Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Landsnet efnir til opins vorfundar um stöðu flutningskerfis raforku á Íslandi á morgun, fimmtudaginn 9. apríl, á Hilton Reykjavík Nordica, kl. 9-11. Þar verða kynntar nýjar áherslur í rekstri félagsins. Fundurinn hefst með ávarpi iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, Ragn- heiðar Elínar Árnadóttur, og síðan mun Geir A. Gunnlaugsson stjórn- arformaður horfa yfir farinn veg og fram á við. Guðmundur Ingi Ás- mundsson, sem tók við starfi for- stjóra um síðustu áramót, mun kynna nýjar áherslur í rekstri Landsnets. Sérstakir gestir fund- arins eru Grímur Sæmundsen, for- maður Samtaka ferðaþjónust- unnar, og Eyjólfur Magnús Krist- insson, formaður Samtaka íslenskra gagnavera, sem munu ræða stöðu raforkuflutningskerf- isins frá sínum sjónarhóli en ferða- þjónustan er orðin stærsta atvinnu- grein landsins og gagnaver eru ört vaxandi í íslensku atvinnulífi. Staða flutn- ingskerf- isins rædd  Landsnet heldur vorfund á morgun Morgunblaðið/Einar Falur Rafmagn Fjallað verður um flutn- ingskerfið frá ýmsum hliðum. Það sem af er grásleppuvertíð hef- ur veiðst í um 2.000 tunnur, sam- kvæmt upplýsingum frá Lands- sambandi smábátaeigenda, LS. Veiðin norður af landinu hófst 20. mars sl. og fór þá ágætlega af stað en brælan að undanförnu hefur gert grásleppukörlum erfitt fyrir. Hinn 1. apríl gátu veiðar hafist út af Vestfjörðum, Breiðafirði og Faxaflóa. Samkvæmt ráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar ákvað atvinnuvega- ráðuneytið að fjölga veiðidögum úr 20 í 32 og um miðjan þennan mán- uð verður aftur tekið til skoðunar hvort ástæða sé til að lengja veiði- tímann. Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri LS, segir þetta allt fara eftir því hvernig veiðist. Kvótinn er um 6.200 tonn, eða um 11.300 tunnur, sem er mun meira magn en á síðustu vertíð. Veiðidagarnir eru eftir sem áður jafnmargir og í fyrra en Örn segir að mun fleiri bátar séu á veiðum. Í fyrra hafi bátarnir verið um 230 talsins en í ár verði þeir hátt í 300. Eru langflestir bátar að veiðum fyrir norðan land. „Annars eru menn ekki sáttir við verðið sem fengist hefur fyrir grá- sleppuna á mörkuðum. Markaðir ættu að vera betri núna en í fyrra þar sem ekkert var óselt í upphafi vertíðar,“ segir Örn en meðalverð af óslægðri grásleppu hefur verið um 220 kr/kg. Að sögn Arnar gerðu menn sér vonir um 252 kr. með- alverð af óslægðu. Hins vegar hefur verð fyrir slægða grásleppu verið hærra en búist var við. bjb@mbl.is Bræla á grásleppumiðum Ljósmynd/Lisa Dombrove Grásleppa Veiðin fór ágætlega af stað en bræla gerir mönnum lífið leitt.  Minni veiði nú eftir góða byrjun  Veiðidögum fjölgað Nýsköpunarþing Rannís, Nýsköp- unarmiðstöðvar Íslands, Íslands- stofu og Nýsköp- unarsjóðs verður haldið á morgun, fimmtudaginn 9. apríl, kl. 8:30- 11:00 á Grand hóteli Reykjavík. Þar verða Ný- sköpunarverðlaun Íslands 2015 af- hent og þar verður velt upp spurn- ingum eins og hverjar séu helstu áskoranir frumkvöðla á Íslandi, hverjir séu styrkleikar og veik- leikar íslensks stuðningsumhverfis nýsköpunar og hver staða íslenskra frumkvöðla í alþjóðlegu samhengi sé. Meðal þeirra sem flytja ávörp á þinginu eru Ragnheiður Elín Árna- dóttir, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, og Kristinn D. Grétarsson, forstjóri ORF líftækni. Nýsköpunar- þing haldið á morgun Nýsköpun Verð- launin heita Freyr. Parki Interiors Dalvegi 10-14 201 Kópavogi Sími 595 0570 Mán-föst 09.00-18.00 Laugardaga 11.00-14.00 OPNUM SCHMIDT INNRÉTTINGADEILD ÍPARKA NÚ ERU SCHMIDT INNRÉTTINGARNAR LOKSINS FÁANLEGAR AFTUR Á ÍSLANDI. KOMDU OG UPP LIFÐU ÓTAL SAMSETN INGAR, FRÁBÆR GÆÐI, LITI, FORM OG FEGUR Ð. www.parki.is/innrettingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.