Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 ✝ Þórólfur V.Ólafsson fædd- ist í Reykjavík 6. apríl 1925. Hann lést á hjartadeild Landspítalans 23. mars 2015. Foreldrar hans voru Magdalena M. Benediktsdóttir, f. 13.5. 1891, d. 7.6. 1930, og Ólafur G. Einarsson, f. 1.9. 1887, d. 16.6. 1974. Þau voru bæði fædd og uppalin í Reykja- vík. Stjúpmóðir Þórólfs var Guðrún Halldórsdóttir, f. 14.7. 1908, d. 29.4. 1993. Þórólfur átti stóran systkinahóp, en alls voru Ragnar ólst upp með börnum þeirra. Fyrir átti Þórólfur son- inn Davíð. Þórólfur lauk sinni skóla- göngu í Laugarnesskóla. Ungur að árum vann hann sem sendi- sveinn, hann fór svo á sjóvinn- unámskeið sem var undirbún- ingur fyrir hans sjómennsku. Hann réð sig á togara hjá Bæj- arútgerð Reykjavíkur og vann þar með öndvegis skipstjórum. Um miðjan aldur kom hann í land og fór að vinna hjá Steypu- stöðinni hf. og ÍSAL í Straums- vík og endaði þar sína starfsævi. Þórólfur var mikill fjöl- skyldumaður og lét sér einkar annt um hagi fjölskyldu sinnar. Hann var alla tíð í mjög nánu sambandi við börn sín og barna- börn. Afkomendur hans eru orðnir 34 talsins. Útför Þórólfs fer fram frá Ás- kirkju í dag, 8. apríl 2015, og hefst athöfnin klukkan 15. þau systkinin 12. Þar af eru tvær systur sem lifa hann. Hinn 15. október 1955 kvæntist Þór- ólfur eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði S. Egils- dóttur, f. 15. októ- ber 1927. Hennar foreldrar voru Ragnheiður Stef- ánsdóttir, f. 11.2. 1897, d. 6.7. 1949, og Egill Ólafsson, f. 19.3. 1891, d. 26.1. 1976. Börn Þórólfs og Sigríðar eru Ólafur Gunnar, Ragnheiður Rannveig Stefanía og Margrét Auður. Sigurður Elsku pabbi, kletturinn minn, það er skrítið að hugsa til þess að þú sért farinn, ég vildi hafa þig alltaf hérna hjá okkur en ég veit að þér líður vel núna og þú held- ur áfram að fylgja okkur. Umhyggju og ástúð þína okkur veittir hverja stund. Ætíð gastu öðrum gefið yl frá þinni hlýju lund. Gáfur prýddu fagurt hjarta, gleðin bjó í hreinni sál. Í orði og verki að vera sannur var þitt dýpsta hjartans mál. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þangað til við sjáumst aftur, elska þig pabbi minn. Þín dóttir, Margrét Þórólfsdóttir. Nú þegar elskulegur faðir minn hefur fengið hvíldina hrannast upp minningar. Minn- ingar eins og þegar vínilplöturn- ar voru spilaðar, hafnarrúntur með ís og bláum ópal, allar ferð- irnar í Borgarfjörðinn og svo ótal margt fleira. Að fá að hafa þenn- an klett við hlið sér í svona lang- an tíma er ómetanlegt, hann var ljúfmenni með stórt hjarta og það leið varla sá dagur að ekki væri hringt og spurt um alla. Hvernig þessi og hinn hefði það og hvernig þeim gengi í því sem þau voru að gera. Hann lét sig varða velferð okkar allra í fjölskyldunni, bæði barna, barna- barna og barnabarnabarna. Hann var í mínum augum stór- menni sem lítið bar á, það fann ég svo sterkt þegar hann dró síðasta andardráttinn. Hann var svo stór partur af okkur öllum með sinni fallegu afskiptasemi. Þótt minn elskulegi faðir og kæri vinur hafi nú kallaður verið heim til himinsins sælu sala og sé því frá mér farinn eftir óvenju farsæla og gefandi samferð, þá bið ég þess og vona að brosið hans blíða og bjarta áfram fái ísa að bræða og lifa ljóst í mínu hjarta, ylja mér og verma, vera mér leiðarljós á minni slóð í gegnum minninganna glóð. Og ég treysti því að bænirnar hans bljúgu mig blíðlega áfram muni bera áleiðis birtunnar til, svo um síðir við ljúflega hittast munum heima á himnum og samlagast í hinum eilífa ljóssins yl. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku pabbi, hafðu þökk fyrir allt. Ragnheiður. Elsku afi Goddi. Nú ert þú far- inn eftir hetjulega baráttu. Ég er reyndar ennþá að bíða eftir því að þú hringir í mig til að fá fréttir af mér og Kristrúnu og strákun- um okkar, síðan færum við yfir það helsta er varðar bílamál fjöl- skyldunnar. Nóttina áður en þú fórst heils- aðir þú mér eins og þú hefur allt- af gert og ég man að ég hugsaði að þó svo að allir aðrir gætu ekki unnið þessa baráttu gæti afi Goddi það pottþétt. Ég fór heim um nóttina hugsandi um að ég fengi símtal frá mömmu morg- uninn eftir og að hún myndi segja mér að afi Goddi hefði það gott og væri allur að koma til. Ég var mikið hjá þér og ömmu í Ljósheimunum og á ég ótal minningar þaðan. Oft stóðum við saman úti á bílaplani þar sem við dyttuðum að Volvo-inum sem var ávallt nýbónaður og hreinn að innan. Ég eyddi reyndar þó- nokkrum tíma í þessum bíl, því þú varst alltaf að skutla mér eitt- hvert. Það skipti engu máli hvaða dagur það var eða hvenær dags það var, þú varst alltaf tilbúinn að koma og skutla mér, jafnvel þó að mig vantaði bara smá bland í poka. Þú varst alltaf með allt á hreinu og fylgdist vel með þínu fólki. Ef ég var að fara út á land eða til útlanda fékk ég alltaf sím- töl meðan á ferðinni stóð, en þá varst þú búinn að athuga með færð og veður, brottfarartíma og komutíma, og vildir heyra í mér til að athuga hvort allt væri ekki í lagi og allir væru öruggir. Þú kenndir mér margt og áttir stóran þátt í að gera mig að þeim manni sem ég er í dag og þegar ég skrifa þessa grein átta ég mig á því hversu stór sá þáttur var. Það verður erfitt að venjast því að hafa þig ekki meðal okkar lengur en minningarnar lifa áfram og munu aldrei gleymast. Ég trúi því að ég eigi eftir að finna fyrir nærveru þinni og að þú haldir áfram að fylgjast með okkur og beina okkur áfram í líf- inu. Við leyfum þér að fylgjast með. Stefán Örn. Ég og afi vorum góðir félagar og áttum einstaklega auðvelt með að hlæja saman. Hann var einstakur; þrátt fyrir að vera orð- inn níræður var hann skýrari en ég í höfðinu alveg fram á síðustu stundu og alltaf með húmorinn í lagi. Hann var mikill nagli með ein- stakt hjarta og tímalausa sál. Elsku afi, hvíldu í friði, minn- ing þín er ljós í lífi okkar. Þangað til við sjáumst næst, vertu blessaður afi minn. Ásgeir Þór Magnússon. Sagt er að það sé gott að velja sér eina góða minningu og halda í hana þegar sorgin virðist ætla að verða yfirþyrmandi. Að velja eina góða minningu getur verið mun erfiðara en það hljómar, að hafa átt afa eins og afa Godda í 36 ár gerir það að verkum að minningarnar eru óteljandi. Þó er ein sem er uppá- halds. Hún er um litla stúlku sem er að taka sín fyrstu skref í grunn- skóla, hún gengur út að skóladegi loknum, ánægð og áhyggjulaus og horfir út á bílastæðið á skóla- lóðinni. Þar er afi, í skyrtu og með bindi, að pússa nýbónaðan Volvo-inn. Hann er í vaktafríi og kýs að eyða því fríi í að sækja af- astúlkuna í skólann. Hinir krakk- arnir sjá afa og spyrja stúlkuna „ertu með einkabílstjóra?“, af því afi var svo fínn og flottur. Nokkrum áratugum síðar er stúlkan orðin kona sem situr og reynir að koma minningum síð- ustu 36 ára niður á blað í nokkr- um orðum. Það er erfitt verkefni þegar minningarnar eru margar og fallegar. Það er erfitt að rifja upp allar minningarnar og sætta sig við það að þær verði ekki fleiri að sinni, en mikið er ég þakklát fyrir það að fá að vera þessi stúlka. Upp í hugann koma stundir eins og þær þegar afi keyrði aukaspotta til þess að fara í sjoppuna þar sem fékkst flautu- sleikjó, þegar ég spurði afa að því af hverju hann kæmi aldrei með í sund og hann svaraði „af því vatnið er svo blautt“, þegar afi fór í Miklagarð og keypti jólakjól fyrir mig. Þegar afi og amma tóku okkur systkinin með í bústaðinn og sögðu sögur á leiðinni um allt milli himins og jarðar, þegar afi kom í heimsókn oft í viku til þess að fylgjast almennilega með fólk- inu sínu, þegar það mátti gista hjá afa og ömmu og afi sótti ís seint um kvöld og svo var horft á Benny Goodman. Þegar afi horfði á okkur ömmu dansa í eld- húsinu við gömlu dansana, þegar afi sat og horfði með okkur barnabörnunum á Tomma og Jenna og hló að vitleysunni, þeg- ar afi blístraði með djasstónlist- inni á kassettunni í bílnum. Þeg- ar afi kom heim á glænýjum Volvo og var svo flottur og ánægður og bauð okkur ömmu í bíltúr. Þegar afi reyndist ekki bara vera heimsins besti afi, heldur líka heimsins besti langafi sem langafabörnunum þótti alltaf gott að heimsækja og græða Smarties í leiðinni. Að eiga afa eins og afa Godda eru forréttindi og að fá að hafa hann hér hjá mér í 36 ár eru enn meiri forréttindi. Eftir stend ég, ansi góðu vön, og mundi helst vilja fá að vera eigingjörn og hafa hann hér áfram. Mikið er ég þakklát fyrir það, minn kæri afi, að hafa fengið að sitja hjá þér þegar þú kvaddir. Mikið er ég þakklát fyrir það hvað þú gafst dóttur minni fal- lega síðustu minningu. Mikið er erfitt að hugsa til þess að minn- ingarnar verði ekki fleiri að sinni. Mikið hlakka ég til þegar við hitt- umst á ný. Þín Þórhildur Ýr. Þórólfur V. Ólafsson  Fleiri minningargreinar um Þórólf V. Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Hulda S. Sig-urðardóttir fæddist í Reykjavík 17. október 1923. Hún lést á Land- spítalanum í Foss- vogi 17. mars 2015. Hulda var dóttir hjónanna Sigurðar Sefánssonar, síma- verkstjóra, f. í Varmadal á Rang- árvöllum 21. apríl 1895, d. 14. desember 1979 og Guðfinnu Sveinsdóttur, f. á Ísa- firði 29. nóvember 1898, d. 2. apríl 1975. Systur Huldu eru Sigríður, f. 1919, d. 2008, Ingi- björg, f. 1921, d. 1921, Svava Kristjana, f. 1926, og Þórunn Björg, f. 1928. Hulda giftist Gísla Jónssyni, brunaverði, 30. nóvember 1946. Hann var sonur Jónínu Gísla- dóttur og Jóns Þorsteinssonar, skósmiðs í Reykjavík. Börn Huldu og Gísla eru: 1. Jón Þor- Elísabet Kolbrún og Helgi Hrannar. b) Marinella Ragn- heiður, viðskiptafræðingur, f. 1978. Börn hennar eru Anna- bella Ragnheiður, Haraldur Árni og Teitur Árni. c) Haraldur Hrannar, verkfræðingur, f. 1985, kvæntur Steinvöru Ágústsdóttur. Synir þeirra eru Haraldur Einar, Ágúst og Krist- ján. Hulda bjó alla sína ævi í miðbæ Reykjavíkur. Hulda og Gísli hófu búskap sinn í húsi móðursystur Gísla að Lind- argötu 13 og bjuggu þau þar öll sín hjúskaparár. Eftir andlát Gísla flutti Hulda sig á Klapp- arstíg 3 og bjó þar til dauðadags. Ævistarf Huldu var fyrst og fremst húsmóðurstörf og umönnun barna og síðar barna- barna ásamt því að vinna ýmis störf utan heimilis. Nokkur ár í Sænska frystihúsinu, skemmti- staðnum Klúbbnum og síðast í versluninni Bangsa. Hulda og Gísli höfðu unun af ferðalögum og ferðuðust mikið innanlands og utan. Hulda verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag, 8. apríl 2015, og hefst athöfnin kl. 13. steinn, húsa- og húsgagnasmiður, f. 1. júlí 1947. Eig- inkona hans er Diljá Margrét Gúst- afsdóttir, húsmóðir, f. 26. janúar 1947. Dætur þeirra eru: a) Karítas Margrét, viðskiptafræð- ingur, f. 1969, í sambúð. Synir þeirra eru Benedikt Gísli og Kristján Birgir. b) Sig- rún Hulda, leikskólastjóri, f. 1972, gift Atla Ómarsyni. Börn þeirra eru Anton Örn, Margrét Sif og Diljá Björk. 2) Guðmunda Þórunn, húsmóðir, f. 1. nóv- ember 1954. Eiginmaður hennar er Haraldur Reynir Jónsson, við- skiptafræðingur, f. 26. maí 1953. Börn þeirra eru: a) Gísli Eng- ilbert, læknir, f. 1976, kvæntur Hildi Björk Rúnarsdóttur. Börn þeirra eru Arnór Rúnar, Har- aldur Elís, Guðmunda Þórunn, Í dag kveðjum við elskulega tengdamóður mína, Huldu Stef- aníu Sigurðardóttur, en hún lést á nítugasta og öðru aldursári hinn 17. mars síðastliðinn. Marg- ar góðar og fallegar minningar koma upp í hugann þegar litið er til baka og það eru mikil forrétt- indi að hafa átt hana að öll þessi ár. Ég hitti Huldu fyrst fyrir fjörutíu og tveimur árum og þá kom strax í ljós að þarna var stórkostleg mannkostakona á ferð. Hulda átti auðvelt með að kynnast fólki og var ávallt hressileg í samskiptum og sér- lega mannblendin. Hún talaði gjarnan hreint út og var ekkert að draga undan. Hulda átti marga góða vini á öllum aldri, unga ekki síður en aldna og ræktaði vel samband sitt við þá. Daglega var hún í símasambandi við fjölskylduna og vini sína. Barnabörnin og jafnvel barna- barnabörnin fengu oft símtal frá ömmu og þá skipti ekki máli hvort hringt var innanlands eða til útlanda. Hún var ætíð ung í anda og fylgdist vel með afkom- endum sínum sem hún var mjög stolt af og öllu sem var að gerast hjá þeim. Hjá henni áttu allir af- komendur hennar gælunöfn. Þau sakna nú sárt hressilegra sím- tala sem voru yfirleitt skemmti- leg og innihaldsrík. Þrátt fyrir háan aldur fylgdist Hulda mjög vel með öllum þjóð- málum og hikaði ekki við að segja skoðun sína. Hún fylgdist ætíð vel með allri umræðu sem í gangi var í þjóðfélaginu og þar voru Útvarp Saga og ÍNN-sjón- varpið ómissandi. Við yngra fólk- ið náðum oft ekki að fylgjast eins vel með og hún gerði. Hulda var mjög næm og sá gjarnan fyrir hluti sem aðrir í þessum heimi gerðu sér ekki grein fyrir og sáu ekki, en hún sagði oft fyrir um atburði sem áttu eftir að gerast síðar. Þennan hæfileika sinn bar hún ekki á torg, en hafði gaman af í þröng- um hópi vina og kunningja. Hulda hafði mjög gaman af að ferðast og ferðaðist mikið innan- lands og utan með eiginmanni sínum, Gísla Jónssyni, á meðan hann lifði. Á þeim árum var gjarnan farið til framandi staða erlendis og ýmist ferðast með skipum eða flugi. Eftir andlát Gísla hélt hún áfram að ferðast með okkur til útlanda og marg- sinnis kom hún með okkur til Las Palmas. Þar leið henni ætíð vel og kom alltaf endurnærð til baka. Hún hafði ráðgert að fara enn einu sinni til Las Palmas nú í febrúar með börnum sínum og okkur tengdabörnum skömmu áður en hún lést. Vegna veikinda komst Hulda ekki í þá ferð. Hulda fæddist í miðbæ Reykjavíkur og þar bjó hún alla sína ævi. Þau Gísli stofnuðu heimili á Lindargötu 13. Þau voru mjög samhent og bjuggu þar öll hjúskaparár sín. Eftir andlát Gísla og 46 ára búsetu á Lindargötunni keypti hún nýja íbúð í húsi á Völundarlóðinni og flutti sig þá til um nokkur hundr- uð metra. Þar bjó hún og hugs- aði alveg um sig sjálf allt til dauðadags. Ég vil þakka fyrir sérstaklega góða samfylgd, tryggð og allar góðu minningarnar. Hennar verður sárt saknað. Megi góður Guð blessa minninguna um Huldu og vaka yfir öllum ástvin- um hennar. Haraldur R. Jónsson. Í erli hversdagsleikans hring- ir síminn. Hún Hulda er dáin. Andlátsfregnin kom á óvart, þrátt fyrir háan aldur hennar og stutta innlögn á spítala. Á slíkum stundum vitjar fortíðin manns. Minningar áratuga vináttu við Huldu frænku, systur og for- eldra hennar koma upp í hugann. Við Hulda vorum systkina- börn og fjölskyldur okkar voru nágrannar í tugi ára. Það var því stutt að fara fyrir okkur systk- inin, mig, Ólaf og Sigríði, að heimsækja Huldu og systur hennar á Hverfisgötu 96 en þær voru á líkum aldri og við. Frá heimili okkar, sem var við Laugaveginn, var farið til þeirra systra um hestarétt þar sem nú er stórhýsið Laugavegur 77 og haldið áfram eftir götuslóða sem lá niður á Hverfisgötu og við krakkarnir nefndum Kattar- sund. Þetta var m.a. leiksvæði okkar Huldu á þessum árum. Í einu bakhúsinu bjó Sigurður Stefánsson símaverkstjóri, faðir Huldu og móðurbróðir minn. Hann bjó þar ásamt Guðfinnu Sveinsdóttur, konu sinni, og fjór- um dætrum, þeim Sigríði, Huldu, Svövu og Þórunni (Gógó). Svava og Gógó eru eftirlifandi þeirra systra. Á heimili þeirra bjó einnig bróðir Guðfinnu, Bjarni Sveinsson verslunarmað- ur og enskukennari, en hann kom á heimili þeirra um ferm- ingu og átti heimili hjá þeim í tugi ára. Bjarni var kunnur verslunarmaður í Reykjavík. Hann var fyrstur manna hér á landi sem æfði líkamsræktar- kerfi Carles Atlas og þýddi hann 12 bækur úr ensku síðar á æv- inni og gaf út sjálfur. Þetta smit- aðist til okkar frændsystkina og Bjarni var óspar á að útskýra og sýna okkur líkamsrækt án allra tækja og Hulda frænka hafði milligöngu í málinu. Bjarni átti líka radíófón. Það var oft glatt á hjalla. Heimili foreldra okkar Huldu voru mjög náin á þessum árum, oft var sameinast um að taka sláturmat til vetrarins eins og venjan var á flestum heimilum. Stálpaðir krakkar voru virkj- aðir í því að hjálpa foreldrum sínum við aðdrætti og sjálfa slát- urgerðina. Við krakkarnir feng- um að launum sláturkepp sem rúsínum hafði verið bætt í. Þeg- ar lokið var við að sjóða slátrið var venjan að kalla í frændfólk og vini þegar fært var upp úr stóra pottinum, slátrið var smakkað og rófur hafðar með. Þetta var árviss viðburður. En það var fleira sem samein- aði fjölskyldur okkar Huldu en það var undirbúningur jólanna. Þegar nær dró jólum urðu oft andvökunætur svo enginn færi í jólaköttinn. Sá sem þetta skráir sveif því oft inn í draumalandið við hljóðið í gömlu fótstignu saumavél móðurinnar, Ragn- heiðar Rannveigar Stefaníu, sem var föðursystir Huldu. Hulda sjálf varð frábær hús- móðir og hagleikskona og það gat því lengst í heimsóknum til hennar í kaffi og afbragðs bakk- elsi. Hulda missti Gísla mann sinn fyrir rúmum 20 árum, sem var henni afar erfitt, en hún vann vel úr sínum málum og komst yfir þá erfiðleika sem því fylgdu. Hulda frænka var gæfumann- eskja í sínu lífi, bjó við mikið barnalán, lifði langa ævi og deildi gleði með börnum sínum og barnabörnum sem veittu henni lífsfyllingu á efri árum. Börnum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ættingj- um sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Guðmundur K. Egilsson. Fyrir 15 árum hófust kynni okkar Huldu og tókst strax með okkur góð vinátta. Síðan þá höf- um við átt mikil samskipti mér til mikillar gleði og ánægju þar sem Hulda var einstaklega skemmtileg í samræðum, áhuga- söm, jákvæð og ráðagóð. Hulda lifði lífinu lifandi og tók þátt í ýmsum uppákomum og sprelli. Hún var ómissandi í matar- og kaffiboðum, oft á tíðum var hún hálfri öld eldri en aðrir gestir, en sú langfjörugasta. Hulda átti einstaklega auðvelt með að stofna til kynna við sér yngra fólk. Sýndi hún börnum mína einstaka hlýju og fylgdist með þroska þeirra og viðfangs- efnum af áhuga. Nú kveð ég góða vinkonu sem ég sakna mjög og verður mér ætíð minnisstæð. Börnum hennar og öðrum ættingjum sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Bryndís Bragadóttir. Hulda S. Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.