Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Side 12

Bókasafnið - 01.06.2010, Side 12
12 bókasafnið 34. árg. 2010 Stærsta sérsafnið er þó bókakostur um landafræði Íslands og undirgreinar hennar. Ferðabækur eru snar þáttur í þessari grein, ferðir erlendra manna um Ísland. Þess má geta að mjög hefur verið vandað til bands og annars frágangs á bókum safnsins og eiga flestir færustu handverksmenn í bókbandi sér minnisvarði í þessu bókasafni. Í Haraldssafni eru bækur úr Leirárgarða- og Beitistaðaprenti, en hluti af þeim ritum komu úr einkasafni sr. Björns Jónssonar fyrrverandi sóknarprests á Akranesi. Bókasafn Akraness veitir notendum sínum margvíslega þjónustu. Auk útlána í safninu sjálfu stendur bókasafnið meðal annars fyrir sögustundum fyrir börn og safnkynningum fyrir grunnskólanemendur. Einnig geta hópar óskað eftir safnkynningum. Sérstök heimsendingarþjónusta er við sjúka og aldraða, bókasafnsþjónusta við heimilisfólk á dvalarheimili aldraðra og sjúklinga á sjúkrahúsinu, útlánaþjónusta við áhafnir skipa og millisafnalánaþjónusta svo eitthvað sé nefnt. Gestir safnsins geta komist í tölvur á safninu (netkaffitölvur) og í safninu er þráðlaust net fyrir eigendur fartölva. Söfnin á Dalbraut 1 vinna sameiginlega að sýningum ýmist í safninu sjálfu eða annars staðar. Söfnin afla sér styrkja til að standa straum að sýningahaldi og hefur Menningarráð Vesturlands verið okkar helsti styrkveitandi. Í bókasafninu eru 5,3 stöðugildi. Þar af eru tveir bókasafnsfræðingar, forstöðumaður og deildarstjóri. Tímabundið hefur verið dregið úr starfseminni vegna efnahagsástands í þjóðfélaginu, stöðuhlutföll minnkuð og afgreiðslutími styttur. Þá hefur ekki verið ráðið í tímabundin forföll. Héraðsskjalasafnið og Ljósmyndasafnið eru saman um stöðugildi en af og til hefur fólk verið ráðið í átaksverkefni. Samstarf safna, Akraborg Í kjölfar viljayfirlýsingar menningarmálanefnda Akraneskaup- staðar og Borgarbyggðar árið 2007 um samstarf á sviði menningarmála hafa Bókasafn Akraness og Héraðsbókasafn Borgarfjarðar gert með sér það samkomulag að eigi lánþegi gilt skírteini í Bókasafni Akraness getur hann nýtt sér þjónustuna í Héraðsbókasafni Borgarfjarðar og öfugt. Þetta hefur mælst vel fyrir og lánþegar eru duglegir að notfæra sér þennan möguleika. Héraðsskjalasafn Akraness Héraðsskjalasafn Akraness var stofnað 27. apríl 1993. Umdæmi safnsins er Akraneskaupstaður. Héraðsskjalasafnið og Ljós - mynda safnið hafa saman skrifstofu í norðurenda hússins og aðstöðu fyrir starfssemi sína. Þar eru skjalageymslur safnsins og grúskherbergi fyrir gesti skjalasafnsins. Ljósmyndasafn Akraness Ljósmyndasafn Akraness var stofnað 28. desember 2002 í tilefni af 60 ára afmæli kaupstaðarins. Fyrsta framlag til safnsins kom frá feðgunum Helga Daníelssyni og Friðþjófi Helgasyni. Hlutverk Ljósmyndasafns Akraness er að safna, skrá og varðveita ljósmyndaefni svo sem ljósmyndir, glerplötur, filmur og skyggnur sem og önnur gögn og skjöl sem tengjast greininni og hafa menningarsögulegt gildi og varpa ljósi á sögu Akraness. Safnið tekur við og varðveitir efni frá fyrirtækjum, stofnunum og einkaðilum sé þess óskað. Þá hefur það jafnframt það hlutverk að festa samtímasögu kaupstaðarins á mynd sem og að afla skipulega heimildaljósmynda um sögu hans. Markmið Ljósmyndasafns Akraness er að gefa heildarmynd af þeirri ljósmyndamenningu sem stunduð hefur verið í bænum frá því að byrjað var að taka ljósmyndir á Akranesi. Í tengslum við stofnun Ljósmyndasafns Akraness var vefur Ljósmyndasafns Akraness opnaður en á honum eru myndir safnsins gerðar almenningi aðgengilegar. Vefurinn er hannaður af Jóhanni Ísberg og er vistaður hjá Nepal í Borgarnesi en vefstjóri er Gerður Jóhanna Jóhannsdóttir, deildarstjóri í héraðsskjala- og ljósmyndasafni. Á vef Ljósmyndasafns Akraness eru nú um 25.000 myndir eftir stóran hóp ljósmyndara. Vefurinn er gagnvirkur að því leyti að þegar myndir eru skoðaðar er gefinn kostur á að senda safninu upplýsingar um myndina. Hefur þetta verið ómetanleg hjálp við upplýsingaöflun og hafa margir haft gaman af. Vefslóðin er http://ljosmyndasafn.akranes.is/ Geymslur safnanna Hjólaskáparnir í geymslu eru framleiddir hjá Sarpsborg Metal AS í Noregi og keyptir hjá Ísold ehf. Skáparnir eru rafdrifnir og skiptast í tvær einingar, skjalasafn /ljósmyndasafn annars Séð yfir útlánasal. Ljósmynd: Halldóra Jónsdóttir. Barnadeildin. Ljósmynd: Halldóra Jónsdóttir.

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.