Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Verk sem samanstanda afmálningu á tvívíðum fleti –málverk – eru viðfangsefnistórrar samsýningar í tveimur hlutum í Listasafni Reykja- víkur nú á vormánuðum. Sýningunni er ætlað að vekja athygli á grósku í málverkinu en um er að ræða verk eftir 88 listamenn. Fyrri hlutinn ber yfirskriftina Nýmálað 1 og er til húsa í tveimur sölum í Hafnarhús- inu, seinni hlutinn heitir Nýmálað 2 og er í báðum sölum Kjarvalsstaða. Sýningunni er ætlað að vera þver- skurður af því hvað íslenskir listmál- arar eru að fást við um þessar mund- ir (í vali verka er miðað við síðustu tvö árin) og býr yfir mikilli breidd því þarna eru sýnd verk eftir lista- menn á öllum aldri sem fást við ólík viðfangsefni og styðjast við margs konar aðferðir og tækni. Eðli máls- ins samkvæmt kennir því ýmissa grasa á þessum tveimur sýningum og verður áhorfandinn sjálfur að ráða í stefnur og strauma. Sýningin í Hafnarhúsinu, sem hér er fjallað um, skiptist þannig að í stóra salnum á neðri hæð eru að- allega sýnd fígúratíf verk eftir lista- menn á ýmsum aldri en í salnum á efri hæðinni óhlutbundin málverk. Í fyrrnefnda salnum (A-sal) má sjá verk sem unnin eru undir áhrifum frá expressjónískum hræringum í málverki, til dæmis verk eftir Pétur Halldórsson, Huldu Vilhjálms- dóttur, Guðnýju Kristmannsdóttur og Baltasar Samper. Pensiltjáningin er yfirleitt áköf í þessum verkum og yfirborðið fremur hrjúft, ekki síst í verki Baltasars sem vekur athygli fyrir þá óvægnu gagnrýni sem þar er sett fram á fimm binda ritið Ís- lensk listasaga. Baltasar er einn margra listamanna sem litið var framhjá í þeirri sögu og sparar ekki við sig andsvarið. Telja má það sýn- ingunni „Nýmálað“ til framdráttar að þó að þar vanti óhjákvæmilega ýmsa góða listamenn sem fengist hafa við málverkið – þá er hún engu að síður kröftug tilraun til að festa hönd á „listasögunni“ eins og henni vindur fram hér og nú, og varpa ljósi á starf listamanna hverra verk sjást alltof sjaldan á sýningum og í yfir- litsritum. Fallega máluð verk Ragn- ars Þórissonar tjá jafnframt ein- angrun og angist einstaklingsins. Verk hans munu vera byggð á fundnum ljósmyndum, t.d. úr fjöl- miðlum, og er það aðferð sem marg- ir erlendir samtímamálarar hafa notað á undanförnum áratugum. Einn slíkur er suðurafríski listamað- urinn Marlene Dumas en sjá má vissan skyldleika milli verka hennar og tjáningarríkra andlitsmynda Guðrúnar Pálínu Guðmundsdóttur. Merking síðastnefndra verka bygg- ist gjarnan á eiginleikum málverks- ins („umfram“ t.d. ljósmyndina) og hinnar malerísku tjáningar í sam- spili við það ímyndaflæði sem annars gegnsýrir veruleika okkar. Ímyndaflæðið liggur einmitt til grundvallar í mörgum öðrum verk- um í salnum þótt með ólíkum hætti sé; dægurmenningin (stundum með súrrealískum undirtónum) er undir- liggjandi í verkum Helga Þórssonar, Jóns Henryssonar, Baldvins Ein- arssonar, Kjartans Ólasonar, Jóns Óskars, Sigtryggs Berg Sigmars- sonar, Úlfs Karlssonar og á vissan hátt Ragnars Kjartanssonar. Í verk- um systranna Svanhildar og Söru Vilbergsdætra eru það ímyndir úr listasögunni sem mynda baksviðið – og í tilviki Kristins Más Pálmasonar, Davíðs Halldórssonar, Kristínar Gunnlaugsdóttur og Ómars Stef- ánssonar virðast tákn, form og myndir mótast af flæði þar sem dul- vitundin og sköpunarferlið leika saman á mismunandi hátt. Í F-sal á efri hæðinni eru það einkum geómetrísk form og mynst- ur sem mæta auganu; í óhlut- bundnum verkum Arnars Herberts- sonar, Sigurðar Þóris, Jóhönnu Kristbjargar Sigurðardóttur, Ing- unnar Fjólu Ingþórsdóttur, Magn- úsar Helgasonar og Loga Bjarna- sonar, í skematískum verkum Einars Garibalda Eiríkssonar og í verki Jóns B.K. Ransu sem skír- skotar í senn til lista- og kvikmynda- sögunnar. Verk Arnars eru í eldri kantinum miðað við þann tveggja ára tímaramma sem sýningunni er gefinn. Þá eru sum verkin, og einnig verk Kristínar Gunnlaugsdóttur á neðri hæð, á mörkum þess að falla undir þá „hefðbundnu“ aðferð sem sýningarstjórarnir leggja áherslu á í vali sínu á málverkum, til aðgrein- ingar frá verkum sem ganga út á samræðu málverksins við önnur form, svo sem skúlptúra eða þrívíð rýmisverk/innsetningar – í anda þess markaleysis sem einkennir list- sköpun í samtímanum og sýning- arstjórarnir vilja leiða hjá sér. Í heild dregur sýningin upp mynd af þeirri fjölbreytni sem ríkir í að- ferðum og viðfangsefnum á vissum sviðum, en helsti gallinn (fyrir utan áberandi kynjaslagsíðu) er raunar fremur óskýr heildarmynd. Skýr- ingin er að hluta fólgin í safnrýminu sjálfu; langt er milli sala og því rofna tengsl milli verkanna. Dimmt er yfir verkunum í A-sal sem skipt er í langa „ganga“ með milliveggjum. Þrátt fyrir mörg prýðisgóð og áhugaverð verk hefur Nýmálað 1 dá- lítið fjarlægan blæ sem samræmist illa þeim ferskleika sem yfirskriftin gefur annars til kynna. Hræringar í málverkinu Sjálfsmynd Peacock, Self portrait with strap on dildo eftir Guðnýju Krist- mannsdóttur frá árinu 2014. Áhrifa gætir frá expressjónískum hræringum. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús Nýmálað 1 – samsýning bbbmn Til 19. apríl 2015. Opið alla daga kl. 10- 17, fimmtud. til kl. 20. Aðgangur kr. 1.400, námsmenn 25 ára og yngri: kr. 800, hópar 10+: kr. 800, öryrkjar, eldri borgarar (70+) og börn 18 ára og yngri: ókeypis. Árskort kr. 3.300. Sýningar- stjórar: Hafþór Yngvason og Kristján Steingrímur Jónsson. ANNA JÓA MYNDLIST Portrett Verk eftir Guðrúnu Pálínu Guðmundsdóttur á Nýmálað 1. Módernismi Málverk eftir Kjartan Ólason frá árinu 2014. Dægurmenning er undirliggjandi í verkum hans og fleiri á sýningunni, að mati rýnis. Marlboro Málverk eftir Magnús Helgason frá árinu 2014. Rithöfundabúð- irnar Iceland Writers Retreat fara fram frá og með deginum í dag til 12. apríl á Icelandair Hotel Reykjavik Nat- ura. Þar munu þekktir rithöf- undar, innlendir sem erlendir, leiða vinnustofur og pallborðs- umræður um bókmenntir og flytja fyrirlestra. Þeir eru verð- launahöfund- urinn Marcello Di Cintio sem skrifar ferða- bækur, Adam Gopnik sem skrifar fyrir tímaritið The New Yorker, Barbara Kings- olver sem hlotið hefur Orange- skáldsagnaverð- launin bresku, Alison Pick sem tilnefnd hefur verið til Man Booker- verðlaunanna, metsöluhöfundurinn og ritstjórinn Ruth Reichl, Taiye Selasi sem hlotið hefur Granta-- verðlaunin bresku sem besti ungi rithöfund- urinn, Sjón sem hlotið hefur bókmennta- verðlaun Norð- urlandaráðs m.a., norski rit- höfundurinn Linn Ullmann sem hlotið hefur mikið lof fyrir bækur sínar, John Vaillant, handhafi Gover- nor General’s Award í Kanada og Alan Warner sem leitt hefur ritsmiðjur við háskólann í Ed- inborg. Íslenskir rit- höfundar sem taka þátt, auk Sjóns, eru Einar Kárason, Gerður Kristný, Jónína Leósdóttir og Andri Snær Magnason. Frekari upp- lýsingar um búð- irnar má finna á icelandwriters- retreat.com. Þekktir rithöfundar á Iceland Writers Retreat Sigurjón Birgir Sigurðsson/Sjón John Valliant Barbara Kingslover Linn Ullmann Ruth Reichl Marcello di Cintio Breski grínistinn og leikarinn Ricky Gervais er yfir sig hrifinn af hljómsveitinni Low Roar, sem skip- uð er Leifi Björnssyni, Loga Guð- mundssyni og Bandaríkjamann- inum Ryan Karazija, ef marka má twitterfærslu hans frá því í fyrra- dag. Í henni segist Gervais vera að skrifa, drekka vín og hlusta á nýj- ustu uppáhaldshljómsveitina sína, Low Roar. Ekki amaleg auglýsing það fyrir hljómsveitina sem fengin var til þess að hita upp fyrir írska tónlistarmanninn Hozier á tíu tón- leika ferð hans um Bandaríkin í byrjun þessa mánaðar. Low Roar í uppáhaldi hjá Gervais Uppáhalds Ricky Gervais skrifar, drekkur vín og hlustar á Low Roar. AFP Billy Elliot (Stóra sviðið) Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Mið 29/4 kl. 19:00 Fös 15/5 kl. 19:00 Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Fim 30/4 kl. 19:00 Sun 17/5 kl. 19:00 Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Sun 3/5 kl. 19:00 Mið 20/5 kl. 19:00 Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Þri 5/5 kl. 19:00 Fim 21/5 kl. 19:00 Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Mið 6/5 kl. 19:00 Fös 22/5 kl. 19:00 Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Fim 7/5 kl. 19:00 Mán 25/5 kl. 19:00 Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Fös 8/5 kl. 19:00 Mið 27/5 kl. 19:00 Mið 22/4 kl. 19:00 Lau 9/5 kl. 19:00 Fös 29/5 kl. 19:00 Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 10/5 kl. 19:00 Lau 30/5 kl. 19:00 Fös 24/4 kl. 19:00 Mið 13/5 kl. 19:00 Sun 31/5 kl. 19:00 Sun 26/4 kl. 19:00 Fim 14/5 kl. 19:00 Mið 3/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 11/4 kl. 13:00 Lau 18/4 kl. 13:00 Lau 25/4 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sun 19/4 kl. 13:00 Sun 26/4 kl. 13:00 Síðustu sýningar leikársins Er ekki nóg að elska? (Nýja sviðið) Mið 8/4 kl. 20:00 5.k. Mið 22/4 kl. 20:00 12.k Fös 8/5 kl. 20:00 19.k Fim 9/4 kl. 20:00 6.k. Fim 23/4 kl. 20:00 13.k Lau 9/5 kl. 20:00 20.k. Lau 11/4 kl. 20:00 7.k. Fös 24/4 kl. 20:00 aukas. Sun 10/5 kl. 20:00 21.k Sun 12/4 kl. 20:00 8.k. Sun 26/4 kl. 20:00 14.k Þri 12/5 kl. 20:00 aukas. Þri 14/4 kl. 20:00 aukas. Mið 29/4 kl. 20:00 15.k Mið 13/5 kl. 20:00 22.k. Mið 15/4 kl. 20:00 9.k Fim 30/4 kl. 20:00 16.k Fim 14/5 kl. 20:00 23.k. Fim 16/4 kl. 20:00 10.k Sun 3/5 kl. 20:00 17.k Fös 15/5 kl. 20:00 aukas. Fös 17/4 kl. 20:00 11.k Mið 6/5 kl. 20:00 aukas. Sun 17/5 kl. 20:00 Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fim 7/5 kl. 20:00 18.k Nýtt verk eftir Birgi Sigurðsson höfund hins vinsæla leikrits Dagur vonar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Fös 29/5 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 10/4 kl. 20:00 Lau 25/4 kl. 20:00 Lau 16/5 kl. 20:00 Lau 18/4 kl. 20:00 Lau 2/5 kl. 20:00 Sýningum fer fækkandi Hystory (Litla sviðið) Lau 11/4 kl. 20:00 3.k. Fös 24/4 kl. 20:00 5.k. Fim 14/5 kl. 20:00 Sun 12/4 kl. 20:00 4.k. Mið 29/4 kl. 20:00 6.k. Sun 19/4 kl. 20:00 aukas. Fös 8/5 kl. 20:00 Nýtt íslenskt verk eftir Kristínu Eiríksdóttur Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.