Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015
Haraldur Einarsson alþing-ismaður lagði á dögunum fram
tillögu til þingsályktunar um að-
gerðir til að lækka bygging-
arkostnað. Tillagan felur í sér að
skipa tvo starfshópa
til að endurskoða
lög og reglur um ný-
byggingar íbúðar-
húsnæðis með það
að markmiði að ein-
falda kerfið og
lækka bygging-
arkostnað.
Nú er það að vísu svo að þegar erstarfandi á vegum ríkisstjórn-
arinnar að minnsta kosti einn starfs-
hópur til að vinna að einföldun
regluverks, þar með talið vænt-
anlega byggingarreglugerðarinnar,
en hún er afar yfirgripsmikil eins og
bent er á í greinargerð með fyrr-
nefndri tillögu.
Ef til vill þarf fleiri hópa til aðvinna að þessu, enda ærið
verkefni að takast á við bygging-
arreglugerðina, rúmlega 170 blað-
síðna forskrift að því hvernig megi
byggja og margoft hefur verið bent
á að valdi verðhækkun á íbúðar-
húsnæði.
En hversu margir sem hóparnirþurfa að vera sem takast á við
byggingarreglugerðina og annað
sem flækir líf borgaranna er jákvætt
að þingmenn skuli vera farnir að
huga að slíkum málum.
Frá þinginu rennur mikið af lög-um, ýmist innfluttum eða
heimatilbúnum, nema hvort tveggja
sé, og það sem flæðir út úr ráðu-
neytum er ekki minna að umfangi.
Enginn stöðvar tímans þunga nið,en með samhentu átaki þing-
manna og ráðherra ætti að vera
hægt að draga eitthvað úr beljandi
fljóti laga og reglna.
Haraldur
Einarsson
Ráðist gegn
regluverkinu
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 7.4., kl. 18.00
Reykjavík 3 hagl
Bolungarvík 2 skýjað
Akureyri 3 snjókoma
Nuuk -7 snjókoma
Þórshöfn 7 léttskýjað
Ósló 12 heiðskírt
Kaupmannahöfn 10 skýjað
Stokkhólmur 13 heiðskírt
Helsinki 7 skýjað
Lúxemborg 12 heiðskírt
Brussel 12 heiðskírt
Dublin 17 léttskýjað
Glasgow 12 alskýjað
London 17 léttskýjað
París 15 heiðskírt
Amsterdam 8 léttskýjað
Hamborg 7 skýjað
Berlín 11 skýjað
Vín 10 skýjað
Moskva 7 léttskýjað
Algarve 17 léttskýjað
Madríd 17 heiðskírt
Barcelona 15 heiðskírt
Mallorca 17 léttskýjað
Róm 10 léttskýjað
Aþena 12 skýjað
Winnipeg 2 alskýjað
Montreal 2 léttskýjað
New York 11 alskýjað
Chicago 5 þoka
Orlando 26 skýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
8. apríl Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:21 20:39
ÍSAFJÖRÐUR 6:20 20:50
SIGLUFJÖRÐUR 6:03 20:33
DJÚPIVOGUR 5:49 20:10
Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar?
Leyfðu okkur að aðstoða!
S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is
Tengjum heimabíóið
Setjum upp þráðlaust net
Standsetjum nýju tölvuna
Tengjum saman ólíkar græjur
Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin
Lagnavinna á heimilinu
...og margt, margt fleira!
Hvað gerum við?
TÆKNISVEITIN
til þjónustu reiðubúin!
Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin
upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin
saman við önnur og fáum allt til að virka.
Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því.
Skipulagsstofnun telur að Thorsil
hafi sýnt fram á að styrkur brenni-
steinsdíoxíðs utan þynningarsvæðis
væntanlegrar kísilmálmverksmiðju í
Helguvík verði neðan viðmiðunar-
marka. Á það við hvort heldur tekið
er tillit til klukkustundar- eða sólar-
hringsgilda eða ársmeðaltals. Þó má
búast við að sólarhringsgildi geti far-
ið yfir viðmiðunarmörk á takmörk-
uðum svæðum innan þynningar-
svæðis.
Kemur þetta fram í áliti stofnun-
arinnar um mat á umhverfisáhrifum
verksmiðjunnar. Matið tekur til
byggingar og reksturs kísilmálm-
verksmiðju sem framleiði allt að 110
þúsund tonn af kísilmálmi á ári.
Thorsil áformar að í fyrsta áfanga
verði framleidd um 54 þúsund tonn.
Mikilvægur áfangi
„Álit Skipulagsstofnunar er mikil-
vægur áfangi í framgangi verkefn-
isins,“ segir í fréttatilkynningu sem
Thorsil sendi frá sér af þessu tilefni.
Stefnt er að því að framkvæmdir við
byggingu verksmiðjunnar hefjist á
þriðja fjórðungi þessa árs og að
framleiðsla hefjist á þriðja fjórðungi
ársins 2017. Gert er ráð fyrir um
350-400 ársstörfum á byggingar-
tíma. Þegar verksmiðjan verður rek-
in með fullum afköstum skapast 130
ný störf, auk afleiddra starfa.
Fram kemur í áliti Skipulags-
stofnunar að þótt Thorsil hafi sýnt
fram á að styrkur annarra mengun-
arefna en brennisteinsdíoxíðs muni
einnig verða innan viðmiðunarmarka
utan þess þynningarsvæðis sem hef-
ur verið afmarkað fyrir álver Norð-
uráls muni loftgæði á svæðinu um-
hverfis Helguvík rýrna talsvert
vegna efna úr samanlögðum út-
blæstri frá fyrirhugaðri starfsemi
þriggja verksmiðja. Auk kísilmálm-
verksmiðju Thorsil undirbýr United
Silicon aðra kísilmálmverksmiðju og
Norðurál hefur áform um byggingu
álvers. Mikið magn mengunarefna
muni berast út í andrúmsloftið nærri
íbúðabyggð og verði áhrifin nei-
kvæð. Þau séu þó að mestu stað-
bundin og afturkræf.
helgi@mbl.is
Ljósmynd/Reykjanesbær
Helguvíkurhöfn Mikið athafnasvæði hefur verið skipulagt við Helguvík.
Mengun Thorsil
innan marka
Loftgæði minnka vegna mengunar
frá þremur verksmiðjum í Helguvík