Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Síða 26

Bókasafnið - 01.06.2010, Síða 26
26 bókasafnið 34. árg. 2010 Eins og sjá má á töflunni hér að ofan hefur notkunin verið aðlöguð síðar og er útfærslan nú á nokkuð annan hátt en í þýðingu Jóns Ólafssonar. Aðrar þýðingar Dewey-kerfisins á Íslensku Hálf öld leið þar til næsta þýðing kerfisins leit dagsins ljós en það var árið 1952 þegar þeir félagar dr. Björn Sigfússon og Ólafur F. Hjartar gáfu út bók sína Bókasafnsrit 1. Myndunar- og skráningarstörf með fulltingi menntamálaráðuneytisins. Í bókinni var fjallað um flokkun og ágrip af Dewey-kerfinu birt í þýðingu ásamt efnislykli. Fljótlega eftir að embætti bókafulltrúa ríkisins var stofnað var gefið út ritið Leiðbeiningar um flokkun og skráningu bóka (Guðmundur G. Hagalín, 1955). Ritið var ætlað litlum bókasöfnum og þýðingin mun ágripskenndari en áðurnefnd þýðing þeirra Björns og Ólafs. Nokkrum árum síðar eða 1961 gaf bókafulltrúi út ritið Um almenningsbókasöfn – fræðsla og bendingar um skipan þeirra og rekstur (Guðmundur G. Hagalín) þar sem er að finna heldur ítarlegri útdrátt úr kerfinu. Bæði ofangreind rit byggðu á Bókasafnsriti þeirra Björns og Ólafs sem þótti of ítarlegt fyrir lítil bókasöfn. Nánast strax eftir stofnun Bókavarðafélags Íslands (BVFÍ) árið 1960 var af stjórn félagsins „skipuð nefnd til þess að ganga frá reglum um flokkun fyrir íslenzk bókasöfn“ (Dewey, 1970, bls. 7). Tíu árum síðar var þýðing kerfisins, sem byggðist á 16. (frá 1958) og 17. (frá 1965) óstyttu útgáfunni, gefin út hjá bókafulltrúa ríkisins að tilhlutan BVFÍ sem fékk leyfi rétthafa fyrir útgáfunni sem í formála er kölluð „útdráttur úr kerfinu“ (Dewey, 1970, bls. 8) enda mikið stytt. Það að stuðst var við tvær útgáfur helgaðist af því að verkið dróst á langinn og „þótti nefndarmönnum einsýnt að taka bæri tillit til ýmissa breytinga, sem gerðar höfðu verið síðan 16. útgáfan birtist“ (Dewey, 1970, bls. 7). Þetta er í fyrsta skipti sem kerfið er gefið út í bókarformi hér á landi og hefur vafalaust verið mikill fengur að því fyrir íslensk bókasöfn. Næsta þýðing kerfisins var svo gefin út 17 árum síðar eða 1987 og byggðist aðallega á 11. styttu útgáfu þess (frá 1979) en að nokkru var stuðst við forprent af 12. útgáfunni sem þá var í undirbúningi (Dewey, 2002). Samstarfsnefnd um upplýsingamál stóð að útgáfunni en Flokkunarnefnd bóka safna annaðist ritstjórn og þýddi jafnframt meginhluta verksins en nefndin hafði verið skipuð árið 1980 (Dewey, 1987). Miðað við næstu útgáfu á undan var þessi útgáfa miklu ítarlegri. Þriðja þýðingin í bókarformi kom svo út árið 2002 eða réttum 100 árum eftir að þýðing Jóns Ólafssonar birtist í Tímariti Hins íslenska bókmenntafélags. Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn stóð að útgáfunni. Útgáfan hafði verið lengi í vinnslu en vinna við hana var hafin strax um 1990 (Þórdís T. Þórarinsdóttir, 1992a). Útgáfan er nokkuð nákvæm þýðing á 13. styttu útgáfunni frá 1997 en að einhverju leyti höfð hliðsjón af 14. útgáfunni sem var þá í vinnslu (Dewey, 2002). Þetta er langítarlegasta útgáfan á íslensku fram til þessa og endurspeglar hún í flestum tilvikum frumgerðina enda var kveðið á um í útgáfusamningi „að efnistök séu í sem mestu samræmi við alþjóðlegu (amerísku) útgáfuna“ (Dewey, 2002). Þróunin hefur jafnan verið sú að hver ný þýðing Dewey- kerfisins á íslensku hefur verið ítarlegri og vandaðri en sú næsta á undan. Mikill fengur hefur verið að öllum þýðingunum fyrir íslensk bókasöfn og þær stuðlað að aukinni fagmennsku og samræmingu í flokkun. Einnig hefur það auðveldað flokkunarstörfin að hafa kerfið á móðurmálinu. Þýðingarnar hafa jafnan verið mjög lengi í vinnslu sem stafar af því að þýðingarstörfin voru að jafnaði unnin meðfram öðrum störfum á söfnunum en hve þýðingarnar voru lengi í vinnslu hlýtur að hafa orsakað tvíverknað þegar ný útgáfa kerfisins sem taka þurfti tillit til kom út áður en verkinu lauk. Samanburður á umfangi þýðinga Eins og glögglega má sjá á töflunni hér að neðan hefur mikil þróun orðið á umfangi og þar með nákvæmni þýðinga Dewey- kerfisins á íslensku. Yfirlit yfir þýðingar Dewey-kerfisins á íslensku Nr. Ár Útgáfuform Bls.-fjöldi Umfang og ítarleiki 1 1902 Tímaritsgrein 8 Ágrip - hluti tímaritsgreinar 2 1952 Bókarkafli 19 Ágrip en með efnislykli 3 1955 Bæklingur 8 Enn meiri stytting án efnislyklils fyrir lítil bókasöfn 4 1961 Bæklingur 12 Heldur ítarlegri en fyrri bæklingur 5 1970 Bók (leyfi) 174 Byggð á 16. & 17. óstyttu útg., stytt - nánast útdráttur 6 1987 Bók (leyfi) 571 Byggð á 11. styttu útg. kerfisins, en meira stytt 7 2002 Bók (leyfi) 993 Þýðing á 13. styttu útg. kerfisins frá 1997 Íslenskir valkostir Dewey-kerfið býður upp á ýmsar staðfæringar fyrir hvert tungumál og land um sig. Sem dæmi má nefna að taka má flokkstölu bandarískrar ensku í bandarísku útgáfunni undir þjóðtungu þess lands sem kerfið er notað í. Bandarísk enska er þá flokkuð með breskri ensku. Viðkomandi tungumál fær þá flokkstölu fyrir bandarískar bókmenntir (810) sem eru í því tilviki flokkaðar með breskum bókmenntum (820). Einnig hafa ýmsar aðrar tilfærslur og breytingar verið gerðar – sérstaklega í fyrri útgáfum – en í íslensku útgáfunni frá 2002 er lítið um aðrar breytingar á kerfinu að ræða en fyrir íslensk sérsvið enda er ekki mælt með þeim hjá aðalritstjórn kerfisins. Útvíkkanir kerfisins, til dæmis í flokkun landsvæða, eru leyfðar í samráði við aðalritnefnd kerfisins. Gert er að skilyrði að öll frávik frá bandarísku útgáfunni önnur en útvíkkanir séu auðkennd sérstaklega. Í íslensku útgáfunni frá 2002 eru slíkar breytingar auðkenndar með tákninu # (tvíkross eða milla).

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.