Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það getur reynst fyrirhafnarsamt að láta drauminn rætast en þó er engin ástæða til þess að leggja árar í bát. Reyndu að sjá hlutina í bjartara ljósi og þá hefst það. 20. apríl - 20. maí  Naut Settu markið fáránlega hátt. Gættu þess þó að ganga ekki of nærri sjálfum þér í þeim efnum. Með því að lesa bók eða hlusta á sjálfshjálpardisk verðurðu meðvitaðri. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Lífið er óneitanlega ljúft, finnst þér ekki? Peningar eru ekkert vandamál og hvar sem þú drepur niður fæti er slegið til veislu. Dirfska þín í verkefnavali vekur aðdáun ann- arra. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Allt í einu virðist einstaklega auðvelt að afla peninga. Ekki vera hissa þegar þú rekst á fólk eftir langan aðskilnað og það hef- ur saknað þín mikið. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Trúir þú á álfasögur? Ef svo er þá eru þeir að stríða þér þessa dagana. Að ljúka því versta af fyrst er best til að fá orkuna og vilj- ann til að klára verkið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Gættu þess að gefa ekki öðrum högg- stað á þér. Ekkert er sárara en þegar laus- mælgi annarra opinberar innstu tilfinningar og leyndarmál. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er rangt að láta eigið skap bitna á öðrum. Hafðu frumkvæði að þeim breyt- ingum sem þú veist að eru til hins betra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú færð fullt af góðum hug- myndum sem bætt gætu stöðu þína hvað varðar vinnu og tekjur. Ef þú getur unnið og verið hamingjusamur um leið skaltu ekki sættast á neitt minna. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Láttu öll lögfræðileg mál bíða betri tíma og láttu önnur og mikilvægari mál ganga fyrir. Haltu ótrauð/ur áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum. 22. des. - 19. janúar Steingeit Taktu einn hlut fyrir í einu því ef þú ert með of mörg járn í eldinum fer allt úr böndunum. Gakktu glaður til verksins og kláraðu það. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að huga vel að stöðu þinni bæði í starfi og einkalífi. Farðu þér hægt, val á vini er mjög vandasamt. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ef maður mætir erfiðri áskorun er ekki óeðlilegt að stíga skref afturábak. Hæfi- leiki þinn til að sjá vandamál frá báðum hlið- um mun koma ástvinum þínum mjög vel. Hallmundur Kristinsson ortiþessa fallegu vísu á Boðnar- miði: Ég með sanni ekki vil einn á krossi hanga. Með frelsaranum finn ég til á föstudaginn langa. Gunnar J. Straumland hefur aug- un opin fyrir fyrirbærum náttúr- unnar: Undur heims og eðli má eflaust njóta og kanna en furðu oft ég fæ að sjá fegurð regndropanna. Sigrún Haraldsdóttir orti á Leirnum á annan í páskum – en þó með fyrirvara! Eyðist vetrar angurssónn, augun fyllast glýju, kominn léttur töfratónn í tilveruna að nýju. Við erum öll að eldast – Pétur Stefánsson orti: Ég er ekki, að ég tel, undir neinni pressu. Ég hef látið mér líða vel í lífinu fram að þessu. Og Ármann Þorgrímsson talar um „elliglöp“: Mörgum sækir ellin að oft á versta tíma og stað best ég sjálfur þekki það þegar glatast hefur blað. „Gamlingjarnir“ er yfirskriftin á þessari vísu hans: Við erum mörg í vanda sett við erum komin á lokasprett við höfum ekki verkfallsrétt við erum bara afgangs stétt. Og Ármann hefur sínar skoðanir á verkfalli ljósmæðra: Ólöglegt mér finnst það verkfall vera væri sanngjarnt fram þær myndu bera hugmyndir um hækkun launakjara helst með níu mánaða fyrirvara. Aðalsteinn Svanur Sigfússon hef- ur sína sýn á lífið: Mér er kannski mest af öllu í mun að tóra þótt tíðum verði fórn að færa og fíknir sínar allar næra. Davíð Hjálmar Haraldsson yrkir um lagabreytingu í Frakklandi, þar sem kveðið er á um að fyrirsætur megi ekki vera of grannar ef ég man rétt: Heimafyrir hans er lítil þörf; hér er Simmi stundum eins og kjáni, en yrði fínn í fyrirsætustörf á Frakklandi og Ítalíu og Spáni. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Yrkisefnin koma héðan og þaðan Í klípu „VIÐ ERUM AÐ LEITA AÐ FÓLKI SEM GETUR AÐLAGAÐ SIG HRATT AÐ NÝJUM AÐSTÆÐUM Á VINNUSTAÐNUM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „AF HVERJU ÁKVEÐURÐU ALLTAF AÐ FARA Í BAÐ EINMITT ÞEGAR MATURINN ER TILBÚINN?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að vera rólegur þegar hún er að keyra. HVENÆR FENGUM VIÐ NÝ GLUGGATJÖLD? HVAÐ FÆ ÉG Í MATINN? VÁ! ÞAÐ ER HARÐARA Í ÁRI EN ÉG HÉLT! ... SPAGETTÍ OG NÆSTUM ÞVÍ KJÖTBOLLU Öll tökum við okkur orðasamböndí munn þegar við viljum leggja áherslu á orð okkar eða undirstrika eitthvað, oft án þess að leiða hugann að merkingu eða uppruna. Víkverji segir til dæmis iðulega að hinir og þessir kalli ekki allt ömmu sína. Það þýðir að menn séu hörkutól og láti ekki deigan síga. Víkverji hefur hins vegar aldrei hitt nokkurn mann sem kallar allt ömmu sína. Reyndar kalla flestir sem hann þekkir bara ömmu sína ömmu sína. x x x Víkverji hefur stundum velt þvífyrir sér hvað hafi gerst þegar fyrst var ákveðið að tilvalið væri að tala um að vera (eða verða) ekki um sel þegar manni líst ekki á blikuna. Guðrún Kvaran prófessor fjallar um orðatiltækið á Vísindavefnum og segir beina merkingu þess „að líka ekki við selinn, vera ekki um selinn gefið“. Hún vísar til þess að orða- tiltækið eigi rætur í gamalli þjóðtrú og vitnar í Ferðabók Eggerts Ólafs- sonar og Bjarna Magnússonar: „Það gegnir furðu, að alþýða manna á Ís- landi elur í brjósti einkennilega til- finningu, blandna viðbjóði og virð- ingu, gagnvart selunum. Orsakir þessa eru í fyrsta lagi sú fávíslega skoðun manna, að selir líkist mönn- um meira í skapnaði en öll önnur dýr, og styrkir forvitni selanna og skynsemi á ýmsum sviðum þessa skoðun manna.“ Víkverja verður ekki um sel við þennan lestur. x x x Víkverji hefur átt í deilum ummerkingu orðasambandsins „helmingi meira“. Í huga Víkverja er alveg skýrt að kosti hamborgari helmingi meira en pulsa megi tvö- falda verðið á pulsunni til að fá út hvað hamborgarinn kostar. Þessi merking virðist vera á undanhaldi. Nýja merkingin er sú að hamborg- arinn kosti 50% meira en pulsan og reyni Víkverji að halda öðru fram er hann vændur um skort á rökhugsun. Nýja merkingin verður sennilega of- an á og því sér Víkverji fram á að verða ítrekað misskilinn það sem eftir er nema hann segi bara „helm- ingi minna“, þá fer ekkert á milli mála. víkverji@mbl.is Víkverji En mín gæði eru það að vera nálægt Guði, ég gerði Drottin að athvarfi mínu og segi frá öllum verkum þín- um. (Sálmarnir 73:28) Skjól í amstri dagsins Smiðjuvegur 9 • 200 Kópavogur • Sími 535 4300 • Netfang axis@axis.is • www.axis.is EINRÚM Hönnuður: Sturla Már Jónsson Húsgagna og innanhúsarkitekt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.