Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.03.2015, Blaðsíða 18
Ferðalög og flakk *Ferðalangar geta valið á milli EasyJet ogIcelandair þegar haldið er til Genfar. Ice-landair flýgur þangað tvisvar í viku frámaí til september. EasyJet flýgur einnigtvisvar í viku, og er flug á áætlun allt framí október. Flugvöllurinn er örstutt frábænum og áður en farið er í gegnum tollinn má finna vél sem skammtar ókeypis lestarmiða niður í miðbæ. Frí lest niður í miðbæ F ólk virðist skiptast í tvær fylkingar þegar kemur að Genf. Þessi snotra og snyrti- lega borg er kannski ekki ið- andi af lífi, en hún er notaleg og örugg og allt gengur fyrir sig af svissneskri nákvæmni. Ferðalangar verða að muna að þó Genf sé ein af miðstöðum alþjóðastjórnmálanna þá er borgin agnarsmá, með aðeins tæplega 200.000 íbúa, og ferða- mennskumöguleikarnir eftir því. Þeir sem heimsækja Genf ættu að reyna að upplifa hið ljúfa svissneska hversdagslíf og kíkja á nokkur söfn og alþjóðastofnanir sem taka vel á móti gestum. Harmur og hetjudáðir Má byrja á safni Rauða krossins. Safnið er vel hannað og segir frá merkilegri sögu og starfi þessara mikilvægu alþjóðasamtaka. Þar gefst tækifæri til að hugleiða hvert mannkynið stefnir og muna að oft er það í verstu hörmungunum sem mannsandinn rís hæst. Örstutt frá safninu eru gömlu höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna, Höll þjóðanna. Þó svo að SÞ hafi eignast nýjar höfuðstöðvar í New York árið 1952 eru enn margir starfsmenn og undirstofnanir al- þjóðastofnunarinnar í Genf. Skoða má húsnæðið með leiðsögumanni en muna þarf að taka með skilríki. Eftir að hafa drukkið í sig al- þjóðapólitíkina ætti ferðalangurinn að rölta í suðurátt, í átt að mið- bænum, og spássera á bökkum Genfarvatns. Þar eru smábátar á ferðinni og gosbrunnurinn frægi, Jet d‘Eau, sést langt að. Í austurhlutanum eru verslanirnar, bæði ódýrar keðjur og rándýrar lúxusbúðir. Gott er að hafa augun hjá sér og svipast eftir góðri súkku- laðibúð, enda kunna Svisslendingar allra þjóða best að gera gott súkku- laði. Bæjarröltið getur svo endað við dómkirkju heilags Péturs í elsta hluta borgarinnar. Saga kirkjunnar nær allt aftur til 12. aldar og ekki úr vegi að setjast niður á kaffihúsi eða veitingastað í nágrenninu og fá sér kaffibolla og makkarónu eða ískaldan bjór. Heimamenn drekka helst Feld- schlossen og Cardinal. Ekki gleyma að Genf er í hjarta Evrópu og stutt að fara, t.d. með lest, til Lyon, Bern og Torínó eða Mílanó. Ljósmynd / Wikipedia -Lional Rajappa (CC) Ef höfuðstöðvar Sameinuðu Þjóðanna eru heimsóttar má m.a. sjá rándýrt loftskraut listamannsins Miquel Barceló. ÁFANGASTAÐUR VIKUNNAR: GENF Hugguleg smáborg í hjarta Evrópu DIPLÓMATABORGIN ER ALÞJÓÐLEGUR SUÐUPOTTUR MEÐ SVISSNESKAN SJARMA Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Í mars ár hvert flykkjast bílaáhugamenn til Genfar en þar er haldin ein virtasta og stærsta bifreiðasýning heims. Margir framleiðendur nota bílasýninguna í Genf til að frumsýna mergjaða kagga og í ár fengu gestir t.d. að berja augum Alfa Romeo 4C Spider, Aston Martin Vulcan, nýjasta Audi R8 og Koenigsegg Regera. Aðdáendur fagurra og hraðskreiðra bíla ættu að fara pílagrímsför á þessa sýningu a.m.k einu sinni á lífsleiðinni. Verst að til að hafa efni á tryllitækjunum þurfa gestir helst að eiga digran sjóð á leynilegum svissneskum bankareikn- ingi. Gosbrunnurinn í Genfarvatni, Jet d’Eau spýtir vatnsbununni hátt í loft og sést langt að. Gamla dómkirkjan stendur í hlýlegu og rótgrónu hverfi þar sem gott er að spássera eða tylla sér á kaffihús. Ljósmynd / Flickr - Geoff Livingston (CC) Ljósmynd / Wikipedia - BriYZZ (CC) ALÞJÓÐLEGA BÍLASÝNINGIN Mekka bíladellufólks
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.