Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 27
ÍSLENDINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 og rekstri Rafheima, fræðsluseturs fyrir skólabörn um rafmagnsfræði sem var mjög gefandi og skemmti- legt.“ Stefán hefur verið sjálfstætt starfandi sagnfræðingur frá 2010. Félagsstörf og ritstörf Stefán hefur verið viðloðandi spurningaleiki og -keppnir af ýmsu tagi frá menntaskólaárum. Hann hefur verið spurningahöfundur og dómari í þáttum á borð við spurn- ingaþáttinn Ha? á Skjá einum, Gettu betur og Útsvar á RÚV og samið borðspil í sama dúr. Hann hefur sinnt ýmsum rit- störfum í gegnum tíðina og sent frá sér þrjár bækur ýmist einn eða í samvinnu við aðra: Frambókina, 100 ára sögu Knattspyrnufélagsins Fram; ð ævisögu, sögu bókstafsins ð og uppflettirit um bjór, en hann hefur kennt ýmis námskeið í Bjór- skólanum. Stefán hefur verið virkur í ýms- um félagsstörfum í gegnum tíðina. Hann gegndi trúnaðarstörfum í Al- þýðubandalaginu, þar á meðal for- mennsku í Verðandi, samtökum ungs Alþýðubandalagsfólks. Hann var formaður Samtaka hernaðar- andstæðinga nær samfleytt frá 1999 til 2015. Hann hefur setið í stjórn Knattspyrnufélagsins Fram og í Hagstund, félagi stundakenn- ara á háskólastigi, og sinnt öðrum félagsstörfum. „Ég er sérstakur áhugamaður um franskar myndasögur og flutti vorið 2013 þrettán og hálfrar klukkustundar fyrirlestur um Sval og Val, sem er eftir því sem næst verður komist Íslandsmet í lengstri óslitinni ræðu.“ Fjölskylda Eiginkona Stefáns er Steinunn Þóra Árnadóttir, f. 18.9. 1977, al- þingiskona Vinstri-grænna. For- eldrar hennar: Árni Sveinbjörns- son, f. 9.1. 1948, trillusjómaður í Neskaupstað, og Lára Jóna Þor- steinsdóttir, f. 21.5. 1957, sérkenn- ari í Reykjavík. Börn Stefáns og Steinunnar: Ólína Stefánsdóttir, f. 23.4. 2005, og Böðvar Stefánsson, f. 13.3. 2009. Systir Stefáns: Þóra Pálsdóttir, f. 18.7. 1980, verkfræðingur í Kópavogi. Foreldrar Stefáns: Páll Stefáns- son, f. 11.6. 1952, heilbrigðisfulltrúi í Reykjavík, og Ingibjörg Haralds- dóttir, f. 31.12. 1953, framhalds- skólakennari í Reykjavík. Úr frændgarði Stefáns Pálssonar Stefán Pálsson Elín Sigríður Jónsdóttir ljósmóðir á Ísafirði Þórður Guðjón Jónsson múrarameistari á Ísafirði Þóra Sigríður Þórðardóttir verkakona í Reykjavík Haraldur Steinþórsson kennari og framkv.stj. BSRB, bús. í Rvík Ingibjörg Haraldsdóttir framhaldsskólakennari í Rvík Ingibjörg Benediktsdóttir skáldkona og kennari í Reykjavík Steinþór Guðmundsson skólastjóri og kennari í Reykjavík Guðrún Jónsdóttir húsmóðir á Kópareykjum í Reykholtsdal Ingunn Anna Jónasdóttir kennari á Akranesi Ólafur Bjarnason bóndi og hreppstjóri í Brautarholti á Kjalarnesi Ólafur Ólafsson fv. landlæknir Ingibjörg Birna Jónsdóttir húsmóðir á Kristnesi í Eyjafirði Ragnheiður Ásta Pétursdóttir fv. þulur á RÚV Eyþór Gunnarsson tónlistarmaður Steinunn Bjarnadóttir húsmóðir í Rvík Baldur Símonarson prófessor í lífefnafræði Guðmundur Bjarnason bóndi í Hlíðarhvammi í Sogamýri, Rvík Guðrún Guðmundsd. fv. leikskólakennari í Rvík Óskar Jónasson kvikmyndagerðarmaður í Rvík Kristján Stefánsson hæstaréttarlögmaður í Rvík Einar Jónsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar Hildur Einarsdóttir bókavörður í Rvík Einar Magnússon lyfjafræðingur í Rvík Þóra Einarsdóttir söngkona Jóhanna A. Jónsdóttir ljósmóðir á Ísafirði Jón Ásgeirsson tónskáld Steinþór Haraldsson lögfræðingur í Reykjavík Þórður Kári Steinþórsson tónlistarmaður í Samaris Svanhildur Steinþórsdóttir ritari í Reykjavík Hrefna Kristmannsdóttir prófessor í jarðfræði Alice Bergsson fædd Hansen, húsmóðir í Reykjavík Kristján Friðrik Bergsson forseti Fiskifélagsins og stofnandi Anna Þorbjörg Kristjánsdóttir skrifstofukona í Rvík Stefán Jónsson skrifstofustjóri SÍF, bús. í Rvík Páll Stefánsson heilbrigðisfulltrúi í Rvík Anna Þorgrímsdóttir húsmóðir í Reykjavík Jón Bjarnason héraðslæknir á Kleppjárnsreykjum Anna Þorsteinsdóttir fæddist áÓseyri við Stöðvarfjörð, S-Múl., 8. apríl 1915. Foreldrar hennar voru hjónin Þorsteinn Þor- steinsson Mýrmann, útvegsbóndi og kaupmaður þar, og Guðríður Gutt- ormsdóttir húsfreyja. Anna fór í Húsmæðraskólann á Hallormsstað og gerðist síðan kenn- ari heima á Óseyri, tók þangað börn í einkatíma og var í framhaldi af því farkennari í Helgustaða- og Breiða- víkurhreppi. Hún flutti síðan til Reykjavíkur þar sem hún gerðist for- stöðumaður Mötuneytis stúdenta þar til hún giftist og flutti með manni sín- um vestur að Hrafnseyri við Arnar- fjörð. Þar bjuggu þau í eitt ár. Þaðan lá leiðin að Heydölum í Breiðdal þar sem þau bjuggu í 40 ár og þá aftur til Reykjavíkur þar sem ævikvöldinu lauk. Anna var kennari í Arnarfirði 1946- 1947, en kenndi síðan að mestu leyti í Breiðdal. Hún gegndi ýmsum félags- og trúnaðarstörfum, var m.a. í stjórn Austfirðingafélagsins í Reykjavík 1944-1945. Varaformaður slysavarna- deildarinnar Einingar í Breiðdal frá stofnun 1951-1954 og formaður frá 1954-1962. Í stjórn Skógræktarfélags í Breiðdal frá stofnun 1951 til 1961. Hvatamaður að stofnun kvenfélags- ins Hlífar í Breiðdal og formaður frá stofnun þess 1961-1964. Ritari Sam- bands austfirskra kvenna 1966-1979. Í sóknarnefnd 1964-1977 og safn- aðarfulltrúi frá 1970. Í stjórn NAUST 1978-1980. Í jafnréttisnefnd frá 1978- 1986. Í barnaverndarnefnd um árabil. Í skólanefnd Breiðdalsskólahverfis 1974-1978 og prófdómari þar um ára- bil. Í hreppsnefnd Breiðdalshrepps 1958-1962. Anna gaf út tvær bækur, Sögur úr sveitinni (2002), og Vísur Önnu (2004). Að auki liggja eftir hana ljóð og greinar í ýmsum ritum. Eiginmaður Önnu var Kristinn Hó- seasson, prófastur á Heydölum, f. 17.2. 1916, d. 8.4. 2008. Foreldrar hans voru Hóseas Björnsson, bóndi og húsasmíðameistari í Höskulds- staðaseli í Breiðdal, og k.h. Marselía Ingibjörg Bessadóttir húsfreyja. Kjörbörn Kristins og Önnu eru Hall- björn og Guðríður. Anna lést 29.7. 2009. Merkir Íslendingar Anna Þorsteinsdóttir 85 ára Fjóla Þorsteinsdóttir Guðni Björgvin Friðriksson 80 ára Anna Pálína Þórðardóttir Clara G. Waage Eyjólfur Eysteinsson Jóhann J. Ólafsson Sigrún Einarsdóttir 75 ára Ásta Jóhannesdóttir Björg Árdís Kristjánsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Jón Guðmundur Sveinsson Magnús Finnsson Snær Karlsson 70 ára Arnar I. Sigurbjörnsson Drífa Pálsdóttir Guðrún Ármannsdóttir Halldór Sigursteinsson Jón Heiðberg Sigursteinsson Kristberg Finnbogason Leifur Benediktsson Rögnvaldur Bjarkar Árelíusson Sigrún Briem Sigrún Friðriksdóttir 60 ára Auður Þorgeirsdóttir Guðmundur Ragnar Björnsson Ingibjörg Jóhannsdóttir Ingibjörg Júlíusdóttir Jenný Líndal Kjartansdóttir Miodrag Glisic Rafn Valgarðsson Rósa Þorsteinsdóttir Sigrún Hjördís Pétursdóttir Yngvi Sindrason Þórdís Gunnarsdóttir 50 ára Grétar Birkir Guðmundsson Guðmundur Helgason Guðríður Helga Gunnarsdóttir Gyða Þórdís Þórarinsdóttir Hafsteinn G. Einarsson Helga Ósk Friðriksdóttir Jóhanna Elínborg Harðardóttir Kristbjörg Erla Kjartansdóttir Óskar Hörður Gíslason Pétur Hjálmtýsson Ragnheiður Ólafsdóttir Rigmor Jensen Samrit Sawangjaitham Sigríður Sigurjónsdóttir Sigrún Konráðsdóttir Sigurgeir Bjarni Gíslason Örn Unnarsson 40 ára Agnieszka Krystyna Forys Erla Sigríður Hallgrímsdóttir Helga Jóhannsdóttir Huong Thu Thi Ðinh Inga Helga Sveinsdóttir Katarzyna Kosciuczuk Leó Örn Þorleifsson Marie Ann Butler Unnar Stefán Sigurðsson 30 ára Erna Ágústsdóttir Friðmar Bjartmarsson Guðrún María Magnúsdóttir Lukasz Józef Kuka Pylyp Fomyn Rósa Dögg Gunnarsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Ellen býr í Reykja- vík og er heimavinnandi. Maki: Daníel Henrik Pétursson, f. 1970, vinnur í heildversluninni Garra. Börn: Arnar Logi Daní- elss. Behrens, f. 2011, og Sara Diljá Daníelsd. Behrens, f. 2013. Foreldrar: Þórarinn Steingrímsson, f. 1964, sjúkraflutningamaður í Ólafsvík, og Svandís Lóa Ágústsdóttir, f. 1965, vinnur í fiski í Ólafsvík. Ellen Ósk Þórarinsdóttir 30 ára Tinna er Sauð- krækingur og er heima- vinnandi. Maki: Jón Oddur Heið- berg Hjálmtýsson, f. 1983, sjómaður á Arnari HU frá Skagaströnd. Börn: Birta Líf, f. 2002, Tristan Tryggvi, f. 2008, og Kristófer Bjarmi, f. 2012. Foreldrar: Tryggvi Ólafur Tryggvason, f. 1965, og Helga Steinarsdóttir, f. 1963, bús. á Sauðárkróki. Tinna Ýr Tryggvadóttir 40 ára Þórhalla er heima- vinnandi Hornfirðingur. Maki: Aðalsteinn Ingólfs- son, f. 1969, framkvstj. Skinneyjar-Þinganess. Börn: Siggerður, f. 1995, Inga Kristín, f. 1997, Guð- rún Ása, f. 2000, Aníta, f. 2003 og Aðalsteinn, f. 2006. Foreldrar: Magnús Ei- ríkss., f. 1958 og Inga Kristín Sveinbjörnsd., f. 1958. Fósturfaðir: Björn Ármannss., f. 1953. Ólöf Þórhalla Magnúsdóttir Iðnaðarúðabrúsar fyrir olíur o.fl. Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070 Fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is Gæða úðabrúsar til hreingerninga

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.