Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Ungur nemur, gamall temur á við þrátt fyrir að sá eldri sé ekki hár í loftinu. Þessi unga stúlka leiddi för þeirrar yngri af miklu öryggi í átt að áfangastað þeirra. Í Reykjavík í gær skiptust bókstaflega á skin og skúrir og hafa þessir ferðafélagar ekki farið varhluta af því. Liggur leið þeirra eins og annarra barna aftur í skólann í dag eftir páska- fríið. Vísar rétta leið á áfangastaðinn Morgunblaðið/Golli Páskafríinu lokið og börnin flykkjast aftur í skólana Sigurður Ingi bendir á að í frétt- um um daginn hafi komið fram að starfsmannaveltan hjá Fiskistofu hafi verið 18% á síðasta ári sem hafi verið einu eða tveimur prósentustig- um meira en hún hafi verið áður. Hröð starfsmannavelta „Starfsmannaveltan hefur verið viðvarandi hröð í langan tíma og ég tel að með því að draga flutninginn eitthvað, án þess að ég vilji kveða ná- kvæmlega upp úr um hversu lengi núna, verði hægt að standa mildileg- ar að flutningnum gagnvart starfs- fólkinu og þá um leið að tryggja mannauðinn og þekkinguna í Fiski- Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarút- vegsráðherra segir að hann muni ekki leggja neitt kapp á að upphaf- legar áætlanir um flutning Fiski- stofu til Akureyrar á þessu ári stand- ist. „Við höfum verið að ræða málið í ráðuneytinu og í samráði við for- stjóra Fiskistofu, í ljósi þess að ekki er búið að afgreiða málið frá þinginu, hvort ekki sé rétt að staldra örlítið við,“ sagði sjávarútvegsráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er ekki síst vegna þess að við viljum koma til móts við starfsfólk Fiskistofu og tryggja betur mannauðinn, að við höfum verið að velta því fyrir okkur hvort ekki væri skynsam- legra að gera þetta á eitthvað lengri tíma, en upphaflegar áætl- anir gerðu ráð fyrir. Með því að gefa okkur lengri tíma í flutninginn tekst okkur betur að nýta þá starfsmannaveltu sem verið hefur hjá Fiskistofu,“ sagði Sigurður Ingi. stofu til framtíðar. Ég tel einfaldlega að það sé skynsamlegri nálgun að hægja á þessum flutningum,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Ráðherra segist þess vegna ekki leggja neitt höfuðkapp á það að koma frumvarpinu um flutning á Fiskistofu í gegn á yfirstandandi þingi. Hann bendir á að í stjórnarráðs- frumvarpi forsætisráðherra séu gerðar tillögur um breytingar á hvar höfuðstöðvar stofnana verði og til- lögur um breytingar á næstu fimm til sex árum. Það frumvarp sé nú til meðferðar hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Fiskistofa ekki flutt á árinu  Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra telur rétt að staldra örlítið við til þess að koma til móts við starfsfólk Fiskistofu og tryggja áfram mannauðinn Sigurður Ingi Jóhannsson Drengurinn sem lést í dráttarvél- arslysi annan í páskum hét Guð- steinn Harðarson. Hann fæddist 14. desember árið 2012 og var til heim- ilis á bænum Efri-Ey 1 í Meðallandi. Opin minningarstund vegna slyss- ins var haldin í Prestbakkakirkju á Síðu í gærkvöldi. Lést í slysi í Meðallandi Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sérfræðingar á vegum ISOR (Ís- lenskra orkurannsókna) hafa und- anfarna mánuði verið að störfum á eyjunni Mindoro á Filippseyjum vegna jarðhitaverkefna. Verkið er unnið fyrir fyrirtækið Emerging Po- wer Inc. sem áætlar að reisa allt að 40 MW virkjun, ef svæðið stendur undir því, til rafmagnsframleiðslu fyrir heimamenn á eyjunni. Bjarni Richter er verkefnisstjóri ISOR á Filippseyjum. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að Mindoro væri eyja sunnan við Ma- nilla. „ISOR var búið að aðstoða við að gera svolítið af yfirborðsrann- sóknum og við staðsettum síðan tvær grannar rannsóknarholur á svæði sem heitir Montelago. Það var byrjað að bora þær um jólin og þeir voru að klára þær nú um daginn, með ágætri niðurstöðu,“ sagði Bjarni. „Við erum að tala um góðan milli- hita, 190 til 200 gráður á þúsund metra dýpi, en ekki háhita,“ sagði Bjarni. Bjarni segir að gerðar hafi verið rennslismælingar á holunum og önn- ur þeirra hafi gefið nokkuð vatn og gufu. Næsta skref verði svo að bora fullvaxna holu, vinnsluholu, sem sé að vísu ennþá kölluð rannsókn- arhola, þar sem hún verður bara þriðja holan á svæðinu. Hann kveðst eiga von á að byrjað verði að bora þá holu innan tveggja til þriggja mán- aða. „Eftir þá borun höfum við mun betri upplýsingar um þetta jarð- hitasvæði. Hugmyndirnar eru að byggja þarna orkuver, stefnt að 20 MW til að byrja með, en hugsanlega meira ef svæðið stendur undir því.“ Morgunblaðið greindi frá því í júlí 2013 að hollenska fyrirtækið IF Technology, ásamt orkufyrirtækj- unum Constellation Energy Corp og Emerging Power Resource Hold- ings, ætlaði að byggja hliðstæða heilsulind og Bláa lónið á Filipps- eyjum meðfram jarðvarmavirkj- unarframkvæmdum. Bjarni Richter segir að gangi allt að óskum varðandi verkefnið á Min- doro, rísi þarna orkuver, heilsulind, fiskeldisstöð og þurrkunarstöðvar fyrir ávexti og tré, svo eitthvað sé nefnt. „Menn vilja nýta sér alla möguleikana sem eru í boði,“ sagði Bjarni. Nú sé smáhlé á starfinu á vegum ISOR og því engir Íslendingar staddir á vegum fyrirtækisins á Mindoro einmitt nú, en í síðustu viku hafi sjö sérfræðingar á vegum fyrir- tækisins verið þar að störfum. Það hafi verið tveir til þrír sérfræðingar á staðnum frá því í nóvember. Búið að bora tvær holur á Mindoro  Sérfræðingar á vegum ISOR hafa verið á Filippseyjum meira og minna síðan í nóvember  Til- raunaboranir hafa gengið vel  Vinna fyrir fyrirtæki sem áætlar að reisa allt að 40 MW virkjun Mindoro Svæðið á eyjunni Mindoro á Filippseyjum þar sem sérfræðingar ISOR hafa starfað undanfarna mánuði heitir Montelago. Verndartími fyrir rétt flytjenda til hljóðrita af listflutningi þeirra verð- ur lengdur úr 50 árum í 70 ár, verði stjórnarfrumvarp um breytingar á höfundalögum að lögum. Samsvar- andi breyting er lögð til á rétti fram- leiðenda hljóðrita. Þessu fylgir nýtt ákvæði um rétt listflytjenda til ár- legrar viðbótarþóknunar á fram- lengdum verndartíma. Verndartími tónverka með texta verður í einhverjum tilvikum lengd- ur, samkvæmt frumvarpinu. Mis- munandi verndartími hefur verið á texta og tónlist í samsettum verkum. Lagt er til að miðað verði við 70 ár frá dánarári þess höfundar sem lengur lifir. Frumvarpinu var dreift á Alþingi í gær ásamt tveimur öðrum frum- vörpum um höfundarréttarmál. Það fjórða er væntanlegt. Þeim er öllum ætlað að leiða í íslensk lög tilskipanir Evrópuþingsins. Tilskipunina um verndartíma höfundarréttar, vernd- artímatilskipunina, áttu EFTA-ríkin á evrópska efnahagssvæðinu að inn- leiða fyrir 1. ágúst á síðasta ári. Morgunblaðið/Árni Sæberg Upptaka Verndartími á hljóðritun verður lengdur um 20 ár. Verndartími flytjenda lengdur  Höfundalögum breytt á EES-svæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.