Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 1
M I Ð V I K U D A G U R 8. A P R Í L 2 0 1 5 Stofnað 1913  81. tölublað  103. árgangur  HAMINGJU- HLAUP Í FYRSTA SINN Á ÍSLANDI FYRSTA MYND BJÖRNS HLYNS NORRÆN VEISLA Í OQAATSUT Á GRÆNLANDI BLÓÐBERG 30 ÍSLENDINGAR MEÐ 32LITAHLAUP 10 Éljaklakkar voru yfir landinu í gær. Gekk á með dimmum élj- um á Suður- og Vesturlandi. Þrumur heyrðust á höfuðborgar- svæðinu, á Reykjanesi og Suðurlandi og eldingar sáust og mældust. Stytti upp með kvöldinu. Spáð er áframhaldandi suðvestanátt í dag, heldur hægari en í gær, og éljagangi. Dregur úr vindi og ofankomu í kvöld. Hálka og hálkublettir voru í gærkvöldi á flestum vegum á Vestur- og Norðvestur- landi og skafrenningur á heiðum. Hvassviðri var á Holta- vörðuheiði og stórhríð á Öxnadalsheiði, báðar taldar ófærar. Þrumur og eldingar í éljaklökkum á Suðvesturlandi Morgunblaðið/RAX  Garðyrkja er eini flokkurinn sem skilar jákvæðri rekstrarafkomu í landbúnaði að teknu tilliti til fram- leiðslustyrkja. Viðskiptaráð Íslands telur það dæmi um að aukin sam- keppni gagnist ekki einungis neyt- endum heldur einnig þeim sem stunda rekstur. »16 Jákvæð afkoma garðyrkjunnar  Einungis 16% bílaflota landans eru fimm ára eða yngri. Meðalald- urinn er 12,7 ár og er ástæðuna ekki hægt að rekja til bætts við- halds heldur á hrunið þar stærstan þátt. Nýskráningar náðu sögulegu lágmarki árið 2009 en þeim hefur fjölgað nokkuð síðan þá. Árið 2014 voru um 12.000 bílar nýskráðir og voru hlutfallslega flestar nýskrán- ingar á hvern íbúa Norðurlands eystra eða 51 bíll á hverja 1.000 íbúa. Í bílum talið var aukningin mest á höfuðborgarsvæðinu en mest var hún hlutfallslega á Aust- urlandi eða 35%. Dekkjakosturinn ætti að vera bærilegur undir bíl- unum því verðmæti innfluttra dekkja 2014 nam 3,4 milljörðum króna. Þetta er á meðal margvís- legra upplýsinga sem fram koma í árbók bílgreina 2015 sem nú er komin út. »12 Bílaflotinn gamall en á góðum dekkjum Morgunblaðið/Kristinn Bílasala 12.000 bílar voru nýskráðir 2014.  Þeim fækkar sem taka bíl- prófið strax við 17 ára aldur. Um 70 prósent af ár- gangi taka bíl- prófið við 17 ára aldur en hlut- fallið var 85 pró- sent um aldamót- in samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Lágmarkskostn- aður við ökunám er um 220 þúsund krónur. »14 Færri aka 17 ára Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fjármálaráðherra segir að kröfur sem uppi eru gefi til kynna að það skorti á sameiginlegan skilning á af- leiðingum slíkra launahækkana og að ekki sé trú á þeim hagspám sem liggja fyrir. Starfsemi Landspítalans nálega helmingaðist vegna verkfalla 560 félagsmanna aðildarfélaga BHM. Þá lamaðist starfsemi hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæð- inu. „Þetta gekk ágætlega. Það var ró- legur dagur í dag og starfsfólkið hjálpaðist að við að láta þetta ganga,“ segir Óskar Reykdalsson, framkvæmdastjóri rannsóknasviðs Landspítalans. Starfsemi spítalans dróst mjög saman. Aðgerðum sem ekki er nauðsynlegt að gera strax er frestað og er áætlað að þær hafi ver- ið á þriðja tuginn í gær. „Sjúkling- arnir þurfa á okkur að halda. Öll þessi starfsemi er gagnleg og mikil- væg. Okkur finnst leitt að geta ekki gert það sem þarf að gera.“ „Það virðist skorta á að það takist almenn samstaða um að verja þann stöðugleika sem náðst hefur. […] Spár sem berast frá Hagstofunni, Seðlabankanum og öðrum eru um að hér sé góður grundvöllur fyrir vax- andi kaupmætti og tiltölulega lágri verðbólgu næstu misserin. En engu að síður eru kröfurnar eins og veru- leikinn sé einhver annar. Í sumum tilvikum er farið fram á 50% launa- hækkun,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann er spurður um fordæmisgildi samninga við BHM. „Við þurfum að stöðva þetta höfrungahlaup. Við hljótum öll að sækjast eftir ástandi þar sem vinnumarkaðurinn tekur þátt ásamt stjórnvöldum í að viðhalda stöðug- leika og bæta lífskjör.“ Ljósmæður við Sjúkrahúsið á Ak- ureyri hefja verkfall í dag og einnig verður hálfs dags samúðarverkfall yfir 2.300 félaga BHM. Skortir á skilning á afleiðingum hækkana  Verkföll BHM raska mjög starfsemi spítala og Sýslumanns Morgunblaðið/Ómar Samstaða BHM-félagar vonast til að ríkið leggi fram betra tilboð á samn- ingafundi hjá ríkissáttasemjara í dag. Vika er síðan síðast var fundað. MDigrir verkfallssjóðir »6 Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.