Bókasafnið - 01.06.2010, Qupperneq 45
45
bókasafnið 34. árg. 2010
Ritstjórar Bókasafnsins 1974-2010:
• 1. árg. (1974) (tvö tölublöð komu út) og 2. árg. (1975),
Páll Skúlason.
• 3. árg. (1976), ritstjórn án ritstjóra Else Mia Einarsdóttir,
Hilmar Jónsson, Hrafn Harðarson og Sigrún Klara
Hannesdóttir.
• 4.-5. árg. í einu blaði (1978), ritstjórn án ristjóra Else Mia
Einarsdóttir, Helga Kr. Möller, Hilmar Jónsson og
Sigurður Helgason.
• 6. árg. (1982), Kristín H. Pétursdóttir.
• 7. til 10. árg. (1983-1986), Viggó Gíslason.
• 11.-12. árg. í einu blaði (1988), 13.-14. árg. (1989-1990),
Guðrún Pálsdóttir.
• 15.-16. árg. (1991-1992), Ásgerður Kjartansdóttir.
• 17. árg. (1993), Helga Jónsdóttir.
• 18. til 20. árg. (1994-1996), Regína Eiríksdóttir.
• 21. til 24. árg. (1997-2000), Áslaug Agnarsdóttir.
• 25. til 28. árg. (2001-2004), Dögg Hringsdóttir.
• 29. til 31. árg. (2005-2007), Eva Sóley Sigurðardóttir.
• 32. árg. (2008), Ásdís Paulsdóttir.
• 33. til 34. árg. (2009-2010), Einar Ólafsson.
Efni
Efni blaðsins hefur verið á svipuðum nótum allt frá upphafi
en þó hafa bæst við efnisflokkar í gegnum tíðina meðan aðrir
hafa lagst af. Helstu efnisflokkar verða listaðir hér að neðan.
Listinn byggist að hluta til á flokkunarkerfi Brynhildar
Axelsdóttur bókasafns- og upplýsingafræðings (Brynhildur,
1995) sem tók saman efnislykil fyrir blaðið 1995. Efnistökin
hafa verið með svipuðu móti síðan þó að einhverjar breytingar
hafi orðið vegna framþróunar í faginu á síðastliðnum árum.
Helstu efnisflokkar 1974-2010:
• Bókasöfn: Húsnæðismál, endurbætur, safnkostur,
afgreiðslutími.
• Starfsþættir bókasafna: Flokkun, skráning, varðveisla,
efnisorðagjöf, aðföng.
• Bókasafnsþjónusta: Millisafnalán, upplýsingaþjónusta,
notendaþjónusta.
• Bókasafns- og upplýsingafræði: Nám, rannsóknir,
umfjöllun um lokaverkefni.
• Starfsfólk bóka- og skjalasafna: Viðtöl, minningarorð.
• Skjalastjórn: Skjalasöfn, þekkingarstjórnun.
• Útgáfa: Bókarýni, vefsíðurýni, höfundarréttur.
• Annað: Ljóð, smásögur, sagnfræði.
Fræðileg framsetning
Í grófum dráttum er talað um þrenns konar markmið með
fræðilegum skrifum, hagnýtt markmið, lýsandi markmið og
fræðilegt markmið. Það má segja að efni Bókasafnsins sé að
mestu leyti skrifað með lýsandi markmið í huga þó að það sé
auðvitað misjafnt og fari til dæmis eftir því hvaða afstöðu
höfundur efnis (greinar) hefur til viðfangsefnis síns (Höskuldur,
2006, bls. 2). Tímaritið hefur verið notað mikið við kennslu í
bókasafns- og upplýsingafræði í gegnum tíðina. Hvort sem
það er vegna skorts á góðum kennslubókum í greininni eða
vegna annarra ástæðna þá hafa greinar úr blaðinu reynst
nemum í faginu ómetanlegt námsefni og eru greinar blaðsins
mikið nýttar við ritgerðarsmíðar í faginu. Því má segja að hluti
af efni blaðsins hafi einnig hagnýtt markmið. Fræðilegt
markmið kemur einnig við sögu í blaðinu en það hefur færst
mjög í vöxt undanfarin ár að höfundar segi frá rannsóknum
sínum í blaðinu, til dæmis lokaverkefnum í framhaldsnámi.
Slíkar greinar eru sendar blaðinu til að upplýsa og fræða
kollegana um viðfangsefnið og hafa bæði lýsandi og fræðilegt
markmið. Þó er óhætt að segja að ekki er mikið um flóknar
fræðilegar ritgerðir eða niðurstöður flókinna rannsókna. Það
er heldur ekki eðli greinarinnar að fást við flóknar rannsóknir
heldur frekar að sinna ýmiss konar upplýsingaþjónustu. Þeir
sem skrifa fræðilegar greinar, það er að segja um efni á sviði
bókasafns- og upplýsingafræði, taka oft mið af því hverjir geta
haft gagn af rannsókninni og gagn og gaman af skrifunum. Þó
er það alltaf svo að sá sem skrifar texta fyrir aðra veit ekki
Forsíða fyrsta heftis Bókasafnsins. Fyrstu sex heftin voru í minna broti
en nú er og fyrstu þrjú með staðlaða forsíðu eins og hér sést, en framan
á fjórða heftinu var litmynd úr Bæjarbókasafni Keflavíkur. Annars var
kápan svarthvít til ársins 1989.