Bókasafnið - 01.06.2010, Page 9
9
bókasafnið 34. árg. 2010
að styrkja okkar réttindi en vildum ekki standa í neinu stríði
við þá. Enginn efast um það lengur að það þurfi menntun í
bókasafnsfræði til að sinna safnstörfum. Skjalastjórar eru
núna mjög virkir og ég var stofnfélagi í Félagi um skjalastjórn.
Það hefur líka verið misskilningur um að skjalamálin snúist
alfarið um gömul skjöl. Það þarf ekki síður að halda vel utan
um ný skjöl. En vissulega er þetta smám saman að verða
viðurkennt.“
Þú varst mjög virk í Kvenréttindafélaginu líka.
Hvernig kom það til?
„Ég var mjög lengi í Kvenréttindafélagi Íslands. Móðursystir
mín, Herdís Jakobsdóttir, var fyrsti formaður Sambands
sunnlenskra kvenna árið 1928 og í gegnum störf hennar
kynntist ég kvenréttindamálum. Ég byrjaði sem ritari á fundum
hjá henni og komst því vel inn í málin og þegar ég flutti til
Reykjavíkur 1944 gekk ég í Kvenréttindafélagið og var í stjórn
þess frá 1952 og sat landsfundi félagsins. Á þessum tíma gátu
allir stjórnmálaflokkar sem áttu menn á þingi tilnefnt fulltrúa
í stjórn Kvenréttindafélagsins. Tvö baráttumál okkar má nefna
hér, en það var að fá sömu laun fyrir sömu vinnu og síðan að
konur fengju að hafa aðskilið skattaframtal. Þessi sameiginlegu
skattaframtöl löttu konur til að fara út að vinna því það hækkaði
skattinn á eiginmanninum. Einu sinni fór ég á svokallaða
Eystrasaltsviku sem haldin var í Austur-Þýskalandi. Þar hitti ég
Bruno Kress sem var gamall kennari minn og hann var okkur
innan handar með þýskuna. Ég átti að segja fréttir frá Íslandi
en þá var nýbúið að samþykkja lög þess eðlis að allir ættu að fá
sömu laun fyrir sömu vinnu. Þetta vakti mikla athygli og ég var
mjög hissa að sjá að við vorum framarlega í þessum málaflokki.
En samt er enn verið að ræða um kvennastörf og karlastörf
hérna hjá okkur. Enn má nefna eitt mál í réttindabaráttunni.
Á Orkustofnun og fleiri ríkisstofnunum var komið upp því
sem kallað var óunnin yfirvinna. Þessa óunnu yfirvinnu fengu
karlarnir fyrst og fremst og sagt var að þeir fengju þessa tíma
fyrir að lesa sér til og halda við þekkingu sinni. Ég sagðist nú
aldeilis þurfa að lesa mér til ekki síður en þeir og svo var tekið
tillit til þess og seinna fengu allir þessa óunnu yfirvinnu.“
Guðrún hefur komið víða við og hún var t.d. í stjórn
Menningar- og friðarsamtaka íslenskra kvenna og í nefnd til
að undirbúa Kvennafrídaginn 1975 og Kvennavikuna 1980.
Þessi frumkvöðull í stétt bókasafnsfræðinga hefur hlotið
margvíslegan heiður fyrir lífsstarf sitt. Má þar nefna að hún
er heiðursfélagi í Kvenréttindafélagi Íslands og Félagi um
skjalastjórn og hún var ennfremur gerð að heiðursfélagi í
Bókavarðafélagi Íslands árið 1997.
Það hefur verið gaman að horfa til baka með Guðrúnu
og rifja upp hversu mörg og flókin verkefni þurfti að leysa
á frumbýlingsárum rannsóknarbókasafns fyrir 50 árum.
Hvernig leita þurfti lausna fyrir notendur safna fyrir tíma
tölvuvæðingarinnar, án netsins og án allra þeirra þæginda sem
okkur finnst sjálfsagt að séu við hendina núna til að létta okkur
störfin. Við þökkum Guðrúnu fyrir spjallið og óskum henni til
hamingju með stórafmælið sem verður seinna á árinu 2010.
Abstract
Had to find own solutions to all the library problems
Gudrun Gisladottir, who will be 90 later this year, describes her
life and career. She finished secondary school in 1941 but for
family reasons she had to postpone further education and care
for her four boys. In the early 1950s she was employed by the
Icelandic Energy Institute to work with mapping out energy
resources of the highlands of Iceland. Gradually she became
involved with the library which she classified according to a
German version of the UDK (Universal Decimal Classification)
system. This was the beginning of systematic organization of
special libraries in Iceland. Gudrun enrolled in the University of
Iceland in 1964 to study librarianship and finished her studies
with the creation of a union catalogue of research journals in
government institutions. As one of the pioneers in Icelandic
research librarianship she had to develop her own solutions
to all issues that came up in her library. Gudrun became a
founder of the Association of Professional Librarians in 1973
and the Icelandic Records Management Association –IRMA in
1988. She has received honorary membership from Upplysing
- The Icelandic Library and Information Science Association as
well as the Icelandic Women’s Rights Association.
Á Bókasafni Orkustofnunar Siglinde Sigurbjarnarson horfir til Helgu
Sveinbjörnsdóttur tækniteiknara, Jón Ingimarsson verkfræðingur
blaðar í kortum.
Á Bókasafni Orkustofnunar. Guðrún situr við símann, Erla Sigþórsdóttir
stendur með bolla í höndum og til myndasmiðsins lítur Páll Ingólfsson.