Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 27
27
bókasafnið 34. árg. 2010
400 Tungumál - Valkostir og breytingar
Hér að neðan má sjá frávik íslensku útgáfu kerfisins frá 2002
frá bandarísku útgáfu Dewey-kerfisins í málvísindum. Frávik
frá bandarísku útgáfunni eru auðkennd með #.
Íslenska Dewey-útgáfan, 2002 Óstytta bandaríska útgáfan, 2003
400.1 #Heimspeki & kenningar
401 #Málvísindi
410 #Íslenska
439.6 #Norska
439.69 #Færeyska
439.8 #Danska
400.1 Ekki notað
401 Heimspeki & kenningar
410 Málvísindi
439.82 Norska
439.699 Færeyska
439.81 Danska
Á töflunni hér að ofan má sjá samanburð á íslensku útgáfu
Dewey-kerfisins (Dewey, 2002) og nýjustu bandarísku óstyttu
útgáfunni (Dewey, 2003). Vinstra megin er sú íslenska og
hægra megin sú bandaríska. Eins og sjá má hafa nokkrar
tilfærslur og breytingar verið gerðar til að auka vægi
íslenskunnar með því að hafa hana framar í flokknum og
gefa henni styttri tölu. Í bandarísku útgáfunni (Dewey, 2003)
fær íslenska stofntöluna 439.69. Í íslensku útgáfunni hefur
flokkstölum nokkurra tungumála grannþjóðanna einnig verið
hnikað til og tölurnar styttar. Í styttu bandarísku útgáfunni
sem þýtt er úr (Dewey, 1997) eru danska og norska til dæmis
hafðar saman í flokknum 439.8 en hér á landi kjósa bókasöfn
að aðgreina þessi tungumál.
800 Bókmenntir - Valkostir og breytingar
Það sama er uppi á teningnum í flokkun bókmennta. Þar hefur
einnig verið notuð heimild til að gefa íslensku efni meira vægi
með styttri flokkstölu. Hér að neðan má sjá þær breytingar sem
gerðar hafa verið. Frávik frá bandarísku útgáfunni auðkennd
sérstaklega (með #).
Íslenska útgáfan frá 2002 Óstytta útgáfan frá 2003
810 #Íslenskar bókmenntir
819 #Fornbókmenntir [íslenskar]
820 #Enskar, amerískar bókmenntir
839.6 #Norskar bókmenntir
836.69 #Færeyskar bókmenntir
839.79 #Finnlandssænskar
bókmenntir
839.8 #Danskar bókmenntir
810 Amerískar bókmenntir
á ensku
(819) Amerískar bókm. á
ensku, s.s. kanadískar
820 Enskar og fornenskar
bókmenntir
839.82 Norskar bókmenntir
839.699 Færeyskar bókmenntir
Engin sérstök flokkstala
839.81 Danskar bókmenntir
Útvíkkanir í íslenskum útgáfum Dewey-kerfisins
Breytingar og aðlaganir miða oftast að því að stytta flokkstölur
svo þær verði meðfærilegri í samsetningum. Þetta kemur
sérstaklega sterkt fram í Hjálpartöflu 2, Landstölum (Table 2) í
kerfinu, sem tekur til landsvæða og svæðisbundinna talna, en
tölum úr þeirri töflu er skeytt aftan við tölur úr aðaltöflunum
til að fá nákvæmari flokkun.
Hjálpartafla 2 – Landstölur: Ísland
Landstölur eru notaðar með tölum úr aðaltöflum Dewey-
kerfisins (skeytt aftan á tölur úr aðaltöflunum). Í hjálpartöfl-
unum sjálfum og í efnislyklinum eru tölur úr hjálpartöflunum
auðkenndar með þankastriki (–) framan við töluna til að leggja
áherslu á að slíkar tölur eru aldrei notaðar einar sér. Í banda-
rísku útgáfu Dewey-kerfisins er stofntala landstölu Íslands
–4912 en í íslensku útgáfunni (Dewey, 2002) er stofntalan
stytt í –491 til að stytta þær flokkstölur úr aðaltöflunum sem
landstölu er skeytt aftan á.
Dæmi um útvíkkun landstölu Íslands í þýðingunni frá 2002
(Dewey, 2002)
–491 Landstala Íslands úr (hjálpar)töflu 2
–491 3 Vesturland (landshluti)
–491 31 Mýra- og Borgarfjarðarsýsla (sýsla)
–491 311 Akranes (bær)
Landstölutaflan er þannig aukin verulega í íslensku
útgáfunni frá 2002. Eins og áður getur hefur stofntalan
jafnframt verið stytt til að samsetningar verði meðfærilegri.
Engir undirflokkar eru í bandarísku útgáfunni sem þýtt er úr
en 53 í þeirri íslensku.
Dæmi um notkun landstölu Íslands með aðaltöflum
Land/
svæði
Lands-
tala
Kirkju-
saga
Jarð-
fræði
Landa-
fræði
Mannkyns-
saga
(270) (550) (910) (900)
Evrópa –4 274 554 914 940
Norðurlönd –48 274.8 554.8 914.8 948
Ísland –491 274.91 554.91 914.91 949.1
Útvíkkun Íslandssögu
Íslandssaga er einnig víkkuð verulega út í íslensku útgáfu
kerfisins, sérstaklega í útgáfunni frá 2002, og undirflokkum
bætt inn í. Í nýjustu bandarísku óstyttu útgáfunni (Dewey,
2003) eru sex undirflokkar í sögu Íslands og í þeirri styttu
(Dewey, 2004) er einn. Í íslensku útgáfunni frá 2002 (Dewey,
2002) eru hins vegar 11 undirflokkar sem byggjast á
hefðbundinni skiptingu Íslandssögunnar í tímabil.
Notkun Dewey-kerfisins hér á landi
Dewey-kerfið er notað á flestum bókasöfnum hér á landi en
mjög mismunandi er hvernig kerfinu er beitt og hvaða útgáfa
er notuð. Grunnskólasöfn nota oftast íslenska útgáfu kerfisins
– ekki í öllum tilvikum þá nýjustu. Framhaldsskólasöfn nota
íslenska útgáfu fyrir íslenskt efni (svo sem íslenska tungu,
íslenskar bókmenntir, landafræði og sögu) en stundum
jafnframt óstytta útgáfu fyrir annað efni. Óstytta útgáfan er
þá notuð fyrir allan þorra safnefnis en íslenska útgáfan fyrir
séríslenskt efni. Almenningsbókasöfn nota flest íslenska
útgáfu – en Borgarbókasafn Reykjavíkur hefur þar sérstöðu