Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ LoftárásirSádi-Araba og bandamanna þeirra í Jemen hafa nú staðið yf- ir í um tvær vikur og ekkert bendir til þess að hernaðarí- hlutun arabaríkjanna muni ljúka á næstunni. Þvert á móti hafa Sádar gengið á fleiri arabaríki um að taka þátt í hernaðinum gegn upp- reisnarmönnum sjía í Jem- en. Pakistanar eru þar of- arlega á blaði, en þeir hafa löngum verið meðal helstu bandamanna Sádi-Araba og hafa ríkin tvö átt með sér nokkurt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Hefur það samstarf verið nógu náið til þess að orð hafi verið haft á því, að Sádar geti gengið að kjarn- orkuvopnakunnáttu Pakist- ana vísri, fari svo að Íranar verði sér úti um slík vopn. Hvort sem það er rétt eða ekki ætti enginn að efast um það að Sádar myndu fljót- lega leitast við að koma sér upp svari við kjarnorku- vopnum í höndum Írana. Slíkt vígbúnaðarkapphlaup myndi gera Mið-Austurlönd enn óútreiknanlegri en nú er. Þó að Sádi-Arabía hafi lýst yfir stuðningi sínum við ný- gert rammasamkomulag við Íran um kjarnorkuáætl- unina, má greina ótta ráða- manna þar við að endanlegt samkomulag muni eingöngu styrkja Írani enn frekar. Lögðu Sádi-Arabar til að mynda á það áherslu að jafn- hliða samkomulaginu ættu Íranar að gæta þess að vera „góðir grannar“ og láta ná- grannaríkin afskiptalaus. En líkurnar á því að Íranar uppfylli það skilyrði eru taldar hverfandi og því eru Sádar farnir að taka í taumana eftir því sem þeir best geta. Jemen og átökin þar eru eingöngu einn angi af allsherjaruppgjöri á milli súnní-múslima og sjía sem nú á sér stað. Má allt eins gera ráð fyrir að Sádar muni beita hervaldi annars staðar þar sem þá gruni að Íranar séu að róa undir, sem yrði nokkur nýlunda, þar sem þeir hafa hingað til frekar treyst á olíuauð sinn og eft- irlátið Bandaríkjamönnum að viðhalda ör- yggi Mið- Austurlanda með herstyrk sínum. Þróunin hefur hins vegar verið sú að viljinn í Washington til að beita sér með þeim hætti hefur verið í lágmarki síð- ustu árin. Um leið og Bandaríkin gefa afslátt af forystu- hlutverki sínu í heiminum fara önnur ríki á stjá til að fylla tómarúmið sem þau skilja eftir sig. Þess má sjá dæmi nú þegar í hinum nýja alþjóðlega fjárfestinga- banka sem Kínverjar eru að koma á laggirnar um þessar mundir. Skilaboðin frá Washington voru á þann veg að Bandaríkjastjórn vildi helst ekki að bandamenn sínir legðu þessu nýja fram- taki lið. Engu að síður hafa mörg ríki, þeirra á meðal Ástralía, Ísrael og Bretland, auk nokkurra af helstu ríkj- um meginlands Evrópu ákveðið að taka þátt í stofn- un bankans, að ógleymdu Ís- landi sem tilkynnti um þátt- töku á dögunum. Þessi þróun mála er afleið- ing þess að hinir hefðbundnu bandamenn Bandaríkjanna hafa mátt horfa upp á það trekk í trekk að viljinn til að- gerða er minni en mælska forsetans. Rauðar línur hafa verið dregnar hér og þar, sem ekki hafa staðist, hvort sem litið er til Sýrlands, Úkraínu eða Írans. Sádi- Arabar eru einungis einir af mörgum bandamönnum Bandaríkjanna sem horfa upp á áhrif þeirra dvína, og vilja því baktryggja sig, sér í lagi ef Írönum er að takast að smíða kjarnorkuvopn og langdrægar eldflaugar, nán- ast í boði alþjóðasamfélags- ins. Fari svo verður helsta framlag friðarverðlaunahaf- ans í Hvíta húsinu til heims- friðarins það að hafa skilið eftir sig ótryggara ástand í Mið-Austurlöndum, kjarn- orkuvopn í höndum eins helsta stuðningsríkis hryðjuverkasamtaka í heim- inum, og heim þar sem aðilar á borð við Sádi-Arabíu telja sig nauðbeygða til þess að taka mál í eigin hendur, þar sem ekki sé lengur neitt á Bandaríkin að treysta. Bandamenn Banda- ríkjanna þurfa nú að treysta á eigin styrk} Forystuhlutverkið gefið eftir Þ egar ég byrjaði sem prófarkalesari á Morgunblaðinu fyrir þrjátíu ár- um eða svo var mér meðal annars uppálagt að aðeins einn mann mætti kalla meistara í Morgun- blaðinu og sá hét ekki Magnús. Mér fannst þetta stinga í stúf við það sem ég þekkti úr um- hverfi mínu, til að mynda var Magnús Þór Jónsson, Megas, alla jafna kallaður meistari Megas þegar verk hans bar á góma, hvort sem það var á einhverjum af þeim togurum sem ég var á í nokkur ár, eða í menningarlegu rauð- vínssulli áður en ég byrjaði á sjónum. Ég man meira að segja ekki betur en svo að þegar fyrsta plata hans barst frá Noregi þar sem ég var staddur í Kaupmannahöfn hafi fólk kallað Megas meistara og eftir að hafa heyrt plötuna var ég eiginlega á sama máli, víst var hann og er meistari. Því er þetta rifjað upp hér að Megas, Magnús Þór Jónsson, varð sjötugur í gær en ríflega fjörutíu ár eru síðan áðurnefnd fyrsta plata hans kom út. Nokkuð hefur verið fjallað um það að henni hafi verið illa tekið á sínum tíma, en ekki er rétt að taka undir það, því þó einn dómur hafi birst verulega neikvæður, þá var henni alla jafna tekið vel – framan af í það minnsta; eftir því sem fólk átt- aði sig betur á textum plötunnar virðist það líka hafa átt- að sig á því að það var oftar en ekki verið að sneiða að því sjálfu, að sneiða að yfirdrepsskap og sjálfumgleði. Þannig hefur það og verið alla tíð, þegar samtíðar- menn Megasar verða meinlausir með árunum, bangsa- legir mannvinir, veit hann að höndin sem gef- ur er höndin sem tekur og heldur áfram að vera „mannskæð pest“ eins og hann lýsir því í laginu „Heimilisfang óþekkt“ af plötunni Til hamingju með fallið: allt er gott og það er margs að minnast lífið er jú til þess að glepjast og ginnast ég er pilla í glasi ég gæti ýmsa hresst en það er mjólkað úr mér stoffið ég er mannskæð pest Á hverju hausti er haldin í Reykjavík tón- listarhátíð allmikil sem kallast Airwaves. Á henni er jafnan það í boði sem frambærileg- ast þykir og ferskast og á síðustu hátíð var einna mestur spenningur fyrir því að þar myndi hljómsveitin Grísalappalísa troða upp og með henni enginn annar er Megas. Grísa- lappalísa sem ein ferskasta og kraftmesta hljómsveit landsins og nafnið af lagi eftir Megas – kröftug blanda og görótt sem sýnir samhengið í íslenskri rokksögu og þráðinn sem liggur í gegnum texta Megasar fram á okk- ar daga. Víst er Magnús ekki eins drífandi og kraftmikill á sviði og forðum, en tungan er hárbeitt: neinei ég iðrast einskis - ekki ég þó oftast væri þátttakan treg því síðast og fyrst stelpa ég fór að minni lyst uns ég fann mér milli mosa og sleggju veg - og leg arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Meistari Megas STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen BAKSVIÐ Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Að meðaltali hefur Matvæla-stofnun á síðustu árumrannsakað þrjú til fimm til-vik á ári þar sem fólk hefur fengið matarsjúkdóma. Undir það flokkast matareitrun og matarsýk- ingar. „Þetta hefur haldist nokkuð svip- að síðustu ár og verður líklega að telj- ast ásættanlegt. Sem betur fer hafa ekki komið upp stór og alvarleg til- felli síðustu ár,“ segir Dóra S. Gunnarsdóttir, fagsviðsstjóri mat- vælaöryggis á neytendamálasviði hjá Matvæla- stofnun. Í gær var al- þjóðaheilbrigðisdagurinn og var sér- stök áhersla lögð á matvælaöryggi. Matvæli sem innihalda skaðlegar ör- verur eða efni valda meira en 200 sjúkdómum allt frá niðurgangi að krabbameini og er áætlað að um 2 milljónir manna deyi af völdum óör- uggra matvæla á ári hverju. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur haldið daginn frá árinu 1950 og af því tilefni gaf stofnunin út fimm leiðir til að stuðla að öruggari matvælum sem Matvælastofnun hef- ur birt á heimasíðu sinni. Rannsaka ef tveir eða fleiri greinast Matvælastofnun rannsakar til- felli ef grunur leikur á að tveir eða fleiri hafi sýkst af völdum sömu mat- væla. Í þeim þremur tilfellum sem greindust í fyrra var um að ræða mat- areitrun. Matareitrun gengur yfirleitt fyrr yfir en magasýking sem getur varað í lengri tíma og er oft alvarlegri. Skylda er að tilkynna til Emb- ættis landlæknis ef einstaklingur greinist með kampýlóbaktersýkingu og salmonellusýkingu en það eru svo- kallaðar matarsýkingar. Margar teg- undir eru til af báðum þessum bakt- eríum. Frá árinu 1997 til 2014 hefur svipaður fjöldi greinst af þessum tveimur bakteríum þegar rýnt er í gögn frá Embætti landlæknis. Í fyrra greindust 142 með kampýlóbakter- sýkingu, samanborið við 101 tilfelli árið áður. Árið 2014 greindist 41 með salmonellusýkingu en 49 árið áður. Þessir sjúkdómar smitast með matvælum og er því talað um matar- borna sjúkdóma. Því er mikilvægt að ekki verði krossmengun á matvælum þegar þau eru meðhöndluð, þ.e.a.s. hrátt komist í snertingu við eldaðan mat, og að maturinn sé alveg eldaður í gegn. Tíðni kampýlóbakter- og salm- onellusýkingar í fiðurfé er lág hér á landi miðað við önnur lönd. „Við er- um því nokkuð vel sett hvað þetta varðar,“ segir Dóra. Hún bendir á að miðað við þær upplýsingar sem hafa borist inn á borð stofnunarinnar þá eru Íslend- ingar nokkuð meðvitaðir um rétt vinnubrögð í meðhöndlun á mat- væum. Matvælaöryggi mikilvægt Dóra segir alltaf gott að vekja athygli á réttri meðhöndlun matvæla því góð vísa sé aldrei of oft kveðin. „Frá hafi, haga og til maga“ hefur Matvælastofnun að leiðarljósi en þetta á að endurspegla mikilvægi matvælaöryggis. Rík áhersla er lögð á að allir liðir í matvælakeðjunni, m.a. bændur, dreifingaraðilar, versl- anir, veitingahús og þeir sem neyta matvælanna, meðhöndli þau rétt og að þau séu örugg. Matvælaöryggi sett á oddinn Morgunblaðið/Brynjar Gauti Matvælaöryggi Góð vísa er aldrei of oft kveðin og því var matvælaöryggi í brennidepli á alþjóðaheilbrigðisdaginn sem haldinn var í gær. Dóra S. Gunnarsdóttir „Mér vitanlega hefur enginn dá- ið hérlendis af völdum óöruggra matvæla,“ segir Haraldur Briem, sóttvarnalæknir hjá Embætti landlæknis. „Dregið hefur úr sýkingum af völdum kampýlóbakter og salm- onellu undanfarin ár,“ heldur Haraldur áfram. „Árin 1999 og 2000 smituðust margir hér á landi eftir að hafa borðað kál og sýktan kjúkling en ekki hefur álíka fjöldi smitast eftir það hér, sem betur fer. Þetta má þakka hvort tveggja auknu eftirliti Matvælastofnunar og aukinni fræðslu almennings um hvernig forðast megi krosssmit og mik- ilvægi þess að elda matinn, eins og kjúkling, alveg í gegn,“ segir Haraldur. Hann áréttar að hann segist ekki vita til þess að dauðsfall hér á landi hafi beint verið rakið til neyslu á óörugg- um matvælum en talið er að um 2 milljónir manna hafi látist í heiminum af þeim sökum. Stöndum okkur vel SÓTTVARNALÆKNIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.