Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 ✝ Ragnhild Jo-hanne fæddist 26. júlí 1924 í Svelvik í Vestfold, Noregi. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 27. mars 2015. Foreldrar hennar voru hjónin Edvard og Esther Röed. Ragnhild var þriðja í röð sex systkina. Elst var Gerd, f. 1919, d. 2014, þá Björn, f. 1921, d. 1978, Ruby, f. 1926, d. 1927, Ruby, f. 1927, d. 2012, og Ivar, f. 1932. Edvard kom til Íslands árið 1932 en hann var ráðinn til að kenna Íslendingum loðdýrarækt og hafa umsjón með loðdýrabúi er komið var á fót í Garðahreppi, nú Garðabæ, þar sem Flatahverf- ið er nú. Fjölskyldan kom síðar til Íslands, er Ragnhild var 10-11 ára gömul. Dvölin hér á landi varð lengri en upphaflega stóð til vegna seinni heimsstyrjald- arinnar og annaðist Edvard búið allan rekstrartíma þess eða til 1949. Fjölskyldan bjó í Steinsholti en staðurinn var oftast kallaður maki Júlíus Baldvin Helgason. Þau eiga tvö börn, Ívar Baldvin, f. 1985, og Ragnhildi Jóhönnu, f. 1988. 3) Heiða, f. 1962, maki Heiðar Rafn Sverrisson. Þau eiga Anítu, f. 1985, og er dóttir hennar Sóley Marín. Dóttir Heiðu með Reyni Jónssyni er Rebekka Mar- ín, f. 1999. 4) Davíð Guðmundur, f. 1965, maki Jófríður Guðmunds- dóttir. Dóttir þeirra er Hulda Rún, f. 1997. Eftir að Ragnhild giftist hélt hún áfram að vinna fyrir Vagn og málaði og skreytti skrautmuni og gler heima. Hún vann í Glaumbæ árin 1967-1971 og svo á Matstofu Austurbæjar í 16 ár. Síðan vann hún í nokkur ár á kaffiteríu Ála- foss í Mosfellssveit, var matráður á leikskóla og lauk langri starfs- ævi hjá Íslandsbanka. Jafnframt málaði hún og teiknaði, vann muni í gifs og leir og síðari hluta ævinnar málaði hún á postulín, allt fríhendis. Eftir hana liggja ógrynni málverka og teikninga ásamt handmáluðum postulíns- munum og ýmsu öðru handverki. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju í dag, 8. apríl 2015, kl. 13. Minkagerði. Ragn- hild sótti skóla á Víf- ilsstöðum. Seinna naut hún tilsagnar í málun og teikningu og sótti námskeið í glerskurði og ýmsu handverki. Þá lærði hún dans og sýndi á skemmtunum um tíma. Ragnhild vann frá unga aldri við loðdýrabúið ásamt systkinum sínum. Hún var mjög listfeng og handlagin og byrjaði snemma að vinna á verkstæði Vagns Jónssonar við Silfurtún ásamt systur sinni þar sem þær bjuggu til skrautmuni og hand- máluðu og skreyttu. Ragnhild giftist 1948 Sverri Kjartanssyni, söngvara og fram- kvæmdastjóra, f. 1924, d. 2013. Þau skildu 1966. Ragnhild og Sverrir eignuðust fjögur börn: 1) Edvard Kjartan, f. 1950, maki Halldóra Jónsdóttir. Þau eiga tvö börn, Sigríði Ester, f. 1977, og Úlf Jóhann, f. 1988. Maki Sigríðar er Árni Bergmann Jóhannsson og eiga þau tvö börn, Oliver og Birnu Ruby. 2) Hildur, f. 1955, Ég vil minnast tengdamóður minnar með nokkrum fátæklegum orðum. Eðlilega tengdist líf okkar í margar áttir. Hún var listfeng og skapandi og hafði áhuga á náttúru landsins. Náttúruskoðun og úti- vist í Heiðmörk ásamt fjölmörg- um öðrum ferðum eru okkur minnisstæðar. Gróður, steinar, sveppir og steingervingar voru ætíð áhugavert skoðunarefni. Þeir voru margir hnullungarnir sem voru bornir í hús eftir skoðunar- ferðir með Ragnhild og á haustin voru það berin og sveppirnir sem við tíndum saman og matreiddum. Umræðuefni hennar var sjaldnast fólk og það hvað aðrir voru að gera. Hún hafði frekar áhuga á því hvað var að gerast í heiminum, hvernig veðurkerfi heimsins höguðu sér og hvar stór- ir atburðir áttu sér stað sem höfðu áhrif á tilveru mannsins á jörðinni. Umræðuefnið þegar hún var heimsótt voru því oftast atburðir líðandi stundar. Ragnhild var mjög áhugasöm um hvers konar útsaum og átti ógrynnin öll af mynstrum, sem vakti áhuga minn á útsaumi. Nú á ég og fjölskylda mín margt hand- verkið sem ég hef notið að gera eftir mynstrum sem ég sótti í smiðju Ragnhild. Þökk sé henni fyrir leiðbeiningar sínar og lið- sinni í þessum efnum. Það innlegg í mitt líf hefur veitt mér útrás fyrir eigin sköpun og ánægju í seinni tíð. Listfengi hennar endirspeglast í börnum okkar og barnabörnum sem við erum þakklát fyrir. Á stóru stundunum eins og þegar börnin voru skírð og fermd var ætíð kökuskreyting frá Ragnhild sem prýddi veisluborðið. Verk hennar prýða mörg heimili í fjöl- skyldunni, þar á meðal okkar hjóna. Far þú í friði, minning þín lifir. Halldóra. Það eru rúmlega þrjátíu ár síð- an ég kynntist fyrst Ragnhild, tengdamóður minni, sem við kveðjum núna. Allan tímann hefur hún verið fastur punktur í tilveru fjölskyldunnar, ómissandi á merk- isdögum fjölskyldunnar og hátíð- isdögum og hjálparhella er á þurfti að halda. Ragnhild var lítil og grönn svo eftir var tekið og virtist brothætt en var í raun ótrúlega sterk og dugleg kona. Hún ólst upp við mikla vinnu frá unga aldri og var sívinnandi alla ævi. Ragnhild hafði gaman af að segja frá æskuárun- um í Noregi og síðar á Íslandi þar sem fjölskyldan bjó í Minkagerði við Vífilsstaðaveg en faðir hennar var bústjóri þar. Ragnhild vann á búinu eins og systkinin við hin ýmsu störf; fóðra dýrin, hreinsa frá og verka skinnin. Þrátt fyrir erfiðisvinnu sagðist hún ávallt hafa haft mjúkar hendur vegna minkafitunnar! Hún sagði oft sög- ur af þvottabirninum Minnu og minknum Pelle, sem þau Röed- systkinin höfðu mikið dálæti á. Þegar börnin okkar voru yngri bauð hún okkur oft í mat og það rifjast upp góðar stundir við eld- húsborðið þegar hún reiddi fram síldarrétti, innbakaðan lax, smurðar lefsur og annað góðgæti en hún hafði gaman af því að prófa eitthvað nýtt. Hún var mjög barngóð og náði vel til barna og hafði gaman af að sprella svolítið með þeim, tala við þau og heyra hvað þau voru að gera. Ragnhild hafði mikinn áhuga á náttúrunni, bæði jarðfræði, plöntum og dýrum. Steinasöfnun var eitt af hennar stóru áhugamál- um. Hún átti mikið af fallegum og sjaldgæfum steinum og var vel að sér um steintegundir og myndun þeirra. Allar plöntur döfnuðu vel hjá henni og hún kom öllu upp, hvort sem var af afleggjurum eða fræjum. Þegar við hjónin hófum ræktun á uppblásnu holti nálægt Reykja- vík var hún óþreytandi að færa okkur afleggjara og fræ sem hún fékk gefins hjá nágrönnum og gróðursetti í rofabörð. Einn lítill lundur er kallaður mömmulundur, en hann tók hún að sér og gróð- ursetti þar mörg birkitré sem nú veita okkur skjól fyrir næðingn- um. Málun og teikning, postulíns- málun, leirmótun, útsaumur og hekl, allt lék í höndum Ragnhild. Hún málaði líka á steina sem hún fann úti í náttúrunni og á rekavið- ardrumba. Henni fannst gaman að mála eitthvað nýtt og prófa nýj- ar aðferðir og svo að sýna mér og öðrum. Það var alltaf gott að koma við í sólríku stofunni í Stífluselinu og fá kaffisopa hjá Ragnhild og hún lagði mikla áherslu á að hafa aðeins gott og vandað kaffi. Ragnhild hafði ekki ferðast mikið um landið. Einn fagran sumardag þegar hún var 76 ára var hún drifin í hringferð um Snæ- fellsnesið á einum degi og staldrað við á helstu stöðum. Lengi talaði hún um þessa ferð og náttúrufeg- urðina um leið og hún undraðist alltaf jafnmikið að Snæfellsjökull væri í raun fegurstur séð frá Reykjavík og þá auðvitað úr henn- ar eigin eldhúsglugga! Hún hélt góðu sambandi við systkini sín í Noregi og náði að tengja fjölskyldurnar saman beggja vegna Atlantshafsins sem hefur skapað góð vináttubönd yngri kynslóðanna. Að leiðarlokum vil ég þakka Ragnhild samfylgdina og allar góðu minningarnar. Júlíus Baldvin Helgason. Elsku amma mín er dáin og ég sakna hennar mikið. Hún var eig- inlega eina amman mín, því ég var svo ung þegar föðuramma mín lést. Amma var ekki hefðbundin amma, hún prjónaði t.d. ekki. En hún var svo skemmtileg, alltaf til í að spjalla og sprella og gera grín. Þegar ég var yngri fórum við amma oft í gönguferðir saman. Hún hafði mikinn áhuga á nátt- úrunni og var alltaf að sýna mér eitthvað skemmtilegt og kenna mér. Við tíndum sveppi, blöð og blóm og skoðuðum betur þegar heim var komið. Hún safnaði steinum og hafði gaman af að fá steina að gjöf þegar komið var úr ferðalögum, bæði innanlands og utan. Þegar ég var lítil og kom heim úr skólanum var amma stundum komin og tók á móti mér. Ef ekki þá hringdi ég oft í hana til að spjalla og segja frá deginum eða fór til hennar í strætó. Amma kenndi mér að baka og við bök- uðum mikið saman. Hún kenndi mér m.a. að baka góðu norsku stökku eplakökuna eftir uppskrift Esther langömmu. Hún lét mig fá handskrifaðar uppskriftir af uppá- haldsuppskriftunum sínum sem ég held mikið uppá. Þegar ég eltist og var komin með bílpróf var auðveldara að skjótast til ömmu og við áttum góðar stundir saman. Ég mátti alltaf koma, var alltaf velkomin. Við bökuðum og spjölluðum enda- laust um daginn og veginn og nut- um þess að vera saman, meira eins og vinkonur frekar en amma og barnabarn. Stundum skoðuðum við myndir frá því í gamla daga, frá Noregi og frá Minkagerði og hún sagði mér sögur frá því að hún var ung. Hún var mér miklu meira en bara amma, hún var bæði mamma og vinkona. Við töluðum oftast saman daglega, stundum oft á dag. Amma var mjög ung í anda, það var aðeins á allra síð- ustu árum að hún fór að eldast og varð orkuminni, en hún þreyttist samt aldrei á að tala við mig. Amma hélt sig mikið út af fyrir sig og það voru ekki margir sem þekktu hana hana vel í raun og veru og hvernig manneskja hún var. Ég var ein af þeim heppnu. Söknuðurinn er gríðarlegur, en í huganum er líka mikið þakklæti fyrir að hafa átt hana að og þekkt hana. Blessuð sé minning hennar. Ragnhildur Jóhanna Júlíusdóttir. Systir mín, Ragnhild Röed, lést föstudaginn 27. mars sl. Ragnhild fæddist heima í Kirkjugötu í Svel- vik, Noregi. Við vorum alls fimm systkinin sem upp komumst, en ein systir lést smábarn. Ragnhild var þriðja í röðinni og því miðju- barnið. Foreldrar okkar fluttust fyrst frá Svelvik til Magnor og síð- an til Íslands með börnin fimm á fjórða áratugnum. Þau settust að í Garðabæ, þar sem faðir okkar rak loðdýrabú. Ég á margar minningar frá æskuárunum á Íslandi. Sem yngsta barnið varð ég oft fyrir barðinu á uppátækjum stóru systranna, t.d. þegar Ragnhild og Ruby máluðu andlit mitt alveg svart og lituðu hárið og krulluðu það. Árangurinn var slíkur að ég varð mjög hræddur við sjálfan mig þegar ég leit í spegilinn. Þegar foreldrar okkar fluttust til baka til Noregs árið 1949 fór ég með þeim. Ragnhild varð eftir á Íslandi og bjó þar síðan og eign- aðist fjögur börn. Þrátt fyrir fjar- lægðina höfum við haldið sam- bandi öll þessi ár. Ragnhild heimsótti okkur mörgum sinnum til Noregs og eigum við góðar minningar frá þeim heimsóknum. Við fórum í margar skemmtilegar bátsferðir saman þar sem bæði var synt og veitt. Saman söfnuð- um við steinum og steingerving- um á Langöya. Sérstaklega eru góðar minningarnar frá þeim tíma er við héldum upp á sextugsaf- mæli Ragnhild á hlýju sumar- kvöldi heima hjá okkur á Sand. Ég hef einnig komið nokkrum sinnum til baka til Íslands, nú síðast til að samfagna systur minni á níræðis- afmæli hennar síðasta sumar. Ragnhild hafði mikla listræna hæfileika. Hún hefur málað marg- ar ótrúlega fallegar myndir. Heima hjá okkur og hjá öðrum fjölskyldumeðlimum eru góðar minningar um Ragnhild í formi málverka sem hún hefur málað. Ivar Röed. Ragnhild Johanne Röed HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín takk fyrir allt. Amma mín: Í dag kveð ég þig, amma mín kæra, sorgmætt er hjarta og tárin þau streyma. Á himninum skína mun stjarnan þín skæra, og lýsa mér leið, ég mun aldrei þér gleyma. Hulda Rún Davíðsdóttir Röed. ✝ Bragi Ragn-arsson fæddist í Reykjavík 14. júlí 1965. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 29. mars 2015. Foreldrar Braga eru Herdís Júlía Einarsdóttir, f. 24. ágúst 1948, og Ragnar Vilberg Bragason, f. 12. september 1945. Þau skildu. Núverandi eiginmaður Her- dísar er Ivan Andersen, f. 28. júlí 1935. Systkini Braga eru Greta Ragnarsdóttir, f. 22. mars 1967, og Björn Valeria Hansen, f. 27. september 1980. Börn Braga eru Hörður Freyr, f. 12. maí 1991, og Ragnar Vilberg, f. 4. febrúar 1994. Móðir þeirra og fyrrver- andi sambýliskona Braga er Kristín Guðmundsdóttir, f. 17. janúar 1965. Þau slitu sam- vistir. Hinn 14. júlí 2004 kvæntist Bragi eftirlifandi konu sinni, Hrafn- hildi Fjeldsted Hilmarsdóttur, f. 11. mars 1977. Þau voru barnlaus. Foreldrar hennar eru Kolbrún Guð- mundsdóttir og Hilmar Lútersson. Bragi ólst upp á Íslandi til 13 ára aldurs en flutti þá til Danmerkur með móður sinni og systur. Bragi bjó ýmist í Danmörku eða á Íslandi frá 1978 til 2003, en það ár fluttist hann alkom- inn til Íslands. Hann vann ýmis störf, bæði í Danmörku og á Ís- landi, enda afbragðs- verkmaður og hæfur á mörg- um sviðum. Hann lagði stund á tónlist, lék á mörg hljóðfæri og hafði góða söngrödd og var virkur í tónlistarstarfi frá unga aldri. Útför Braga fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 8. apríl 2015, kl. 13. Kom vinur Komdu með sorg þína og einsemd með kvöl þína og angist Það kvöldar við skulum kveikja ljós Drekkum kryddað vín og etum sætar kökur Utan úr myrkrinu teygir gamla tréð hnúabera hönd og guðar á gluggann Í barmi sínum skýlir það litlum skjálfandi dúnhnoðra sem ætlar að fylgja vorinu með dillandi söng Öllu er markaður tími Hví skyldum við ein af lifandi verum vilja stytta okkur leiðina? Komdu Þó ekki sé annað þá getum við hlustað á gnauðið í vindinum (Vilborg Dagbjartsdóttir) Elsku Hrafnhildur, Hörður Freyr, Ragnar Vilberg, Raggi, Dísa, Gréta, ættingjar og vinir, megi allar góðar vættir vernda ykkur og styrkja. Steinþór, Hildur og börn. Fótmál dauðans fljótt er stigið fram að myrkum grafarreit, mitt er hold til moldar hnigið máske fyrr en af ég veit. Heilsa, máttur, fegurð, fjör flýgur burt sem elding snör. Hvað er lífið? Logi veikur, lítil bóla, hverfull reykur. Margur einn í aldurs blóma undi sæll við glaðan hag, brátt þá fregnin heyrðist hljóma: Heill í gær en nár í dag. Ó, hve getur undraskjótt yfir skyggt hin dimma nótt. Fyrir dyrum dauðans voða daglega þér ber að skoða. (Björn Halldórsson í Laufási) Kolbrún og Hilmar. Bragi Ragnarsson  Fleiri minningargreinar um Braga Ragnarsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Okkar ástkæri, GÍSLI ÍSFELD GUÐMUNDSSON húsgagnasmiður, Víðivöllum við Elliðavatn, sem lést mánudaginn 23. mars, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 9. apríl kl. 13. . Ólafía Ólafsdóttir, Ólafur Kristinn Guðmundsson, Guðlaug Pétursdóttir, Björn Ingi Guðmundsson, Pétur Guðjónsson, Sigurður Vignir Guðmundsson, Gísli Finnsson, Guðmundur Víðir Guðmundsson, Elísa Finnsdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HERDÍS JÓNASDÓTTIR, Vestursíðu 9, Akureyri, lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð mánudaginn 30. mars. Útförin fer fram frá Höfðakapellu föstudaginn 10. apríl kl. 13.30. . Jónas Hallgrímsson, Anna Þorgilsdóttir, Vilhjálmur Hallgrímsson, Arnfríður Jónasdóttir, Elinór Hallgrímsson, Katrín Hallgrímsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAFSTEINN ÞORVALDSSON, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurlands, Engjavegi 28, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtudaginn 26. mars. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 10. apríl kl. 13.30. . Þorvaldur Guðmundsson, Hjördís Leósdóttir, Ragnheiður Hafsteinsdóttir, Birgir Guðmundsson, Þráinn Hafsteinsson, Þórdís Lilja Gísladóttir, Aðalbjörg Hafsteinsdóttir, Ólafur Óskar Óskarsson, Vésteinn Hafsteinsson, Anna H. Östenberg, afabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.