Bókasafnið - 01.06.2010, Qupperneq 21
21
bókasafnið 34. árg. 2010
um bókmenntir og hjálpa lesendum þannig að hjálpa hver
öðrum. Auðvelt sé orðið að bæta efni frá viðskiptavinum
inn í rafrænu bókaskrána eða bjóða upp á tengla úr henni í
frekari upplýsingar. Eitt af söfnunum sem eru í farabroddi
í umbreytingunni sé Ann Arbor District Library í Michigan í
Bandaríkjunum (vefslóð safnsins: www.aadl.org).
Donahue (2008) spáir því að merkingar (e: social tagging,
folksonomy o.fl.) og tillögukerfi (e: recommendation/
recommender system) séu þeir eiginleikar annarrar kynslóðar
Internetsins sem hvað mest áhrif munu hafa á ráðgjafaþjónustu
við lesendur í nánustu framtíð og leggur áherslu á að skoða
þurfi kosti þeirra og galla.
Sjá má fyrir sér að sú gagnvirkni, þekking á viðskiptavinum
(e: customer knowledge) og félagsnet sem vefsíður á borð við
LibraryThing og Shelfari byggja á skapi bókasöfnum tækifæri
til að bæta gæði og auka fjölbreytni ráðgjafaþjónustu
við lesendur. Hægt er að safna saman á einn vettvang
upplýsingum frá lesendum, hjálpartækjum og tenglum sem
hæfa viðskiptavinum á þjónustusvæði safnsins. Með því geta
þau komið á tengslum milli bókaunnenda á því svæði sem
safnið þjónar og stutt við lestrarsamfélög.
Almenn félagsnet, svo sem Facebook, verða sífellt vinsælli
meðal almennings. Evans (2007) telur að almenningsbóka-
söfnin verði að taka þátt í þeirri þróun. Hann bendir þó á að
ekki sé nóg fyrir söfnin að skrá sig á vefsíðurnar heldur þurfi
þau að skapa sér sess þar, vera frumleg og bjóða upp á gagn-
legt efni. Þau eigi að nýta félagsnetin til að koma upplýsingum
um safnkost, þjónustu og viðburði til fólks, vera með tengla
í bókaskrána, gagnagrunnasíðuna og annað rafrænt efni og
síðast en ekki síst svara fyrirspurnum. En áhugi fólks á að deila
hugsunum sínum um bækur kemur meðal annars fram í því
að félagsnetin skuli bjóða upp á viðbætur fyrir bókaunnendur
svo sem Virtual bookshelf á Facebook.
Lokaorð
Í hugmyndum og leiðbeiningarreglum sérfræðinga um
vel heppnaða ráðgjafaþjónustu við fullorðna lesendur
skáldsagna kemur fram sú fagkunnátta, þekking og þjálfun
sem sá er sinnir þjónustunni þarf að búa yfir. Vinnan
krefst auk þess innsæis, tíma, samskiptahæfni og ekki síst
brennandi áhuga á skáldsögum og lesendum þeirra. Einnig
kemur skýrt fram hversu ólíkt ráðgjafaþjónustuviðtalið er
öðrum upplýsingaviðtölum. Það fylgir ekki ákveðnu mynstri
og bókasafns- og upplýsingafræðingurinn getur hvorki flett
upp hvað „góð bók“ er né fundið „rétta svarið“ við fyrirspurn
lesandans. Í raun er fremur um samtal að ræða þar sem
ráðgjafinn og viðskiptavinurinn reyna saman að komast að
því hvernig bók gæti hentað þá stundina.
Niðurstöður rannsókna (May o.fl. 2000) benda til þess að
fagkunnáttu og þjálfun bókasafns- og upplýsingafræðinganna
sé ábótavant og að leiðbeiningarreglur sérfræðinga nýtist
ekki sem skyldi. Vöntun hefur verið á yfirfærslu þekkingar í
framkvæmd en hagnýtar tillögur að stöðlun, skipulagningu,
þjálfun og rafrænum ráðgjafaþjónustuviðtölum hafa mælst
vel fyrir þar sem þær hafa verið nýttar (Smith, 2000; Hollands,
2006).
Niðurstöður rannsókna sýna að þrátt fyrir úrval rafrænna
hjálpartækja virðast þau prentuðu enn halda velli og að ekkert
eitt þeirra er hið eina sanna. Öll átta hjálpartækin sem RUSA
nefndin taldi nauðsynleg í ráðgjafaþjónustu eru prentuð og
aðeins eitt þeirra einnig til á tölvutæku formi (CODES, 2004).
Gagnagrunnar og vefsíður eru í örri þróun, sem á ekki síst
rætur að rekja til annarrar kynslóðar Internetsins. Áhrif hennar
á ráðgjafaþjónustu við lesendur virðast enn lítið hafa verið
rannsökuð þó að bókasöfnin séu farin að nota hana. Hún
veitir möguleika á að víkka hlutverk ráðgjafaþjónustunnar
út og er vettvangur fyrir samræður og upplýsingaflæði á
milli fullorðinna unnenda skáldsagna. Á þeim vettvangi gæti
bókasafns- og upplýsingafræðingurinn verið nokkurs konar
samskiptastjóri, milliliður og skipuleggjandi upplýsinga.
Það að markaður skuli vera fyrir fjölda vefsíðna og félagsnet
tileinkuð bókum og bókaunnendum er ábending til
almenningsbókasafna um að lesendur vilji ólmir tala um
bækur og „bera saman bækur sínar“.
Þjónusta hvers safns mótast af umlykjandi menningu
og samfélagi og þarf stöðugt að laga að sig þörfum
viðskiptavinahópsins. Ég vona að grein þessi og ritgerðin sem
hún byggir á veiti bakgrunnsupplýsingar og verði fagfólki og
nemum hvatning til rannsókna á efni tengdu þessu sviði í því
augnamiði að bjóða upp á skipulagða úrvalsþjónustu sem
miðast við þarfir viðskiptavina íslenskra safna
Abstract
„Can you help me find a good book? “:
Readers’ advisory services to adult fiction readers
Readers’ advisory services are widely known in public libraries
and have been a popular topic in the trade journals in recent
years. Studies show that, despite the instructions of specialists
libraries, service staff still has difficulty with the application
of these services and the use of its tools. This has led to
proposals for the standardization and organization of the
service. Selection, diversity and quality of electronic aids keep
advancing but research hasn’t shown any one to be the ideal.
Commercial webpages have often proved a better alternative
than specialized databases of the library and information
profession. The internet and its technical innovations give
the public library the chance to provide fiction readers with
a better and more comprehensive service. However there
is an urgent need for research for optimal utilization of the
technology.
The article is based on the author’s BS thesis in library and
information sciences from the University of Iceland.