Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Síða 46

Bókasafnið - 01.06.2010, Síða 46
46 bókasafnið 34. árg. 2010 hvernig hann skilar sér og hvort hann leiðir lesandann til nýrrar þekkingar eða skilnings á viðfangsefninu (Booth, 2003, bls. 57). Umbrot og auglýsingar Fyrstu árin var blaðið eingöngu unnið í prentsmiðju og útgáfukostnaðurinn var að sliga félögin sem stóðu að því. Auglýsingatekjur skiluðu sér illa þar sem blaðið var gefið út löngu eftir áætlaðan útgáfutíma (Guðrún, 2006). Árið 1983 var ákveðið að Bókasafnið fengi breytt og endurbætt útlit, brotið var stækkað og fleira. Það hefur síðan verið í sama broti, A4, en mismunandi að þykkt og gæðum til dæmis varðandi pappír. Setning, umbrot, filmuvinna, prentun og bókband hefur verið í höndum nokkurra aðila í gegnum tíðina. Þau fyrirtæki sem hafa séð um þau mál eru: Prentsmiðjan Hólar hf., Prentstofa G. Benediktssonar, Ísafoldarprentsmiðja hf., Letur hf. og Borgar- prent fram til ársins 1996. Gutenberg - Steindórsprent (seinna Gutenberg) sá um umbrot og prentun blaðsins frá 1997 til 2007 þegar prentsmiðjan sameinaðist Odda sem sá um prentun blaðins 2008. Frá árinu 2009 hefur prentsmiðjan GuðjónÓ séð um umbrot og prentun. Auglýsingasöfnun í blaðið var fyrstu árin í höndum ritstjórnar. Það var mikil vinna og tekjur af auglýsingum skiluðu sér seint og illa. Árið 1989 var leitað til utanaðkomandi aðila með auglýsinga- söfnun og gekk sú vinna vel (Guðrún, 2006). Síðan þá hefur blaðið verið fjármagnað með auglýsingum sem safnað hefur verið af ýmsum aðilum. Útgáfufélagið Hænir sá um nokkurra ára skeið alfarið um auglýsingasöfnun í blaðið með ágætum árangri og stóðu þá auglýsingar að mestu leyti undir útgáfukostnaði, greiðslum til ritnefndar og greiðslum til höfunda greina. Vefsetur Greinar úr árgöngum 22 til og með 26 eru aðgengilegar í heild sinni á vefsetri blaðsins, www.bokasafnid.is. Frá og með 27. árgangi 2003 eru aðeins aðgengilegir útdrættir greina. Breyting þessi á rætur sínar að rekja til verklagsreglna um útgáfu Bókasafnsins sem samþykktar voru á vormánuðum 2005. Fyrsti árgangur sem gerður var aðgengilegur á vefnum var 22. árgangur 1998. Vefstjóri blaðsins frá árinu 1998 til 2006 var Kristín Ósk Hlynsdóttir, Martha Ricart var vefstjóri 2007 til 2008 og Hallfríður Hr. Kristjánsdóttir frá árinu 2009. Til stendur að gera breytingar og endurbætur á vefnum í samhengi við vef Upplýsingar, www.upplysing.is. Leiðbeiningar til höfunda og ritrýndar greinar Í ritstjórnartíð Evu Sóleyjar Sigurðardóttur voru unnin drög að leiðbeiningum til höfunda. Núverandi ritstjórn er með þau í áframhaldandi vinnslu. Þá hefur verið í bígerð að koma á ritrýni í blaðinu, að minnsta kosti einhverjum hluta þess. Til slíks þarf þó að vanda og undirbúa vel. Lokaorð Tímaritið Bókasafnið hefur nú komið út í 36 ár og árgangarnir eru orðnir 34. Í júlí 2006 var gefið út sérstakt afmælisrit, bæði í tilefni þess að þá kom tímaritið út í 30. skipti en einnig vegna þess að á árinu voru liðin 50 ár síðan kennsla í bókasafns- og upplýsingafræði hófst við Háskóla Íslands. Afmælisritið var mjög veglegt í alla staði og taldi alls tæpar 150 blaðsíður. Hluti þess var á ensku eftir erlenda höfunda og einnig voru nokkrar greinar þýddar á ensku, svo sem minningargrein um dr. Anne Clyde bókasafns- og upplýsingafræðing og prófessor við Háskóla Íslands sem lést árið 2005. Bókasafnið hefur verið í stöðugri þróun þann tíma sem það hefur komið út en miklar breytingar hafa orðið í faginu á undanförnum árum og hafa félagsmenn verið iðnir við að skrifa um sín hjartans mál. Þá hefur aukist mikið á síðustu árum að bókasafns- og upplýsingafræðingar ljúki framhaldsnámi, svo sem MA, MLIS, MPA og doktorsprófi og greinum um slík verkefni hefur fjölgað mikið. Fastir liðir blaðsins verða á sínum stað áfram, liðir eins og viðtöl, greinar, umfjöllun um bækur og fleira en ritnefnd blaðsins hefur þó ýmislegt á prjónunum (Einar, 2010). Útgáfumál Upplýsingar hafa verið nokkuð til umræðu að undanförnu. Auk Bókasafnsins gefur Upplýsing út fréttabréfið Fregnir og hafa þessi tvö tímarit komið út samhliða frá árinu 1976. Frá árinu 2008 hafa Fregnir einungis komið út rafrænt á pdf-formi. Ennfremur birtast stöðugt fréttir og ýmsar upplýs- ingar á vef félagins, www.upplysing.is. Tæknileg og fagleg þróun gefur því tilefni til að skoða útgáfumál félagins í heild án þess að endilega sé um einhverjar meiriháttar breytingar að ræða. Abstract One of the projects undertaken by the Icelandic Association of Professional Librarians on its establishment in 1976 was to take over publication of Bókasafnið, a small unofficial journal on library activities and librarianship which had been launched in 1974. Publication was stepped up to twice a year, in April and November. However, the magazine lost momentum and was not published at all in 1979-1981. In 1983 it was decided to relaunch Bókasafnið with a revamped design, larger format, etc. A six-person committee was set up comprising three members from the Icelandic Library Association, two from the Association of Professional Librarians and the State Library Services Officer. An editor and treasurer were elected from the committee’s own ranks. The magazine’s editorial policy remained unchanged, featuring academic papers, articles on a wide range of issues connected with libraries, librarianship and librarians, and reports on conferences, courses and the Library Association’s annual conference. It was normally published once a year but was long plagued by lack of funding. Volumes and 11 and 12 marked a turning point when publication was secured by advertising revenue, as it has been ever since. The magazine is now published by Information – the Icelandic Library and Information Science Association, which was founded in 1999 with the amalgamation of earlier library associations. An on-line version of Bókasafnið has been published since August 22, 1998 www.bokasafnid.is.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.