Bókasafnið

Ataaseq assigiiaat ilaat

Bókasafnið - 01.06.2010, Qupperneq 37

Bókasafnið - 01.06.2010, Qupperneq 37
37 bókasafnið 34. árg. 2010 í Borgarfirði fyrir varaeintakasafn. Þá eru afrit af stafrænu efni í hýsingu hjá fyrirtækinu Skýrr, um 22 terabyte. Nokkur útibú eru rekin í húsnæði Háskóla Íslands, en þeim fer fækkandi. Þau voru 15 árið 1994 en eru nú 6 talsins. Þá er Kvennasögusafn rekið sem sérstök eining innan safnsins frá árinu 1996 og einnig samstarfsverkefnið Miðstöð munnlegrar sögu frá árinu 2007. Starfsfólk safnsins tekur virkan þátt í þróun bókasafns- kerfisins Gegnis og leitarsíðunnar gegnir.is. Gegnir er sam- starfs verkefni íslenskra bókasafna og er rekinn af Landskerfi bókasafna h.f. sem var stofnað 2001. Nú eru nær 300 bókasöfn sem nota Gegni. Annað samstarfsverkefni íslenskra bókasafna er Landsaðgangur að rafrænum tímaritum og gagnasöfnum og leitarsíðan hvar.is en safnið hefur rekið Landsaðganginn frá árinu 2003 samkvæmt þjónustusamningi við menntamálaráðuneytið. Í Landsaðgangi er aðgangur að um 14.000 erlendum tímaritum og 12 gagnasöfnum og safnið heldur jafnframt utan um aðgang að 1200 rafrænum tímaritum og 23 gagnasöfnum fyrir Háskóla Íslands. Sífellt stærri hluti safnefnisins er nú aðgengilegur á vef, auk þess sem upplýsingar um safnið og ýmiskonar þjónusta færist þangað í auknum mæli. Stafræn endurgerð íslensks safnefnis og miðlun þess á vef hófst í safninu fljótlega eftir sameiningu. Fyrsta verkefnið var kortavefurinn sem var opnaður 1997. Fyrir utan aðalvef safnsins, landsbokasafn.is, er nú haldið úti tólf öðrum vefjum eða upplýsingaveitum. Flest þessi verkefni hafa verið unnin sem samstarfsverkefni, bæði á innlendum og erlendum vettvangi og má þar nefna timarit.is og skemman.is. Unnið er að endurskoðun allra vefja safnsins og að færa þá í samræmt útlit og viðmót. Jafnframt eru í undirbúningi fleiri vefþjónustur og sú næsta í röðinni verður handrit.is í samvinnu við Árnastofnanir í Reykjavík og Kaupmannahöfn. Nú veitir safnið aðgang að meira en þrem og hálfri milljón síðna af íslensku efni í stafrænni endurgerð í Hundrað ára afmælis bókbandsstofu var minnst með sýningu 2008. Þar var sýnd forláta bókaryksuga sem keypt var á fyrstu árum safnsins í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Á myndinni eru Eiríkur Þorláksson, Einar Sigurðsson, Jökull Sævarsson, Bragi Þ. Ólafsson og Elín Pálmadóttir blaðamaður. Starfsmannafélagið Hlöðver stóð fyrir grillveislu í grasagarði Bókhlöðunnar í ágúst 2009. Á myndinni eru m.a. Sólveig Ögmundsdóttir, Kristín Bragadóttir, Þórný Hlynsdóttir, Fanney Sigurgeirsdóttir og Ívar Jónsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bókasafnið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.