Bókasafnið - 01.06.2010, Side 3
bókasafnið 34. árg. 2010
Landskerfi bókasafna hf.
www.landskerfi.is
gegnir.is er vefviðmót bókasafnskerfis sem hýsir samskrá íslenskra bókasafna. Í samskránni eru
einkum bækur, tímarit, tímaritsgreinar, tónlistarefni og myndefni. Allar prentaðar íslenskar bækur
og íslensk tímarit eru skráð í gegnir.is. Kerfið veitir aðgang að upplýsingum um safnkost flestra
bókasafna landsins, auk þess sem margvísleg þjónusta er í boði fyrir notendur.
Efnisy rlit
4 Einar G. Pétursson
Ritdómur. Willard Fiske, vinur Íslands og
velgjörðamaður
6 Sigrún Klara Hannesdóttir
Þurfti að finna eigin lausnir á öllum vandamálum í
safninu. Viðtal við Guðrúnu Gísladóttur
10 Halldóra Jónsdóttir
Bókasafn Akraness í nýtt húsnæði
14 Guðrún Jónsdóttir og Sævar Ingi Jónsson
Í minningu bókvinar
17 Edda Bryndís Ármannsdóttir
„Geturðu bent mér á góða bók?“
Um ráðgjafaþjónustu við fullorðna lesendur skáldsagna
23 Þórdís T. Þórarinsdóttir
Dewey-flokkunarkerfið og notkun þess á Íslandi
31 Arngrímur Vídalín
Við Prinsessugötu
32 Kristín Bragadóttir, Áslaug Agnarsdóttir og
Þorsteinn Hallgrímsson
Vefir á vegum Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns
36 Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir
Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.
1. desember 1994-2009 – 15 ára afmæli
Frá ritstjóra
Í þessu hefti Bókasafnsins gerumst við svolítið sjálfhverf og birtum grein um tímaritið sjálft sem hóf göngu sína árið 1974. En efnið er annars
fj ölbreytt allt frá ljóðum til langra greina. Lengst er ítarleg grein um Dewey-fl okkunarkerfi ð og notkun þess á Íslandi. Það var fyrst kynnt í
blaðagrein árið 1899, tuttuguogþremur árum eftir að það var fyrst birt á prenti í Bandaríkjunum. Það er nú notað í fl estum bókasöfnum hér
á landi og greinarhöfundur gerir ekki ráð fyrir að á því verði breyting í bráð. Í síðasta hefti var einnig fj allað um fl okkunarkerfi , en þá í víðara
samhengi og horft til nýlegra kenninga þar að lútandi, meðal annars út frá tæknilegri og samfélagslegri þróun á sviði bókasafna og
upplýsingamála.
Breyttir tímar eru borgarbókaverði ofarlega í huga á níræðisafmæli Borgarbókasafns Reykjavíkur, spurningar vakna til dæmis um hversu
stór útlánsþátturinn verður í störfum almenningsbókasafna í framtíðinni. Störfi n á bókasöfnunum breytast, þau sinna í æ ríkari mæli ýmis
konar menningarlegri starfsemi auk bókaútlána, eins og kemur fram í grein um fj ölmenningarlegt starf á Borgarbókasafni. Þessar vangaveltur
kallast líka á við aðra grein um ráðgjafaþjónustu við fullorðna lesendur skáldsagna. Það efni sem bókasöfnin geyma og miðla færist æ meir
í rafrænan búning, rafbækur eru þegar komnar til sögunnar og vefþjónusta er orðinn mikilvægur þáttur í starfsemi bókasafna eins og fram
kemur í umfj öllun um vefþjónustu Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.
Mikilvægt er að nýta þann vettvang sem tímaritið Bókasafnið er til að fj alla um starfsemi bókasafna og upplýsingaþjónustu á breyttum
tímum. En við megum ekki verða svo ölvuð af nýjum möguleikum tækninnar og glæstri framtíðarsýn að við gleymum fortíðinni, án traustrar
undirstöðu hrynur allt, – um það þarf vart að fj ölyrða. Okkur er því hollt að lesa viðtal við elsta núlifandi bókasafnsfræðinginn hér, Guðrúnu
Gísladóttur, og grein um bókavörðinn, bókasafnarann og náttúruunnandann Pál Jónsson. Hið merkilega bókasafn hans er nú að fi nna í
Héraðsbókasafni Borgarfj arðar.
Og þá erum við komin á Vesturland þar sem Bókasafn Akraness er komið í nýtt húsnæði ásamt Héraðsskjalasafni og Ljósmyndasafni
Akraness. Bókasafn Akraness átti líka 145 ára afmæli í nóvember 2009, þannig að Borgarbókasafnið er unglingur hjá því.
Á Vesturlandi eru ýmsar vöggur íslenskra bókasafna og bókmenningar. Upplýsing ætti því að vera vel sett þar með landsfund sinn 2010,
en hann verður haldinn í Stykkishólmi dagana 17. - 18. september. Vonandi sjáumst við þar sem fl est.
Einar Ólafsson
Útgefandi: Upplýsing. Félag bókasafns- og upplýsingafræða
Lyngási 18 | 210 Garðabæ | Sími 864-6220 | Netfang: upplysing@upplysing.is
Veff ang: www.upplysing.is
Prentun: GuðjónÓ – vistvæn prentsmiðja
Veff ang: www.bokasafnid.is
Mynd á kápu er hluti listaverksins Tölum saman, sem meðlimir Söguhringsins
unnu í sameiningu undir handleiðslu listakvennanna Fitore Berisha og Helgu
Arnalds. Verkið er í Borgarbókasafninu í Grófarhúsi í Reykjavík og má sjá það
í heild á ljósmynd á bls. 50.
Bókasafnið • 34. árgangur
júní 2010 • ISSN 0257-6775
39 Sigrún Hauksdóttir og Hildur Gunnlaugsdóttir
Hjartað í Gegni. Nokkrar tölur úr bókfræðigrunni
44 Eva Sóley Sigurðardóttir
Tímaritið Bókasafnið
47 Arngrímur Vídalín
Gíraffinn er á stultum
48 Anna Torfadóttir
Borgarbókasafn Reykjavíkur. Hvað næst?
49 Kristín R. Vilhjámsdóttir
Fljúgandi teppi og önnur fjölmenningarleg ævintýri
á Borgarbókasafni
52 Úlfhildur Dagsdóttir
Líf og fjör í myndasögulandi
53 Cesar Vallejo
Enginn býr núna í húsinu
54 Bækur og líf
58 Afgreiðslutími safna
62 Höfundar efnis
Ritnefnd:
Einar Ólafsson, ritstjóri – bokasafnid.timarit@gmail.com
Kristín Ingunnardóttir, gjaldkeri – kingunnar@gmail.com
Sigurborg B. Ólafsdóttir, ritari – sigurborg@internet.is
Hallfríður Hr. Kristjánsdóttir, vefstjóri – hhk1@bok.hi.is
Áslaug Óttarsdóttir – aslaugo@hi.is
Bókasafnið hefur frá árinu 1989 verið lyklað í Library &
Information Science Abstracts (LISA)