Bókasafnið - 01.06.2010, Page 56
56
Af góðum og vondum bókum
Eydís Hörn Hermannsdóttir
Frá fyrstu kynnum hefur mér þótt vænt um bækur. Eiginlega um
of á tímabili þar sem mér nægði ekki að leggja bókina frá mér á
náttborðið heldur bjó um hana á mjúku beði og breiddi jafnvel
eitthvað yfi r hana til hálfs áður en ég lagðist til svefns. Oftar en
ekki læddist inn samviskubit yfi r að hafa gert bókunum mishátt
undir höfði og ég þurfti að fara aftur á fætur og gera eitthvað
fyrir hinar bækurnar.
Það var ekki bara innihald bóka sem skipti mig máli, útlit,
viðkoma og titill hafði mikið að segja. Ég hafði unun af því
að fl etta bókum, fi nna pappírinn og heyra skrjáfi ð og eyddi
drjúgum stundum á bókasöfnum þar sem ég horfði á enda-
lausar raðir af bókum og lét mig dreyma um að fá að raða þeim
upp á nýtt. Kannski eftir lit eða stórar og litlar á víxl. Sumar bækur
drógu að sér athygli en innhaldið olli vonbrigðum. Ég gerði til
dæmis ítrekaðar tilraunir til þess að skilja bókina Nú er tréfótur
dauður vegna þess að hún kallaði nánast á mig þar sem hún
stóð í bókahillunni, lítil, létt, pappírinn mattur eins og ég vildi
helst hafa hann og titillinn kom af stað ótal hugsunum: Hver
er Tréfótur (hljómar sjóræningjalega), úr hverju dó hann, hvaða
áhrif hafði dauði hans fyrst hægt var að skrifa heila bók um það?
Ég náði ekki almennilega þræðinum en mér skildist fl jótlega
að Tréfótur væri ekki söguhetja eins og ég átti að venjast.
Bókin var samt í uppáhaldi hjá mér lengi. Öfugt við Tréfót var
bókin Fílar gleyma engu eftir Agöthu Christie ólesanleg vegna
útlits. Ég hafði lesið allar Agöthubækur sem ég komst í tæri
við en þessi var til heima í ómögulegri útgáfu. Fyrir utan ljóta
kápumynd voru hlutföll bókarinnar óvenjuleg, kápan var lin og
blaðsíðurnar hálfglansandi.
Að útliti slepptu var ég opin fyrir fl estum tegundum bóka
en tók þó ævintýri fram yfi r annað. Fræðslubækur þóttu mér
frekar leiðinlegar og tilgangslausar. Síst vildi ég lesa sögur
sem gerðust á Íslandi í nútímanum og best var ef land í fj arska
kom við sögu. Sögur um munaðarlausa drengi sem lentu í
hrakningum en stóðu sig eins og hetjur og lentu að lokum
Bækur og líf
hjá góðu fólki voru lengi í uppáhaldi. Þegar ég var 10 ára vakti
bókin Skræpótti fuglinn eftir Jerzy Kosinski athygli mína í einni
bókahillunni heima. Sagan gerist í Austur-Evrópu án þess
að talað sé um lönd og ég hafði aðeins óljósa hugmynd um
staðsetninguna. Í stuttu máli segir þarna frá grimmd, fáfræði og
hræðslu mannskepnunnar séð með augum og skilningi ungs
drengs. Margir urðu til að hrylla sig yfi r því að ég skyldi lesa
svo ljóta sögu og augljóslega átti margt í henni ekkert erindi
við börn. Ég held samt að takmarkaður skilningur minn hafi
hlíft mér og ég séð atburðina á svipaðan hátt og söguhetjan.
Ég vorkenndi til dæmis skræpótta fuglinum sem sagt er frá í
inngangi bókarinnar mun meira en mörgu af því fólki sem hlaut
hræðileg örlög í sögunni. Skræpótti fuglinn vakti áhuga minn
á þessu stórfenglega landi í fj arska og ég leitaði að fl eiri slíkum
bókum. Eftir nokkra leit fann ég Berfætlinga eftir Zaharia Stancu
og síðar Meðan eldarnir brenna sem rauk upp í fyrsta sæti. Ég
fylgdi líka Maxím Gorkí eftir þar til hann komst á fullorðinsár
og varð hálfl eiðinlegur. Í tvö ár renndi ég mér á sleða í nístandi
kulda dúðuð í feldi eða hossaðist á vagnskrifl i undir brennandi
sumarsól. Ég ferðaðist um borgir og bæi í Rússlandi, norður til
Síberíu undir verndarvæng kósakka sem reyndust svo skúrkar
en ekki hetjur, fram og til baka í gegnum fl est lönd í Austur-
Evrópu og endaði að lokum á grískri eyju með bókunum Frelsið
eða dauðann og Sól dauðans. Eftir að ég náði þessum gífurlega
þroska sem einkennir mig í dag hef ég lesið allar þessar bækur
aftur. Ég komst að því að sums staðar mátti klárlega lesa annað
út úr atburðum en ég hafði gert sem barn, Mikalis höfuðs maður
sem hafði borið höfuð og herðar yfi r aðra og haft réttlæti að
leiðarljósi reyndist óforbetranleg karlremba og veiklundaður
afturhaldsseggur á meðan móðir Maxíms Gorkí hafði örugg-
lega dáið gegn vilja sínum og ekki við hana að sakast.
Þegar ég hafði lokið lestri þessara verka fannst mér ég hafa
lesið allt. Aldrei myndi neitt ná slíkum hæðum aftur, ég hafði
lesið það sem máli skipti. Ég sneri mér því að meira léttmeti
og las Grím grallara og fl eiri grínbækur af svo miklu kappi að
faðir minn fékk áhyggjukast yfi r stöðnun og forheimskandi
innrætingu.
Í lífi mínu hafa komið nokkrir slíkir lestrarkafl ar þar sem ég
heillast af landsvæði, fólki eða atburðum og les allt sem ég fi nn
um efnið. Þegar ég komst yfi r andúð mína á raunveruleikanum
hafði ég gjarnan landafræðibækur við hendina eða önnur
uppfl ettirit og bar saman. Engar bækur hafa þó haft eins
gríðarleg áhrif á mig og þær sem ég hef nefnt hér að framan
og ég er afskaplega ánægð með að hafa ratað á þær fyrir
fullorðinsaldur. Ef ég væri að lesa þær í fyrsta skipti í dag myndu
þær efl aust verða til að veikja trú mína á mannkyninu, valda
áhyggjum af þjóðarhreinsunum nútímans og grimmdinni sem
leynist alls staðar. Sem barn sá ég hvað var rétt og hvað rangt,
hver var góður og hver vondur og þótt þeir góðu fengju skell
vissi ég að þeir myndu sigra að lokum, annars gæti heimurinn
bara ekki virkað.