borð við Velbú berjast fyrir því að neyt- endur óski eftir velferð dýra og séu til- búnir til að borga fyrir hana. Fram- leiðsluaðferðir eigi að vera uppi á borðum þannig að allir séu stoltir af. Neytendur orðnir meðvitaðri Ekki allir eggjabændur þurfa að hafa áhyggjur af breytingunni úr búreggjum yf- ir í skúregg. Fyrirtækið Brúnegg hefur frá stofnun árið 2004 verið með vistvæn egg úr frjálsum hænum. „Við vorum fyrstir með brúnu eggin og höfum lagt áherslu frá upphafi á að hafa hænurnar frjálsar, það er: þær ganga um í lausagöngu inni í húsunum, verpa inni í hreiðri þar sem er rökkur og notalegt fyr- ir þær. Þær geta gengið um hús- ið og farið í rykbað á gólfinu sem er þeim eðlislægt að gera og verið á hænsna- priki, étið og drukkið þar sem þær vilja. Kristinn Gylfi Jónsson

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.