Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 19
19 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Leiktæki Í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal í Reykjavík er nóg að gera og tækið Sólardans vekur gjarnan lukku, þó ekki séu allir sáttir við að verða að hætta leik þegar hæst stendur. Eggert Ríkissjóður heldur áfram að skattleggja störfin í landinu í formi launatengdra gjalda. Á komandi ári mun ríkis- sjóður að óbreyttu leggja, á föstu verðlagi, rúmlega 42 þúsund milljónum króna meira á greidd laun, en alda- mótaárið 2000. Raun- hækkunin jafngildir rúmlega 230 þúsund krónum á hvern vinn- andi Íslending. Þessar upplýsingar má lesa úr svari fjár- málaráðherra við fyrir- spurn Steingríms J. Sigfússonar um launa- tengd gjöld og þróun þeirra. Þar skiptir tryggingagjaldið lang- mestu. Markaðsgjald og gjald í Ábyrgðarsjóð launa eru einnig hluti af launatengdum gjöld- um (nú samtals 0,1%) en í fram- kvæmd eru þau gefin upp sem hluti af tryggingagjaldi og er við það mið- að hér á eftir. Minna svigrúm Eðli máls hækkar tryggingagjald launakostnað fyrirtækja. Því hærra sem gjaldið er því hærri er launa- kostnaðurinn. Svigrúm fyrirtækja til að fjölga starfsmönnum og/eða hækka laun þeirra sem fyrir eru, verður takmarkaðra eftir því sem ríkið seilist lengra í að skattleggja störfin í formi launatengdra gjalda. Þótt álagningarhlutfall trygginga- gjaldsins hafi lækkað nokkuð frá stjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna, er það nær 40% hærra en það var um aldamótin og 35% hærra en árið sem fjármálakerfið féll. Árið 2000 var tryggingagjaldið 5,23% en er á þessu ári 7,49% og á að lækka í 7,35% á næsta ári. Hæst fór gjaldið í 8,65% á árunum 2010 og 2011 þegar Steingrímur J. Sigfússon stjórnaði ríkisfjármálunum. Sem hlutfall af landsfram- leiðslu var trygginga- gjaldið 4,1% á árum Steingríms J. en var 2,8% um aldamótin. Tryggingagjaldið væri liðlega 23 þúsund millj- ónum króna lægra á þessu ári en reiknað er með í fjárlögum ef hlut- fall þess af landsfram- leiðslu væri það sama og í byrjun aldarinnar. Með skattmann á launaskrá Þegar forystumenn launafólks og atvinnu- rekenda setjast niður við erfiða kjarasamn- inga hljóta þeir að leiða hugann að því hvernig möguleikar fyrirtækja til að greiða hærri laun og fjölga starfsmönnum eru skertir með þung- um álögum á laun. Með óbeinum hætti greiða launamenn álögurnar í formi færri starfa og lægri launa. Skattar á launagreiðslur fyrir- tækja eru yfirleitt vond aðferð við að fjármagna útgjöld ríkisins. Umsvif fyrirtækja verða minni en ella, hagn- aður þeirra lægri og þar með verður ríkissjóður af hærri tekjuskatti af at- vinnurekstri. Laun starfsmanna verða lægri og störfin færri og aftur ber ríkissjóður skarðan hlut frá borði með lægri tekjuskatti einstaklinga. Hið sama á við um sveitarfélögin sem fá minna í sinn hlut í formi útsvars. Verst er þó að tryggingagjaldið vinnur gegn litlum fyrirtækjum og dregur úr möguleikum þeirra til vaxtar. Með nokkurri einföldum má halda því fram að tíu manna fyrirtæki sé með ellefta manninn – skattmann – á launaskrá. Ofsköttun viðurkennd Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna gekk hart fram í hækkun skatta á fyrirtæki og ein- staklinga. Um 200 breytingar á skattkerfinu voru gerðar og jafnvel sérfræðingar áttu erfitt með að fylgj- ast með breytingunum. Árið 2008 var tekjuskattur fyrir- tækja 15% en stjórn norrænnar vel- ferðar ákvað að hækka hann í 20%. Tryggingagjaldið var hækkað hressilega eins og áður hefur verið bent á. Undir gunnfána hærri skatta og flóknara skattkerfis var svo hafist handa við að gera forréttindasamn- inga – ívilnunarsamninga. Afsláttur af tryggingagjaldinu skyldi verða 50- 100% og tekjuskattur hinna útvöldu fyrirtækja vera sá sami og árið 2008. Með þessu viðurkenndu stjórnvöld í reynd að ofsköttun kæmi í veg fyrir fjárfestingar og atvinnusköpun. Og þannig hefur boltinn haldið áfram að rúlla. Í stað þess að ganga hreint til verks og skera upp skatt- kerfi vinstri stjórnar eru forrétt- indasamningar gerðir. Tekjuskattur er lægri en hjá öðrum fyrirtækjum, 50% afsláttur er veittur af almennu tryggingagjaldi, afsláttur gefinn af fasteignagjöldum og jafnvel boðið upp á sérstaka þjálfunarstyrki fyrir verðandi starfsmenn hinna útvöldu fyrirtækja. Hugmyndafræði forréttinda Í desember síðastliðnum skrifaði ég um úrelta hugmyndafræði for- réttinda og fyrirgreiðslu, sem íviln- unarsamningar stjórnvalda við ein- stök fyrirtæki byggja á. Þar sagði meðal annars: „Þegar stjórnvöld telja nauðsyn- legt að gera sérstaka ívilnunarsamn- inga við fyrirtæki er það ekki merki um jákvætt viðhorf til uppbyggingar eða skynsamlega langtímastefnu í atvinnumálum. Ívilnunarsamningar, hvort heldur er um skattamál eða aðra þætti sem marka umgjörð at- vinnulífsins, eru birtingarmynd úr- eltrar hugmyndafræði fyrirgreiðslu og forréttinda sem eru óskilgetin af- kvæmi klíkukapítalismans.“ Í greininni var því haldið fram að ívilnunarsamningar við útvalin fyrir- tæki væru merki um sjúkt ástand. Skattalegir ívilnunarsamningar feli í sér viðurkenningu stjórnvalda á því að „sú umgjörð sem íslenskt skatt- kerfi sníður atvinnulífinu sé óhag- stætt“. Forréttindasamningar eru með öllum óþarfir ef skattaleg umgjörð fyrirtækja og annað regluverk er hagfellt og með hvötum til efnahags- legra framkvæmda. Þá er ónefnt það innbyggða óréttlæti sem fólgið er í skattalegum sérréttindum. Forskriftin fyrir hendi Hitt er svo annað að þeir ívilnun- arsamningar sem gerðir hafa verið eru ágæt forskrift að því hvernig nauðsynlegt er að breyta skattaum- hverfi atvinnulífsins í heild sinni: Tekjuskattur verði 15% og trygg- ingagjald svipað og það var 2007/08 eða 5,34%. Lækkun trygginga- gjaldsins gefur fyrirtækjum aukið svigrúm til að koma til móts við kröf- ur um hærri laun – 23 þúsund millj- ón króna svigrúm – án þess að velta hækkuninni út í verðlagið. Kaup- máttur ráðstöfunartekna hækkar og gæti hækkað nokkru meira ef sveit- arfélögin nýttu tækifærið til að lækka útsvarsprósentuna samhliða því sem skattstofn einstaklinga hækkar. Forystumenn launafólks og at- vinnurekenda gerðu fátt betra en að sameinast í kröfunni um að stjórn- völd geri „ívilnunarsamninga“ við öll íslensk fyrirtæki. Hagur launafólks batnar verulega og í kaupbæti fáum við heilbrigðara umhverfi þar sem öll fyrirtæki sitja við sama borð. Eftir Óla Björn Kárason »Forystumenn launafólks og atvinnurekenda gerðu fátt betra en að sameinast í kröfunni um að stjórnvöld geri „ívilnunarsamn- inga“ við öll fyrirtæki. Óli Björn Kárason Höfundur er varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Forskrift að breyttu skattaumhverfi atvinnulífsins Þróun launatengdra gjalda Tryggingagjald álagningarhlutfall - vinstri ás % af landsframleiðslu - hægri ás 9,0% 8,5% 8,0% 7,5% 7,0% 6,5% 6,0% 5,5% 5,0% 4,5% 4,0% 3,5% 3,0% 2,5% 2000 2016 Innheimt tryggingagjöld á föstu verðlagi 2015 í milljónum króna 90.000 80.000 70.000 60.000 50.000 40.000 30.000 20.000 10.000 0 Heimild: Svar fjármálaráðherra við fyrirspurn um innheimtu launatengdra gjalda. Árið 2014 er samkvæmt fjárlögum og fjáraukalögum, 2015 er samkvæmt fjárlögum og 2016 er áætlun. 2000 2016

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.