Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Side 40

Bókasafnið - 01.06.2010, Side 40
40 bókasafnið 34. árg. 2010 tengja söfn eintök sín við þá bókfræðifærslu. Að meðaltali eru fi mm eintök tengd hverri bókfræðifærslu. Í árslok 2009 voru 947.864 virkar bókfræðifærslur í kerfi nu og 4.646.587 eintök. Bókfræðigrunnurinn er sameign og á sameiginlegri ábyrgð allra aðildarsafna Gegnis. Samræmd vinnubrögð og reglur eiga að tryggja gæði gagnanna. Skráningarráð Gegnis hefur yfi rumsjón með bókfræðigrunninum. Í samningum Landskerfi s bókasafna við hvert aðildarsafn segir: „Skráningarráðið skal setja reglur um bókfræðilega skráningu og ber verkkaupa [aðildarsöfnum] að hlíta þeim reglum, enda sé markmið þeirra að auka gæði bókfræðilegra gagna í kerfi nu.“ Að hverri bókfræðifærslu koma oft á tíðum mörg söfn og margir skrásetjarar og ógerlegt er að eigna einstökum söfnum tilteknar færslur. Heimild til að skrá í kerfi ð er bundin einstaklingi, ekki safni. Forsenda þess að einstaklingur fái skráningarheimild er að vera útskrifaður bókasafns- og upplýsingafræðingur og að hafa sótt sérstakt námskeið um skráningarþátt Gegnis hjá Landskerfi bókasafna. Í árslok 2009 höfðu upp undir 200 einstaklingar fengið skráningarheimild. Þessir einstaklingar starfa hjá u.þ.b. 90 söfnum. Þess ber þó að geta að meirihluti aðildarsafna Gegnis hefur ekki skrásetjara meðal sinna starfsmanna en tengja eintök við fyrirliggjandi bókfræðifærslur. Á hverju byggist tölfræðin? Tölulegar upplýsingar um bókfræðigrunn Gegnis byggjast að mestu á kóðum í markfærslum. Áreiðanleikinn er þess vegna háður vinnulagi gegnum tíðina. Skráningarráð Gegnis setti reglur um lágmarkskóðun haustið 2004 og byggist ákvörðun um val á kóðum á þeim reglum. (Sjá Handbók skrásetjara Gegnis http://hask.bok.hi.is) Rétt er að taka fram að fullkomið samræmi í kóðun er ógerlegt í gagnagrunni á borð við bókfræðigrunn Gegnis. Tölurnar, sem hér er gengið út frá, eru því í samræmi við markfærslurnar í bókfræðigrunninum en skekkjur vegna ónákvæmni, mismunandi vinnulags eða skorts á kóðun liggja milli hluta. Umfang bókfræðigrunnsins Safnkostur aðildarsafna Gegnis er skráður í bókfræðigrunn kerfi sins. Sem vænta má er um að ræða margs konar efni á fj ölbreyttu útgáfuformi. Lesmál er fyrirferðarmest, þ.e. bækur og bókarkafl ar, tímarit og tímaritsgreinar, námsritgerðir, skýrslur o.s.frv. Nálægt níutíu prósent af færslum í grunninum er fyrir prentað lesmál. Færslur fyrir hljóðritaða tónlist nema 7,6%. Hljóðbækur, mynddiskar og myndbönd, handrit, tölvugögn og tæki eru einnig skráð en færslur fyrir það efni eru lítill hluti af heildinni. Um áramót 2009/2010 voru í bókfræðigrunni Gegnis 947.864 virkar færslur. Kerfi ð var tekið í notkun í maí 2003 og frá upphafi höfðu verið vistaðar í því 1.129.610 færslur. Mismunurinn, 181.746 færslur, eru óvirkar færslur. Þeim hefur verið eytt úr kerfi nu en eru teljanlegar vegna þess að númerin hanga óvirk inni. Bókfræðifærslum er eytt þegar gögn eru afskrifuð og stundum þarf að eyða færslum vegna mistaka við skráningu. Drjúgur hluti þessara óvirku færslna á rætur að rekja til þess að færslur fyrir tvískráð efni hafa verið sameinaðar, ýmist vélvirkt eða handvirkt. Búið er að eyða 16% af færslum sem voru vistaðar í kerfi ð frá því í maí 2003 til ársloka 2009. Árið 2009 bættust 41.266 bókfræðifærslur í Gegni. Skylt er að geta þess að samanburður á tölum úr bókfræðigrunninum er varasamur á milli ára. Það á bæði við um heildarfj ölda og árlegar viðbætur. Ástæða þessa er að grunnurinn er breytilegur frá einum tíma til annars. Ekki er einungis bætt við nýjum færslum heldur er stöðugt verið að sameina gamlar færslur fyrir tvískráð efni. Líftími færslna er jafnframt mislangur vegna grisjunar á safnkosti aðildarsafna Gegnis og þar með grisjunar í bókfræðigrunninum. 67%   8%   2%   16%   3%   4%   Útgáfuform   Árslok  2009   Bækur   Tónlist   Myndefni   Greinar  og  bókarkaflar   Námsritgerðir   Annað   Mynd 2: Útgáfuform, árslok 2009. Bókfræðifærslur í Gegni í árslok 2009. Gróf hlutfallsleg skipting eftir útgáfuformum. Útgáfuformið ,,Bækur“ inniheldur hér allar mónógrafíur aðrar en námsritgerðir frá íslenskum háskólum, þ.e. skýrslur, rafrænar bækur og doktorsritgerðir auk bóka í algengasta skilningi þess orðs. Undir ,,Tónlist“ fellur hljóðrituð tónlist á plötum/diskum/snældum, stök hljóðrituð lög og nótur. ,,Greinar og bókarkafl ar“ eru tímaritsgreinar og stakir kafl ar í bókum. Undir ,,Annað“ falla tímarit, hljóðbækur, kort, handrit, tölvugögn og tæki. Samtals eru þetta 947.684 titlar. Gögn fyrir alla aldurshópa Gegnir er samskrá allra tegunda bókasafna og gögnin, sem þar eru skráð, eru ætluð fj ölbreyttum hópi, börnum jafnt sem fullorðnum. Notkun gagnanna snýst um ýmiss konar fræðslu og afþreyingu, nám á öllum skólastigum og rannsóknir á fj ölmörgum fræðasviðum. Samkvæmt mynd 3 eru fj ögur prósent af heildarfærslufj ölda í Gegni fyrir safnefni sem er gefi ð út með það fyrir augum að það henti börnum og unglingum. Sé einungis horft á viðbót næstliðins árs er þetta hlutfall sex prósent eins og sést á mynd 4. Þótt árleg viðbót sýni aukningu á barna- og unglingaefni vegur sú aukning ekki þungt þegar gögn frá öllum tímum eru lögð saman. Heildarfj öldi færslna, sem eru kóðaðar fyrir þennan aldurshóp, er nálægt 40.000. Sú tala getur verið nærri lagi vegna þess að í bókasafnskerfi nu Gegni og fyrirrennurum þess er rík og óslitin hefð fyrir að auðkenna efni sem hentar börnum og unglingum. Engu að síður er ljóst að efni ætlað börnum er lítt áberandi í Gegni og hætt við að leit að því gangi brösuglega. Þetta er bagalegt vegna þess að árangursrík leit í Gegni á að vera ein varðan af mörgum í lærdómsferli virkrar upplýsingaöfl unar. 67%   8%   2%   16%   3%   4%   Útgáfuform   Árslok  2009   Bækur   Tónlist   Myndefni   Greinar  og  bókarkaflar   Námsritgerðir   Annað  

x

Bókasafnið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.