Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Síða 49

Bókasafnið - 01.06.2010, Síða 49
49 bókasafnið 34. árg. 2010 rafrænn lestur eðlilegur lestrarmáti og les æ minna á pappír. Það sér engan mun á að lesa fræðigrein vegna náms eða starfs rafrænt og að lesa skáldsögu eða ljóð á þann hátt. Smám saman mun draga úr útgáfu á pappír. Tímarit og dagblöð um allan heim eru smám saman að færast af pappír yfir á rafrænt form og útgáfu þeirra á pappír er jafnvel hætt. Þess mun væntanlega skammt að bíða að bækur, fræðirit og skáldrit verði eingöngu gefin út rafrænt, pappírnum verði sleppt. Í árdaga skráðu menn og lásu sögur á tré- eða steintöflum. Nú eru sögur skráðar og lesnar á raftöflum. Hver verður staða almenningsbókasafna sem boðið hafa upp á „eigið“ efni til útláns? Mun grundvöllur tilveru þeirra breytast þegar rafrænu lestækin eru orðin svo góð sem raun ber vitni og úrval lesefnis eykst hratt á öllum tungumálum? Hvar eiga almenningsbókasöfnin að staðsetja sig í þessum breytta heimi? Hvernig varðveita þau góðu gildin sem starfsemi almenningsbókasafna hefur byggst á, það er að vera ein mikilvægasta stoð lýðræðis, örva skapandi hugsun og standa vörð um jafnan aðgang að menningu og menntun. Við, sem störfum í almenningsbókasöfnum, þurfum að búa okkur undir mjög breytt starfsumhverfi innan fárra ára. Kristín R. Vilhjámsdóttir Fljúgandi teppi og önnur fjölmenningarleg ævintýri á Borgarbókasafni Menningarmót, heimanámsaðstoð, samkomur og lifandi kynning á starfsemi bókasafnsins fyrir innflytjendur Hvernig bregst maður við þegar maður flytur í nýtt land? Þar kemur margt til: tungumálið, ólíkt þjóðfélag með öðruvísi innviði en það sem flutt var frá, lög og reglugerðir, vinnumarkaður og menntakerfi og síðast en ekki síst umrót tilfinninga þess sem flytur milli landa. Bókasöfn eru mikilvæg gátt inn í samfélagið og í mörgum löndum hefur bókasafnið haft mikla þýðingu og jákvæð áhrif meðal innflytjenda. Á bókasöfnum er aðgangur að Almenningsbókasöfn víða um heim eru farin að undirbúa sig og leita nýrra leiða til að standa vörð um gildi sín. Í júní 2010 hefst þriggja ára samstarfsverkefni almennings- bókasafna á öllum Norðurlöndunum með því að haldinn verður fyrsti vinnufundurinn af þremur í Reykjavík. Um 70 manns munu taka þátt í þessu verkefni sem kallað er „Næsta bókasafn - Next Library“ og er markmiðið að meta stöðuna, gera sér grein fyrir þeirri þróun sem framundan er. Hvernig viljum við, teljum við, að almenningsbókasöfn framtíðarinnar verði? Tímamót eru, eins og áður sagði, framundan þar sem sjónarhornið og þungamiðjan er ekki lengur safnkosturinn í bókasafninu. Almenningsbókasöfn hér á landi og víða um heim undirbúa ný og fjölbreytt verkefni í breyttu umhverfi. Segja má að nánast öll verkefni almenningsbókasafna hafi hingað til hverfst um safnkostinn, verið til þess ætluð að draga menn að safnkostinum á einn eða annan hátt. Ný verkefni verða ekki lengur „safnkostsmiðuð“ en þau verða eftir sem áður á vettvangi menningar og mennta, það er bókmennta, lesturs, upplýsingalæsis, barnamenningar, lista og fjölmenningar. Þessi verkefni almenningsbókasafna eru nú æ meira hugsuð sem skapandi verkefni fyrir, af og með þátttakendum. Verði „bókasöfn“ staður án bókahillna verða þau eftir sem áður staður samvista, sköpunar og örvandi hugsunar. Borgarbókasafn hefur átt því láni að fagna að þar hafa ævinlega starfað metnaðarfullir og faglegir starfsmenn. Sú staðreynd endurspeglast í könnunum á þjónustu safnsins. Í nýjustu þjónustukönnun sem gerð var fyrir Reykjavíkurborg í ágúst til september síðastliðinn af Capacent Gallup höfðu 70,4% borgarbúa heimsótt Borgarbókasafn síðustu 12 mánuði og 90,3% voru ánægðir með þjónustu safnsins. Í gesta- könnun sem gerð var á sama tíma var ánægjan jafnvel meiri, en 98% voru ánægðir með viðmót starfsmanna og 94% með þjónustu safnsins. Á þessum tímamótum árið 2010 hefur gesta fjöldi aukist um 22% á síðustu tveimur árum en árið 2009 komu 700 þúsund gestir í safnið.

x

Bókasafnið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.