Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Funahöfði 1 | 110 Reykjavík | Sími 567 4840 | www.bilo.is | bilo@bilo.is NISSAN QASHQAI SE 05/2012, ekinn 107 Þ.km, DIESEL, sjálfskiptur. Verð 3.890.000. Raðnr. 253362 NISSAN QASHQAI+2 SE 06/2011, ekinn 77 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, 7manna. Verð 3.980.000. Raðnr. 253442 SUZUKI GRAND VITARA LUXURY 01/2011, ekinn 48 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 3.690.000. Raðnr. 285657 BMW 530D 09/2006, ekinn 93 Þ.km, DIESEL, sjálfskiptur. Gríðarlega flott eintak!Verð 4.290.000. Raðnr. 133687 AUDI A4 AVANT 1,8 TURBO 02/2011, ekinn 42 Þ.km, bensín, sjálfskiptur, leður ofl. Verð 5.490.000. Raðnr.253431 Þú finnur bílinn á bilo.is Auglýstir bílar eru á staðnum Skráðu bílinn á bilo.is Kristján Jónsson kjon@mbl.is Enn er beðið eftir því að Hillary Clinton lýsi yfir vilja til að verða for- setaefni demókrata á næsta ári en talið er nær víst að hún muni hreppa tilnefninguna. Á hinn bóginn er lík- legt að margir verði um hituna hjá repúblikönum. Öldungadeild- arþingmaðurinn Ted Cruz hefur þegar gefið kost á sér og í gær bætt- ist Rand Paul við. Hann hefur eins og Cruz notið stuðnings hægrisinna í Teboðshreyfingunni bandarísku. Paul situr nú í öldungadeildinni fyrir Kentucky, náði kjöri 2010. Hann er augnlæknir að mennt og er þekktur fyrir róttæk frjálshyggju- viðhorf sín. Þótt Paul fái oft verulegt fylgi í skoðanakönnunum hafa sumir stjórnmálaskýrendur bent á að það sé aðallega frá eitilhörðum flokks- mönnum. Hætt sé við að áhrifamenn í flokknum vilji fremur fá forsetaefni sem sé líklegra til að höfða meira til miðjunnar og óháðra kjósenda. Paul vill fyrst og fremst lækka skatta og draga úr opinberum út- gjöldum alríkisins, leggja niður ráðuneyti eða minnka mjög umsvif þeirra í Washington, takmarka hernaðarútgjöld. Og hann vill að Bandaríkjastjórn hætti að verja fé í þróunaraðstoð. Leiðtogar á borð við John McCain, fyrrverandi forseta- efni repúblikana, saka Paul um ein- angrunarhyggju í alþjóðamálum. Paul hefur gagnrýnt símhleranir njósnastofnana, segist þó ekki vera á móti öllum njósnum eða slíkri gagnasöfnun en lágmarkið sé að fenginn sé dómaraúrskurður fyrir hlerun. Paul vill heimila notkun kannabis til lækninga og minnka refsigleði lögreglu vegna fíkniefna- brota, er andvígur fóstureyðingum nema í undantekningartilfellum. Einn af þeim sem líklegt er að bjóði sig fram er repúblikaninn Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri í Flór- ida, bróðir fyrrverandi forseta, George W. Bush, og sonur George H. W. Bush, sem einnig var forseti. Jeb Bush hefur, auk þess að minna á reynslu sína og vinsældir í Flórída, reynt að höfða til miðjumanna, lagt áherslu á að milda ásjónu flokksins. En karlaveldi repúblikana gæti síðan lotið í lægra haldi fyrir Carly Fiorina, fyrrverandi forstjóra Hew- lett-Packard-tölvurisans. Hún hefur látið í ljós mikinn áhuga á framboði. Paul vill verða forsetaefni repúblikana  Eindreginn frjálshyggjumaður og vill minnka hernaðarumsvif AFP Frelsi! Rand Paul, öldungadeild- arþingmaður frá Kentucky. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Grískir ráðamenn reyna enn að fá Þjóðverja til að borga skaðabætur vegna framferðis nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldar og krefjast alls 279 milljarða evra. Á fimmtudag gjaldfalla vextir upp á 450 milljónir evra af láni Grikkja hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, AGS, og Grikkir horfa nú í örvæntingu til stjórnar Vladímírs Pútíns Rúss- landsforseta í von um hjálp. Forsætisráðherra Grikklands, Alexis Tsipras, sækir Rússa heim í vikunni og mun m.a. ræða viðskipta- legar refsiaðgerðir Evrópusam- bandsins vegna Úkraínudeilunnar. „Við höfum ekki trú á viðskiptaleg- um refsingum, þær eru blindgata,“ sagði Tsipras í gær í viðtali við Tass- ríkisfréttastofuna rússnesku. Sagð- ist hann myndu beita neitunarvaldi gegn tillögum um að framlengja refsiaðgerðirnar næst þegar þær yrðu á dagskrá hjá ESB. Grikkir hafa öldum saman litið á Rússa sem vinaþjóð enda margt í sögu og menn- ingu þjóðanna sem tengir þær. Fram kemur í Dagens Nyheter að embættismaður í Moskvu hafi sagt að til greina kæmi að lækka verð á gasi til Grikkja. Ljóst er að þannig yrði Tsipras launað fyrir að rjúfa samstöðu ESB í deilunum við Rússa. Tilraun Tsipras til að beita Moskvustjórninni sem eins konar þumalskrúfu og fá þannig aukna lánafyrirgreiðslu hefur því valdið áhyggjum í Þýskalandi og fleiri ESB-löndum. Ritið Business Insider hefur eftir Martin Schultz, tals- manni ESB-þingsins, að það yrði „óásættanlegt ef Tsipras legði sam- eiginlega stefnu Evrópu gagnvart Rússum að veði gegn rússneskri að- stoð“. Hyggst Pútín bjarga Grikkjum frá hruni?  Tsipras segist beita neitunarvaldi gegn viðskiptarefsingum Eining í húfi » Grikkland er ekki eina ESB- ríkið sem er á móti refsiað- gerðum gegn Rússum vegna Úkraínumálanna. Það gera einnig ungverskir ráðamenn og forseti Tékklands. » En hefðu Grikkir frumkvæði að því að stöðva aðgerðirnar myndu þeir grafa undan ein- ingu sambands sem oft hefur átt erfitt með að tryggja hana. Alexis Tsipras Vladímír Pútín Sært barn fær aðhlynningu í sjúkratjaldi á svæði sýr- lenskra uppreisnarmanna í Douma, skammt austan við höfuðborgina Damaskus, um helgina. Herflugvélar stjórnar Bashars al-Assads forseta eru sagðar hafa gert margar loftárásir á svæði í grennd við aðalsjúkrahús Damaskus. Harðir bardagar voru einnig í gær milli hryðjuverkamanna Ríkis íslams, IS, og palestínskra vígamanna í Yarmouk-flóttamannabúðum Palestínu- manna í höfuðborginni en IS ræður nú yfir hluta búð- anna. Samtökin gerðu árás á þær sl. miðvikudag og hafa aldrei fyrr náð jafnlangt inn í Damaskus. Um 18.000 flóttamenn, þar af um 3.500 börn, eru í búðunum og þar er mikill skortur á mat, drykkjarvatni og lyfjum. Örygg- isráð Sameinuðu þjóðanna hélt neyðarfund á mánudag til að ræða um Yarmouk og hvatti til þess að flóttafólkið fengi að yfirgefa staðinn. Yfirmaður sérstakrar stofn- unar SÞ sem annast palestínska flóttamenn, Pierre Krahenbuhl, sagði ástandið í búðunum vera „skelfilegt“. AFP Börnin eru varnarlaus í Yarmouk Gestum og starfsmönnum í dýragarði í borginni Kristi- ansand í Noregi brá illa í brún í gær þegar stór eland- antílópa réðst á gíraffa og varð honum að bana. Gíraffinn hafði fest annað hornið í limgerði og barðist ákaft um til að losa sig. „Allt í einu kom heljarstórt dýr með beitt horn og réðst á gíraffann,“ sagði Øyvind Hansen, sem var meðal 20-30 vitna að atburðinum, segir í Aftenposten. Antilópan stangaði gíraffann nokkrum sinnum áður en honum tókst að losa sig en þá féll hann strax á jörðina. Ekki tókst að bjarga lífi hans. Gíraffar eru að sjálfsögðu nokkrum metrum hærri en antílópur og rúm- lega helmingi þyngri, fullvaxið karldýr oft um 1.200 kíló. Bæði gíraffar og antílópur eru grasbítar en karldýrin geta verið árásargjörn. kjon@mbl.is GESTIR Í DÝRAGARÐI Í NOREGI FELMTRI SLEGNIR Stór antílópa stangaði gíraffa til bana Eland-antílópa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.