Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Hraðfrystihúsið-Gunnvör á Ísafirði áformar að hefja eldi regnbogasil- ungs í sjókvíum í Álftafirði í júní- mánuði, þegar starfs- og rekstrar- leyfi hafa fengist. Skipulagsstofnun hefur nú birt álit sitt um mat á um- hverfisáhrifum framleiðslu á 6.800 tonnum af regnbogasilungi og 200 tonnum af þorski í Ísafjarðardjúpi. Skipulagsstofnun telur að helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðs eldis HG í innanverðu Ísafjarðardjúpi felist í aukinni hættu á að sjúkdómar og laxalús berist frá eldinu í villta laxa- stofna á svæðinu og regnbogasilung- ur sem sleppi úr eldi í miklum mæli kunni að hafa neikvæð áhrif á orð- spor viðkomandi áa ef hann veiðist þar í umtalsverðu magni. Stofnunin telur að þó að ekki verði fullyrt að fyrirhuguð framkvæmd muni hafa veruleg neikvæð áhrif á náttúrulega stofna laxfiska í Ísafjarðardjúpi þá renni niðurstöður norskra rann- sókna stoðum undir það sjónarmið að fiskeldi HG auki hættu á laxa- lúsasmiti með tilheyrandi hættu á af- föllum hjá náttúrulegum stofnum. Ekki er vitað til að regnbogasil- ungur hafi náð að fjölga sér í ám á Ís- landi. Í eldinu verða eingöngu not- aðar hrygnur og því ekki talin hætta á því að eldisfiskur geti af sér af- kvæmi. Að mati Skipulagsstofnunar geta áhrif strokufisks orðið óveruleg til nokkuð neikvæð á náttúrulega stofna. Áhrifin yrðu þó tímabundin og afturkræf. Skipulagsstofnun tekur undir hugmyndir um að innleiddur verði norskur staðall um eftirlit með eld- isbúnaði. helgi@mbl.is HG stefnir að því að setja út fyrstu silungsseiðin í júní  Mati lokið á umhverfisáhrifum fyrir 6.800 tonna framleiðslu Sviptingar í ferlinu » HG hefur lengi verið með þorskeldi í Ísafjarðardjúpi. Það kynnti á árinu 2011 áform um að stækka eldið og útvíkka með 7.000 tonna framleiðslu, aðallega á laxi. » Skipulagsstofnun taldi í fyrstu að það þyrfti ekki að fara í umhverfismat en snérist hugur eftir að málið hafði verið kært til úrskurðarnefndar. » HG breytti um, lagði áherslu á regnbogasilung því auðveld- ara væri að koma honum í gegnum umhverfismat. 15% fleiri farþegar milli landa Starfsemi Ice- landair jókst mjög í marsmán- uði, miðað við ár- ið á undan. Sæta- nýting jókst og hefur aldrei verið betri í mars. Icelandair flutti 183 þúsund farþega í milli- landaflugi, 23.850 farþegum fleira en í mars í fyrra. Aukningin er 15% á milli ára. Sæta- framboð jókst um 7%. Nýting sæta var 82,7% og jókst um 4,4% á milli ára. Færri farþegar voru í innanlands- flugi og Grænlandsflugi en í mars í fyrra. Fluttir voru rúmlega 23 þús- und farþegar, 900 farþegum færra. Sætanýting var 72,7% og var heldur betri en árið á undan vegna þess að sætaframboð hafði minnkað. Einnig varð aukning í leiguflugi og fraktflutningum. Seldir tímar í leiguflugi jukust um 3% á milli ára. Fraktflutningar jukust um 2% frá því á síðasta ári. Seldum gistinóttum á hótelum fé- lagsins fjölgaði um hálft prósent, miðað við mars á síðasta ári, voru rúmlega 18 þúsund. Herbergisnýt- ing var 78,8% borið saman við 78,5% í fyrra. helgi@mbl.is Flug Stigið út úr vél Icelandair.  Aukning í starf- semi Icelandair Einstakt landslag Austfjarðanna blasti við farþegum sem komu með flugvél Icelandair frá Þrándheimi í Noregi sl. mánudag. „Við vorum sennilega í um 30 þúsund fetum þegar komið var inn yfir landið. Þarna var rof í skýjahulunni og skyndilega blasti Gerp- issvæðið við okkur. Þetta var stórbrotið og raunar sást alveg frá Lóni norður á Langanes,“ segir mynda- smiðurinn Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt hjá Landslagi. Eins og vel sést á myndinni er snjóa farið að leysa í hlíðum fjalla eystra, enda vorar alltaf fyrst við sjáv- arsíðuna. Efst á þessari mynd sést Mjóifjörður, en sé röðin svo þrædd áfram kemur Norðfjörður næst, þá Hellisfjörður og Viðfjörður – og þar skagar Barðsnes fram til austurs. Næst koma svo Sandvík og Gerpir, austasti oddi landsins. Næst sést svo í Vöðlavík og hinn breiði flói sem gengur inn í landið, eins og sést neðst á myndinni, er Eskifjörður. sbs@mbl.is Ljósmynd/Þráinn Hauksson Stórbrotið Gerpissvæðið í skýjarofi Einstakt landslag Austurlands úr 30 þúsund fetum Framkvæmdir við lengingu Arn- arnesvegar hefjast í sumar en fyr- irhugað er að bjóða verkið út í maí. Um er að ræða 1,6 km vegarkafla sem liggur á milli Reykjanesbrautar og Fífuhvammsvegar. Áætlaður kostnaður við fram- kvæmdirnar eru um 900 milljónir króna samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni en Vegagerðin leggur nú lokahönd á hönnunar- og útboðs- gögn og í samvinnu við fulltrúa Kópavogsbæjar, Garðabæjar og veituaðila. Áætluð verklok eru á næsta ári og er veginum ætlað að létta á umferð um Fífuhvammsveg. Ljósmynd/Vegagerðin Hefjast handa við lengingu Arnarnesvegar í sumar Laufey Rún Ketilsdóttir laufey@mbl.is Félag tæknifólks í rafiðnaði sam- þykkti í gær verkfall með 92% at- kvæða og Félag rafeindavirkja sam- þykkti verkfall með 88,9% atkvæða. Þar með stendur fyrir dyrum að tæknimenn hjá Ríkisútvarpinu fari í verkfall 16. apríl kl. 6 að morgni fram til kl. 6 þann 20. apríl og síðar í ótímabundið verkfall 24. apríl næst- komandi ef samningar nást ekki fyr- ir þann tíma. Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Ís- lands (RSÍ), sem hefur samningsum- boð fyrir félögin tvö gegn Samtökum atvinnulífsins og RÚV, segist vænta þess að ríkissáttasemjari boði til fundar í kringum næstu helgi í ljósi niðurstöðunnar. „Ég er bjartsýnn á að menn nái að leysa þessa deilu. Við erum langt komin í ferlinu og það vantar einungis þessa viðurkenningu frá SA og RÚV að gera sér kjara- samning við tæknimenn RÚV. Það ber ekki mikið á milli varðandi laun- in,“ bætir hann við. Segir hann markmiðið með sér kjarasamningi vera að tryggja réttindi sem tækni- menn RÚV höfðu sem opinberir starfsmenn áður en RÚV var breytt í opinbert hlutafélag. „Óábyrgt að ganga að þeim“ Í tilkynningu sem stjórnendur RÚV sendu frá sér í kjölfar niður- stöðunnar í gær segir að það sé þeim mikil vonbrigði að tilboði um fyrir- tækjasamning sem rann út á hádegi í gær og tók á lykilkröfum starfs- manna RÚV hafi verið hafnað og að viðræður séu aftur komnar á upp- hafsreit hjá ríkissáttasemjara. „Fyr- ir rúmri viku lá fyrir samkomulag um lykilatriði nýs fyrirtækjasamn- ings en á lokametrunum setti samn- inganefnd RSÍ fram nýjar kröfur sem voru þess eðlis að RÚV taldi óá- byrgt að ganga að þeim,“ segir í til- kynningunni ásamt því að RÚV vilji tryggja starfsmönnum RÚV sann- gjörn kjör en það verði að vera í sam- hengi við samninga á almennum markaði og ekki til þess fallið að stofna rekstri RÚV í óvissu. Tæknimenn á RÚV samþykktu verkfall RÚV Félag rafeindavirkja samþykkti með 88,9% og Félag tæknifólks með 92%. RSÍ hefur samningsumboð og er formaðurinn bjartsýnn á framhaldið.  Fyrsta verkfallslotan 16.-20. apríl  Formaður RSÍ bjartsýnn  Stjórnendur RÚV vonsviknir Morgunblaðið/Ómar Vegurinn um Holtavörðuheiði var lokaður í gærkvöldi vegna umferð- aróhapps. Flutn- ingabíll sat þar fastur þversum á veginum og tafði umferð, sam- kvæmt upplýs- ingum lögreglu. Björgunarsveitir frá Hvamms- tanga og úr Borgarfirði voru kall- aðar út til aðstoðar. Samkvæmt upp- lýsingum Landsbjargar var snarvitlaust veður á háheiðinni en björgunarmenn aðstoðuðu vegfar- endur niður af heiðinni. Hægt var að fara um Laxárdals- heiði og Bröttubrekku. Á Norðurlandi vestra var víða greiðfært á láglendi en hálka eða hálkublettir á fjallvegum. Stórhríð var á Öxnadalsheiði og hún talin ófær. Snjóþekja og éljagangur var í Víkurskarði og hálka eða snjóþekja austur að Mývatni. Bíll sat þversum á Holtavörðuheiði Háheiði Flutninga- bíll lenti þversum. Ríflega helmingur þeirra sem af- stöðu tóku í Þjóðarpúlsi Gallup sagðist andvígur því að draga til baka umsókn um aðild að ESB. 51% svarenda svaraði svo en 39% kváð- ust hlynnt því að draga umsóknina til baka. Aðspurð sögðu 73% að ákvörðun ríkisstjórnarinnar hefði átt að ræða á Alþingi áður en ESB var tilkynnt um hana en 27% töldu að ekki hefði verið þörf á að ræða hana á þingi. Meirihluti vill ekki afturkalla umsókn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.