Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 26
26 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Pálmar Kristmundsson arkitekt er einn af virtustu arkitektumlandsins og hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrirstörf sín og hönnun, bæði hér heima og erlendis. Hann hefur rekið arkitektastofu sína, PK Arkitektar ehf. í Reykjavík, frá árinu 1986 og meðeigandi hans frá árinu 2013 er Fernando de Mendonca arkitekt. Meðal helstu verka Pálmars eru sendiráð Íslands í Berlín, Höfða- torg, deiliskipulag og skrifstofubyggingar, Árborg sumarhús, íþróttahús Ármanns í Laugardal, Birkimörk, sambýli í Hveragerði, og fjölmörg einbýlishús. Verk hans hafa tvívegis verið tilnefnd til hinna virtu Mies van der Rohe-verðlauna og einnig hefur hann margsinnis hlotið verðlaun fyrir hönnun sína, meðal annars verðlaunin Architizer A+ fyrir Ár- borg sumarhús og turninn við Höfðatorg ásamt Dedalo Minosse- verðlaununum á Ítalíu fyrir Árborg. Þá hafa Pálmar og arkitekta- stofan orðið hlutskörpust í fjölmörgum samkeppnum og greinar um verk hans verið birtar í virtum erlendum tímaritum um hönnun og arkitektúr. Í mars 2014 kom út yfirlitsbók yfir verk hans, „Pálmar Kristmundsson arkitekt“, hjá sænska forlaginu Arvinius. Eiginkona Pálmars er Sigríður Hermannsdóttir skrifstofustjóri og eiga þau fjögur börn og tvö barnabörn. Pálmar er mikill íþróttamaður og hefur stundað keppnishjólreið- ar frá því á námsárum sínum í Danmörku. Hann varð fyrsti Íslands- meistari í hjólreiðum árið 1987 og er einn af frumkvöðlum keppnis- hjólreiða á Íslandi. Pálmar Kristmundsson er sextugur í dag Arkitekt Pálmar dvelur erlendis við hjólreiðar á afmælisdaginn. Einn af virtustu arkitektum landsins Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson,Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Guðni Björgvin Friðriksson, Silfurgötu 26 í Stykkishólmi, er 85 ára í dag. Hann ætlar að taka daginn rólega og hyggst eyða honum í faðmi fjölskyld- unnar. Þeir sem vildu gleðja hann í til- efni dagsins vinsamlegast láti Stykkis- hólmskirkju njóta þess. Árnað heilla 85 ára S tefán Pálsson fæddist 8. apríl 1975 í Reykjavík og hefur búið þar alla tíð. Hann gekk í Mela- skóla, Hagaskóla og Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent vorið 1995. Þrátt fyr- ir að hafa alist upp í Vesturbænum er Stefán mikill stuðningsmaður Fram. „Ég varð Framari fyrir til- stilli móðurafa, Haraldar Stein- þórssonar, fv. formanns Knatt- spyrnufélagsins Fram.“ Nám og störf Stefán lauk BA-gráðu í sagn- fræði frá Háskóla Íslands árið 1998 og MSc-gráðu frá Edinborg- arháskóla í Science & Technology Studies árið 2001. Hann var starfs- maður Minjasafns Orkuveitu Reykjavíkur 1998 til 2010. „Ég kom á þeim tíma að uppsetningu Stefán Pálsson sagnfræðingur– 40 ára Fjölskyldan Stefán með konu og börnum á ferðalagi sumarið 2010. Ísgerðin í Holtsseli í Eyjafirði tekin út. Spurningahöfundur og bjórsérfræðingur Jólin 1978 Stefán í fangi móður sinnar, en að auki eru á myndinni Anna Þorbjörg Þorgrímsdóttir, Ósvaldur Þorgrímsson og Helga Jónsdóttir. Clara Grimmer Petersen Waage, fv. kaupmaður, er áttræð í dag. Hún mun halda upp á daginn með fjölskyldu og vinum föstudaginn 10. apríl. Clara fæddist á Selatrað í Færeyjum, foreldrar hennar voru Alma Nielsen frá Færeyjum og Georg William Grim- mer frá Aberdeen í Skotlandi. Maður Clöru var Steinar S. Waage og börn þeirra eru Vera, Elsa og Snorri. 80 ára Láttu okkur létta undir fyrir næstu veislu Háaleitisbraut 58-60 • 108 Reykjavík • haleiti@bjorg.is • Sími 553 1380 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Serviettu- og dúkaleiga Gardínuhreinsun Dúkaþvottur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.