Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 39
29.3. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 39 * Ég hræðist þann dag, þegar tæknin skararfram úr mannlegum samskiptum. Heim-urinn mun þá sitja uppi með kynslóð af kjánum. Albert Einstein HBS er heiti á nýju snjallforriti sem ætlað er að gjörbylta aðgengi lánþega að Hljóðbókasafni Íslands. Með snjallforritinu, sem nálgast má án endurgjalds fyrir Android snjalltæki í Play Store, má nálgast allan bókakost Hljóðbókasafns Ís- lands á fljótlegan og þægilegan hátt í gegnum Android-snjallsíma. Margir lánþegar safnsins eru les- blindir nemendur og geta þeir nú nýtt sér þessa nýjung til að nýta tímann betur, hvort heldur sem er í skólanum, í strætó eða á kaffi- húsi, enda er þráðlaust net víða í boði auk þess farsímanet verða sí- fellt betri. Aðgengi fyrir blinda og sjónskerta er einnig sérlega gott og virkar HBS-snjallforritið vel með íslenskum talgervilsröddum sem eru aðgengilegar í gegnum Android-síma. Snjallforritið er samstarfsverk- efni sem Hljóðbókasafn Íslands og Tæknivörur, sem er umboðsaðili Samsung Mobile á Íslandi standa fyrir. Hugbúnaðarfyrirtækið Stokkur Software hefur veg og vanda af hönnun og forritun snjallforritsins en öll forritun bak- endakerfis var í höndum Pró- gramm ehf. HBS-appið er fáanlegt án endur- gjalds fyrir Android á Play Store. MEÐ BÓKASAFNIÐ Í VASANUM Nýtt snjallforrit bætir aðgengi að hljóðbókum Upplýsingar um HBS forritið má finna á vefnum www.snjallskoli.is. Eitt mest notaða spil sem höfundur þessa pistils hefur eignast um dagana er sjóorrustuspil sem kallaðist Electronic Battleship og gekk fyrir rafhlöðum. Ætli hon- um hafi ekki áskotnast spilið um tíu ára aldurinn en það naut mikillar lýðhylli á árunum í kringum 1980 – og gerir eflaust enn í uppfærðri mynd. Undirtitill spilsins var „a computer memory game with live action and sound“. Þar fyrir neðan hékk orðið „boom“ eins og í lausu lofti. Þið getið rétt ímyndað ykkur að tíu ára gutti hafi tekist á loft þegar þessa merkissmíð rak á fjörur hans. Svo sem sjá má á myndinni sem fylgir skrifinu er spil- ið eftirlíking af haffleti. Hvor leikmaður hefur sitt borð sem skilin eru að af spjaldi. Báðir hafa fimm mismunandi stór skip til umráða, allt frá flugmóðurskipi niður í lítið strandgæsluskip. Stærsta skipið nær yfir fimm reiti á borðinu og það minnsta yfir tvo. Þeim má raða að vild, lóðrétt eða lárétt. Upplagt er að gabba andstæðinginn með því að raða skipunum hlið við hlið eða í vinkil eftir lundarfarinu hverju sinni. Sprengjuhljóð, „blúbb“ og væl Keppendur skiptast á að skjóta hvor á annan í blindni. Velja hnit í stjórnborðinu hjá sér og freista þess að lenda á þilfari eins af skipum andstæðingsins. Takist það gefur spilið frá sér mikið sprengjuhljóð. Missi skotið marks segir spilið einfaldlega „blúbb“, til marks um það að skotið hafi lent í sjónum. Keppendur merkja samvisku- samlega við hnitin sem búið er að reyna á spjaldinu sem skilur borðin að, með rauðum keilum eða hvítum, eftir því hvort skotið hæfði eður ei. Ekki vilja menn skjóta aft- ur á sama staðinn. Hæfi skot má sá leikmaður gera aftur. Og svo koll af kolli þangað til búið er að finna öll skip mótherjans og granda þeim. Þá gefur spilið frá sér ægi- legt væl til marks um fullnaðarsigur. Stígur þá annar keppandinn að vonum mikinn stríðsdans og híar jafnvel á hinn. Ef þannig liggur á honum. Höfðaði jafnt til ungra sem aldinna Electronic Battleship reyndist hin besta skemmtun og óhætt að segja að það hafi verið spilað í drep á heimili pistlahöfundar. Árum saman. Spilið höfðaði til leik- manna af ólíkum kynslóðum og pistlahöfundur minnist margra rimma við föður sinn og aðra fullorðna kepp- endur – sem yfirleitt gáfu ekki þumlung eftir. Enginn er annars bróðir í leik. Sterkt var í Electronic Battleship og þegar pistlahöf- undur vissi síðast var spilið ennþá til í geymslunni hjá móður hans. Eins og svo margt annað frá þessum árum. Spilið enda framleitt á þeim tíma þegar græjur voru hannaðar til að endast. Sú var tíð. orri@mbl.is GAMLA GRÆJAN Electronic Battleship í öllu sínu veldi. Rafræn sjóorrusta Fermingar- tilboð MacBook Air 13” 128GB Fermingartilboð* 189.990.- Fullt verð: 199.990.- MacBook Pro Retina 13”128GB Fermingartilboð* 249.990.- Fullt verð: 269.990.- B ir t m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og ve rð br ey tin ga r. Fe rm in ga rt ilb oð gi ld a til 3. ap ríl 20 15 ,e ða m eð an bi rg ði r en da st . FREYJU PÁSKAEGG NR 6 Fylgir með fyrstu 125 fermingartilboðum*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.