Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 19

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 19
19 bókasafnið 34. árg. 2010 kortleggja starfið og gera það framkvæmanlegt. Afrakstur vinnunnar var bókin Talking with readers en henni er ætlað að vera handbók fyrir starfsfólk bókasafna. Þar eru sú þekking, færni og viðhorf, sem greining sýndi fram á að góður ráðgjafi þyrfti að búa yfir, skilgreind í 130 liðum sem skiptast niður á fjögur svið starfshæfni: 1) Bakgrunnur í skáldsögum og öðrum bókmenntum, 2) skilningur á fólki sem lesendum og lesendum sem fólki, 3) skilningur á aðdráttarafli bóka og 4) sjálf framkvæmd ráðgjafaþjónustunnar. Í handbókinni eru sviðin útskýrð ítarlega. Saman við þetta er fléttað leiðbeiningum um starfshætti og sjálfsmat ásamt ýmsum æfingum. Sérstakur kafli er ætlaður stjórnendum safna sem vilja koma á skipulagðri ráðgjafaþjónustu eða meta þá þjónustu sem til staðar er. Smith (2000) gengur, samkvæmt hefðinni, út frá því að besta leiðin til ráðgjafar sé augliti til auglitis. Neil Hollands (2006) setur hins vegar spurningarmerki við þessa ályktun sem og aðrar ályktanir sem sérfræðingar byggja leiðbeiningar um ráðgjafaþjónustuviðtal á. Hollands telur þær byggja á forsendum sem sjaldan eigi sér stoð í hinu daglega lífi á bókasafni. Hinar röngu forsendur eru: 1) Að viðskiptavinir leiti til bókasafns- og upplýsingafræðinga með fyrirspurn um lesefni. 2) Að sá sem leitað er til sé rétta manneskjan til að svara fyrirspurninni. 3) Að nægar upplýsingar fáist úr viðtalinu til að veita góða ábendingu. 4) Að nægur tími sé til að veita þjónustu. 5) Að auðvelt sé að nota nauðsynleg hjálpartæki í viðtalinu. 6) Að ráðgjafaþjónustuviðtal augliti til auglitis sé skráð á fullnægjandi hátt og veiti tækifæri til eftirfylgni. Hollands setur fram tillögur að betrumbættum leiðbeiningarreglum þar sem samskiptin við lesandann hefjast ekki augliti til auglitis heldur með því að hann lýsir bókmenntasmekk sínum á eyðublaði. Leiðbeiningum um þjónustu sem byggir á eyðublaði útlistar Hollands ítarlega og skiptir í sex þætti sem í stuttu máli eru: 1) Þjálfa ráðgjafateymi. 2) Hanna eyðublað. 3) Koma eyðublaðinu í hendur lesenda. 4) Fá til baka útfyllt eyðublað og koma því í réttar hendur. 5) Svara eyðublaðinu. 6) Skrá framkvæmdina og fylgja eftir. Ráðgjafaþjónustuviðtöl á Internetinu Ráðgjafaþjónusta við lesendur á Internetinu veitir ýmis sóknarfæri og getur haft ýmsa kosti í för með sér fyrir lesendur. Flest söfn nú til dags bjóða upp á fyrirspurnaþjónustu á vefsíðum sínum. Samskiptin fara þá fram með tölvupósti og falla inn í aðra upplýsingaþjónustu. Fyrrnefndar tillögur Hollands að eyðublaði í stað viðtals augliti til auglitis byggir hann á vinnu sinni við að koma slíkri þjónustu á laggirnar við Williamsburg Regional Library í Virginíu í Bandaríkjunum. Þjónustan þar hefur hlotið nafnið Looking for a good book og hefur unnið til verðlauna. Viðskiptavinir fylla út eyðublað á vefsíðu safnsins og fá sendan tölvupóst með uppástungum að bókum. Þeir geta svo haldið samskiptunum áfram og fengið fleiri uppástungur með eyðublaði sem ætlað er til eftirfylgni og tekur stuttan tíma að fylla út (Williamsburg Regional Library, 2009). Könnun safnsins árið 2004 meðal viðskiptavina sem nýttu sér Looking for a good book-þjónustuna sýndi mikla ánægju með hana og að 97 prósent þeirra væru tilbúnir til að mæla með henni við vini. Wyatt (2008) telur ókostinn við rafræn eyðublöð vera tímann sem það tekur að útvega fullnægjandi svör og bendir á að það leiði til þess að minni tíma sé varið í aðra ráðgjafaþjónustuvinnu, þar með talið að þjóna viðskiptavinum augliti til auglitis. Aftur á móti veiti eyðublöðin breiðari þjónustu, framúrskarandi þjálfun fyrir starfsfólk og ígrundaðri svör. Trott (2005) telur aðaláskorunina fyrir bókasafns- og upplýsingafræðinga vera að hanna eyðublað sem safni nógum upplýsingum án þess að notanda fallist hendur við að útfylla það. Annað tilbrigði við ráðgjafaþjónustuviðtalið er hið svokallaða spjall (e: chat) sem hægt er að bjóða upp á á vefsíðum bókasafna. Þekktasta dæmið um slíka þjónustu er líklega ReadThisNow sem er samstarfsverkefni almenningsbókasafna í Ohio í Bandaríkjunum og er í boði allan sólarhringinn fyrir íbúa ríkisins (State Library of Ohio, 2009). Hjálpartæki ráðgjafaþjónustunnar Þeir sem sinna ráðgjafaþjónustu við lesendur geta hvorki lesið allar skáldsögur né munað allt sem þeir hafa lesið. Því er nauðsynlegt að hafa ýmis hjálpargögn við hendina í sjálfu ráðgjafaþjónustuviðtalinu sem og öðru starfi sem tilheyrir þjónustunni. Mikið er til af hjálpartækjum sem eru ýmist beinlínis ætluð faginu eða nýtast því þó að þau hafi verið hönnuð í öðrum tilgangi, svo sem sölusíður bókaútgefenda, bókmenntarit og bókadómar í tímaritum. Útgáfa tengd ráðgjafaþjónustu við lesendur hefur aukist mikið á síðastliðnum tveimur áratugum, jafnt á prenti sem á rafrænu formi, og auðvelt er að nálgast ýmis hjálpartæki á Internetinu. Hér skal litið á helstu tegundir og reynslu af notkun þeirra. Árið 2004 kannaði nefnd um ráðgjafaþjónustu við lesendur á vegum The Reference and User Services Association (RUSA) framboðið og gaf í kjölfarið út gagnlegan lista yfir þau átta rit sem hún taldi ómissandi í ráðgjafaþjónustu við lesendur almennt. Nefndin bendir einnig á fleiri og sérhæfðari bækur sem veita betri aðgang að ákveðnum sagnategundum, alls um 200 rit (CODES, 2004). Rafræn hjálpartæki: Gagnagrunnar og vefsíður Á allra síðustu árum hefur rafrænum hjálpartækjum fjölgað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.