Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Page 51

Bókasafnið - 01.06.2010, Page 51
51 bókasafnið 34. árg. 2010 Í samstarfi við kennara er búinn til vettvangur þar sem allir geta undrast og hrifist af því, sem er líkt og ólíkt í menningu þátttakenda. Hver þátttakandi er með sitt „svæði“ og kynnir sína menningu og áhugamál á margvíslegan hátt. Lögð er áhersla á að ekki sé einungis nauðsynlegt að vinna með þjóðar menn- ingu, heldur líka áhugamál og fyrst og fremst það sem skiptir mestu máli í lífi hvers og eins. Þátttakendur mætast í tónlist, dansi, myndlist, bókmenntum, kvikmyndum, matargerð, ævin týrum og goðsögnum, frásögnum, leiklist, leik og hreyfingu. Allir eru þátttakendur og áhorfendur um leið. Meira en tuttugu menningarmót hafa nú þegar verið haldin í reykvískum leik- og grunnskólum og tvö á Akranesi. Einnig flaug Fljúgandi teppi inn í Fjölbrautaskólann í Breið- holti sem hluti af lífsleikniskennslunni og er á leið inn í fleiri framhaldsskóla. Eftir að menningarmót hefur verið haldið í skólum fylgja oft fleiri í kjölfarið – og geta þá þróast í ýmsar áttir. Hægt er að panta kynningu á menningarmótsverkefninu og ef óskað er þá er verkefnastjórinn tilbúinn til að leiðbeina og taka þátt í framkvæmd mótsins. Söguhringur kvenna Söguhringurinn er eitt af lifandi verkefnum Borgarbóka- safnsins og er í samstarfi við Samtök kvenna af erlendum uppruna. Hér skapast vettvangur þar sem konur, íslenskar og erlendar, skiptast á sögum og reynslu – og skapa saman. Hann er ætlaður konum sem hafa áhuga á notalegri samveru sem byggist meðal annars á því að deila menningarlegum bakgrunni sínum með öðrum. Í söguhringnum gefst konum af erlendum uppruna einnig tækifæri til að tjá sig á íslensku, æfa tungumálið og fræðast um íslenska menningu. Eins árs afmæli Söguhrings kvenna var fagnað 1. nóv- ember 2009 og var þá mikið fjölmenni og mikil gleði á aðalsafni Borgarbókasafnsins, Tryggvagötu 15. Frú Vigdís Finnbogadóttir afhjúpaði listaverkið Tölum saman sem meðlimir Söguhringsins höfðu unnið í sameiningu undir handleiðslu listakvennanna Fitore Berisha og Helgu Arnalds. Einnig var frumsýnt myndband eftir Helgu Arnalds um sköpunarferli verksins. Fólk af erlendum sem og íslenskum uppruna skemmti viðstöddum með tónlist og dansi og boðið var upp á veitingar. Listaverkið Tölum saman hangir nú uppi á 1. hæð aðalsafns og gleður augu gesta og gangandi. Heilahristingur - heimanámsaðstoð á bókasafninu Heilahristingur er heimanámsaðstoð við nemendur í 5.-10. bekk í grunnskólum Breiðholts og á innflytjendabraut Fjöl- brautbra utaskólans í Breiðholti. Tilgangur verkefnisins er að styðja og styrkja nemendur í námi sínu og kynna þeim þá þjónustu sem bókasafnið býður upp á í tengslum við nám, áhugamál, tómstundir og annað. Heimanámsaðstoðin er krydduð með ýmsum skemmtilegum uppákomum, svo sem dansi, kvikmyndasýningum og tónlist. Megináhersla er lögð á að bjóða gott umhverfi sem styður við skapandi barna- og unglingastarf, vekja nemendurna til umhugsunar um framtíðarmöguleika sína, styrkja sjálfsmynd þeirra og gefa þeim færi á að hitta vini sína og eignast nýja. Heilahristingur er tilraunaverkefni og ef vel tekst til verður boðið upp á heimanámsaðstoð í fleiri hverfum. Heilahristingur fer fram tvo daga í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 14.30 – 16.00. Sjálfboðaliðar  leiðbeina nemendunum og eru meðal þeirra framhaldsskólanemendur, háskóla- og kennaranemar sem og kennarar á eftirlaunum. Verkefnið er samstarfsverkefni Borgarbókasafns og Reykja- víkurdeildar Rauða kross Íslands og er unnið að fyrirmynd dansks verkefnis sem heitir Projekt 100 lektiecaféer. Bókasafnið er hentugt fyrir starfsemi af þessu tagi þar sem það er hlutlaus, afslappaður og óformlegur staður þar sem allir eru velkomnir. Auk þess nýtist safnkostur bókasafnsins vel í námi og leggur starfsfólk sig fram við að aðstoða nemendur og sjálfboðaliða í leit að gögnum og upplýsingum. Reykjavíkurdeild Rauða krossins hefur margra ára reynslu af heimanámsaðstoð og málörvun fyrir yngri bekki grunnskólanna og þekkingu á starfi með sjálfboðaliðum. Verkefnið fékk styrk frá Þróunarsjóði innflytjendamála og frá Menntaráði. Fjölskyldumorgnar á bókasafninu Borgarbókasafn bíður upp á vikulega fjölskyldumorgna í aðalsafni og Gerðubergssafni þar sem fjölskyldum með ung börn er boðið að koma í safnið og eiga þar notalega samverustund. Á safninu eru leikföng og alls kyns bækur fyrir börnin og þeir fullorðnu geta nálgast allt það spennandi efni sem safnið hefur upp á að bjóða, bækur, tónlist, kvikmyndir, blöð og tímarit, auk þess að hitta aðra foreldra til að spjalla, njóta samverunnar og þiggja hressingu. Í aðalsafni er auk þess lesið fyrir eldri börnin og sungið með þeim yngri. Eitt af markmiðum fjölskyldumorgnanna er að veita fjölskyldum ungra barna óformlega fræðslu um ýmis málefni sem varða börn og uppeldi og boðið er upp á kaffisopa. Hægt er að nálgast auglýsingu á 9 tungumálum á heimasíðu safnsins. Fjölskyldumorgnarnir eru samstarfsverkefni Borgarbóka- safnsins, Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs og Leikskóla- sviðs Reykjavíkurborgar. Frekari upplýsingar: Fjölmenningarleg verkefni Borgarbókasafns Reykjavíkur og yfirlýsing IFLA um fjölmenningarlegt bókasafn: http://www.borgarbokasafn.is/desktopdefault.aspx/ tabid-3207/5152_read-12014/ Horft til framtíðar, stefnumótun og aðgerðaráætlun Reykjavíkurborgar í málefnum innflytjenda: http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-757/521_ read-14517/ Heilahristingur - heimanámsaðstoð á bókasafninu: http://www.heilahristingur.is Projekt 100 lektiecaféer: http://www.statsbiblioteket.dk/sbci/videncenter/lektiecafe/ lektiecafe

x

Bókasafnið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.