Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Kanadíski grínistinn Jason Rouse verður með uppistand í Háskólabíói 5. júní nk. og hefst miðasala á það á morgun, 9. apríl. Rouse er kallaður „hirðfíflið frá helvíti“, skv. tilkynn- ingu og er sagður koma með nýja sýn á hefðbundna veröld grínistans og í raun snúa henni á hvolf. „Síð- asta áratug hefur þessi utangarðs- maður grínsins brýnt háðsádeilu sína í klúbbum og á grínhátíðum um allan heim. Jason Rouse hefur sett sér það markmið að draga upp nýja sýn á uppistandsgrínið. Hefð- bundið grín, til vinstri og hægri, lif- ir góðu lífi en miðhlutinn hefur orð- ið útundan. Þar ætlar þetta hirðfífl frá helvíti að hasla sér völl. Honum hefur verið sleppt lausum,“ segir í tilkynningu. Myndbandsupptökur af Rouse á sviði má m.a. finna á vefnum YouTube. Hirðfífl í Háskólabíói Hirðfífl Grínistinn Jason Rouse er nefndur „hirðfíflið frá helvíti“. Danski bassaleikarinn Rich- ard Anderson hóf tónleika- ferð með tríói sínu um landið í gær og í kvöld leikur tríóið í Akureyrarkirkju, á morgun í Alþýðuhúsinu á Siglufirði og 10. apríl í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði. 11. apríl verða svo tónleikar í Neskaupstað- arkirkju og lokatónleikar fara fram í Kaldalóni Hörpu 22. apríl. Tónleikarnir hefj- ast allir kl. 21. Auk And- ersons skipa tríóið Óskar Guðjónsson saxófónleikari og trymbillinn Matthías Hemstock. Tríó í tónleikaferð um landið Tríóið Matthías, Anderson og Óskar. fólks á þessum tíma, þegar allt breytist í lífi þess. Við erum ekki að skoða árin á undan heldur tíma- punktinn þegar allt fer á hvolf hjá þeim og líf þeirra allra breytist að eilífu. Mér finnst að við eigum að fylgjast með og segja frá slíkum andartökum.“ Grunnurinn sá sami Verkið er byggt á fyrsta sviðs- verki Björns Hlyns, Dubbeldusch, sem Vesturport sýndi við miklar vinsældir fyrir fáeinum árum. Að- spurður segir hann að mikill munur sé á því að segja söguna í þessum tveimur ólíku miðlum. „Jú, það er allt annað. Ég tek grunninn úr sög- unni en maður þarf samt sem áður að segja söguna á allt annan hátt í bíó en í leikhúsi,“ segir hann og bendir einnig á, í dæmaskyni, að senur séu að jafnaði mun lengri í leikhúsinu og að kvikmyndin ferðist meira á milli staða og jafnvel í tíma. „Grunnsagan er samt sú sama. Við erum búin að aðlaga hana að þessu formi, sem er bíóið, og má segja að myndin sé lauslega byggð á leikrit- inu.“ Athygli vekur að kvikmyndin var forsýnd á Stöð 2 á páskadag en verð- ur ekki sýnd í kvikmyndahúsum fyrr en 10. apríl. „Við fórum aðra leið en hefðbundið er,“ segir Björn Hlynur. „Þetta er tilraun sem við erum að gera og við vitum ekki alveg hvernig hún á eftir að virka. Mér finnst ágætt að sýna fyrst mörgum, þ.e. áskrifendum Stöðvar 2, myndina og í kjölfarið vilja vonandi fleiri sjá hana í kvikmyndahúsum. Hún er fyrst og fremst hugsuð sem bíómynd en á síðustu misserum hefur þessi lína á milli bíómynda og sjónvarps verið að jafnast út og má segja að nú sé eiginlega betra efni að finna í sjónvarpi, þá aðallega í þessum sjónvarpsseríum, en í kvik- myndum. Ég hræðist ekki sam- anburðinn við sjónvarpið, heldur tel að í því geti falist styrkur, allavega miðað við síðustu ár.“ Endurgerð í Bandaríkjunum Björn Hlynur segir að Vesturport sé komið í samstarf við umboðs- skrifstofuna ICM Partners og ef allt gengur eftir verður myndin meðal annars endurgerð í Banda- ríkjunum. „Þetta er vinna sem er hafin og munum við halda henni áfram. Ef allt gengur eftir þurfum við að end- urgera myndina fyrir annan mark- að,“ nefnir Björn Hlynur og bætir við að viss áskorun felist í því, enda þurfi þá að aðlaga myndina að hverju svæði fyrir sig. „En í grunn- inn er alltaf hægt að segja hvaða sögu sem er hvar sem er. Ég held að staðsetningin skipti ekki neinu máli. Maður þarf bara að aðlaga myndina að nýjum aðstæðum og í hinum vestræna heimi eru þær að jafnaði nokkuð líkar.“ Halda ótrauð áfram Eins og áður sagði er Blóðberg fyrsta kvikmyndin sem Björn Hlyn- ur leikstýrir. Hann er þó hvergi nærri hættur. „Ég mun halda áfram að leikstýra. Næsta mynd er strax komin á teikniborðið og jafn- vel tvær aðrar. Við Vesturportarar munum halda ótrauð áfram að búa til bíómyndir. Og við munum gera það á okkar forsendum. Mér finnst að vissu leyti ákveðna tegund af kvikmyndum hafa vantað inn í ís- lenskt kvikmyndalandslag á síðustu árum. Ég held að við getum fyllt upp í það gat.“ Björn Hlynur hefur margt á sinni könnu. Þar má meðal annars nefna æfingar á nýju verki eftir hann sem kallast Móðurharðindin, sem verður frumsýnt í upphafi nýs leikárs í haust. Hann segist jafn- framt vera á samningi hjá Þjóðleik- húsinu sem höfundur, leikstjóri og leikari. Hann sneri einmitt aftur á leiksviðið eftir nokkurra ára hlé seinasta haust og fór þá með að- alkarlhlutverkið í Karitas. „Ég ætla að reyna að leika í einni sýningu á ári. Í haust hafði ég ekki leikið á sviði lengi, hafði frekar einbeitt mér að sjónvarps- og kvikmynda- leik, en mér finnst gaman að gera það á meðan ég geri ekki of mikið af því.“ Speglar íslenskan raunveruleika  Blóðberg er ný gamanmynd með dramatískum undirtóni eftir Björn Hlyn Haraldsson  Fyrsta kvikmyndin sem hann leikstýrir  Nokkrar aðrar myndir eru á teikniborðinu Morgunblaðið/Golli Kunnuglegar „Ég held að það muni einhverjir kannast við þessar aðstæður sem fólkið í myndinni lendir í,“ segir Björn Hlynur Haraldsson um efni fyrstu kvikmyndar sinnar, Blóðberg, og vísar m.a. til fólksfæðarinnar hér á landi. VIÐTAL Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is „Undiraldan í myndinni er drama- tísk en við tökum á því á frekar kómískan hátt, sem er að mínu mati eina leiðin til að gera það,“ segir Björn Hlynur Haraldsson um kvik- mynd sína Blóðberg. Hún er sú fyrsta sem hann leikstýrir en hann skrifaði jafnframt handritið. Blóðberg var frumsýnd á Stöð 2 á páskadag og almennar sýningar hefjast á henni í Sambíóunum á föstudaginn, 10. apríl. Rakel Garð- arsdóttir og Ágústa M. Ólafsdóttir framleiða kvikmyndina fyrir Vest- urport en hún er unnin í samvinnu við 365 og Pegasus. Á meðal leikara eru þau Hilmar Jónsson, Harpa Arnardóttir, Hilmar Jensson, Þór- unn Arna Kristjánsdóttir, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólaf- ur Gunnarsson. Björn Hlynur segir að Blóðberg sé gamanmynd með dramatískum undirtóni sem spegli að ákveðnu leyti íslenskan raunveruleika. Sögu- þráðurinn er á þá leið að Gunnar og Herdís, sem eru hjón á miðjum aldri, fá einkasoninn heim úr ferð til Danmerkur. Hann er kominn með kærustu upp á arminn og áttar þá faðir hans sig á því að stúlkan er dóttir hans frá hliðarspori sem hann átti með annarri konu á sama tíma og Herdís var ófrísk að drengnum. „Ég held að það muni einhverjir kannast við þessar aðstæður sem fólkið í myndinni lendir í,“ segir Björn Hlynur og vísar meðal ann- ars til fólksfæðarinnar hér á landi. „Ég hef heyrt ansi margar sögur útundan mér eftir að ég fór að skoða þessi mál. Sögurnar eru margar hverjar ólíkar en í grunninn er alltaf eitthvað líkt með þeim. Það er eitthvert leyndarmál sem fólk vill ekki segja öðrum frá, bæði til að hlífa öðrum og líka sjálfum sér. Mér finnst mikilvægt að við segjum slík- ar sögur í bíó. Það er einnig ástæða fyrir því að við kíkjum inn í líf þessa

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.