Bókasafnið


Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 57

Bókasafnið - 01.06.2010, Blaðsíða 57
57 bókasafnið 34. árg. 2010 Færeyjarför sumarið 2007 (Glepsur úr dagbók) Sigurður Jón Ólafsson 6. júlí Stundum gerist ýmislegt óvænt. Maður úthugsar einhverja áætlun sem breytist fyrirvaralaust og þá gerist eitthvað skemmtilegt. Ætlaði að Kirkjubæ en ók nokkra kílómetra í talsverðri þoku og loks þegar við vorum komin niðrúr henni kom í ljós að við vorum komin langleiðina til Vestmanna. Í Vestmanna búa um 1500 manns. Þaðan eru gerðir út bátar til fugla- og útsýnisskoðunar fyrir ferðamenn. Við ákváðum auðvitað, fyrst við vorum komin hingað á annað borð, að grípa tækifærið og fara í siglingu. Siglingin var ævintýri líkust. Við sigldum meðfram hömrum girtri suðvesturströnd Straumeyjar eða Vestmannafuglaklettum. Þarna var krökkt af sjófugli en það voru ekki þeir sem heilluðu okkur mest heldur þessi hrikalega og stórfenglega náttúra. Toppurinn á ferðinni var þegar við sigldum gegnum helli sem var ekki stærri en svo að báturinn rétt komst þar í gegn. En það heppnast ekki í öllum ferðum. Danskur ferðamaður sagði við mig: Den tur var helt fantastisk. Amríski túristinn kvað þó sterkara að orði þegar hann sagði við eiginkonu sína: I would have married you for this moment of our life! 10. júlí Nólsoy er lítil eyja skammt frá Þórshöfn. Þar búa um 200 manns og sækja fl estir vinnu í Þórshöfn. Til Nólseyjar er ekki nema tæpra hálftíma stím með bátnum sem þangað fer nokkrum sinnum á dag með farþega og nauðsynlegan varning enda eina samgönguleiðin. Báturinn, Ritan, er kominn til ára sinna enda hafa Nólseyingar gert þá kröfu að fá nýjan bát og þyrlupall fyrir sjúkrafl ug. Nólsey má muna sinn fífi l fegurri. Við ströndina eru verbúðir og bátalægi sem lengi hafa staðið ónýtt. Inngangurinn í þorpið, sem ber sama nafn og eyjan, eru bogadregin hvalbein sem mynda einskonar hlið. Eyjan er kannski ekki eins lítil og ætla mætti í fyrstu. Hún býður uppá ýmsa möguleika til gönguferða enda voru þeir ferðalangar sem með okkur voru fl estir að fara í göngu um eyjuna. Við ætluðum á hinn bóginn að halda okkur við þorpið, skynja andrúmsloftið þar og eftilvill komast í kynni við eyjarskeggja. Eitt það fyrsta sem maður rekur augun í þegar komið er til þessarar eyju er minningarsteinn, rétt við áðurnefndan inngang, reistur til heiðurs Ove Joensen, sem vann það einstæða afrek að sigla einn á opnum báti til Löngulínu í Kaupmannahöfn með viðkomu á Hjaltlandi og Limafi rði. Lagði hann að landi þarsem Litla hafmeyjan er. Þetta einstæða afrek vann hann á því herrans ári 1986. Það tók 41 dag að sigla þessa leið. Báturinn, sem er til sýnis í Nólsey, heitir því virðulega nafni Dana Victoria. Tilgangurinn með þessari einstæðu för var að afl a peninga fyrir byggingu sundlaugar á eynni. Það fylgir sögunni að aðeins þremur mánuðum síðar hafi hann hrasað á hálku á bryggjunni með þeim afl eiðingum að hann dó af völdum höfuðhöggs. Við spurðum hvernig við kæmumst í byggðasafnið. Svarið var: Hafi ð samband við konuna á pósthúsinu. Pósthúsið er opið klukkustund dag hvern. Hitti ykkur við húsið þegar ég er búin að loka, sagði konan á pósthúsinu. Við vissum ekki hvert þessara húsa væri byggðasafn og því þurfti hún að leita okkur uppi. Byggðasafnið er fyrrum íbúðarhúsnæði heldra fólks. Það var reist á 17du öld og bjuggu sömu ættliðir í því í þrjár aldir eða til 1960 þegar síðasti íbúinn fl utti. Einhverjir vildu rífa þetta húsnæði en húsfriðunarfólki, þám pósthúskonunni, tókst að koma í veg fyrir það og var þá ákveðið að gera það að safni. Þarna eru ma margir merkilegir munir sem tilheyrt hafa húsinu svo að segja frá upphafi . Meðal merkra gripa er þarna færeyskur rokkur sem er allnokkru stærri en sá sem við þekkjum. Þegar báturinn leggur að safnast þeir saman við minnis- merkið gömlu sjómennirnir sem nú eru komnir á eftirlaun. Á þessari eyju þarsem tíminn stendur næstum krafkjur, en andrúmsloftið er þægilegt, friðsælt og afslappað. Þegar báturinn lagði að með varning mátti ma greina í blaða- bunkanum dreifi rit frá Bónus. Jafnvel þessi friðsæla eyja fer ekki varhluta af áróðri Bónusveldisins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bókasafnið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bókasafnið
https://timarit.is/publication/245

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.