Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 ✝ GuðbjarturHaraldsson fæddist á Hvaleyr- arholti í Hafnar- firði 5. september 1930. Hann lést á Sólvangi í Hafn- arfirði 23. mars 2015. Foreldrar hans voru Guðmundín Sigurborg Guð- mundsdóttir, f. 21. júlí 1899, d. 14. júní 1981, og Haraldur Þórðarson, f. 11. mars 1897, hann fórst með togar- anum Sviða 2. desember 1941. Guðbjartur var yngstur sex systkina, systur hans eru Ólöf, f. 10. janúar 1923, Ragnhildur, f. 10. janúar 1923, látin, Ingveld- ur, f. 25. júní 1924, látin, Helga Guðmunda, f. 6. janúar 1927, látin, og Guðbjörg, f. 5. desem- ber 1928, látin. bjarts og Hönnu eru 26 og barnabarnabörnin 29. Þau hófu búskap í Reykjavík en fluttu til Flateyrar árið 1958 og bjuggu þar í sjö ár. Þá flutt- ust þau til Reykjavíkur þar sem þau ráku verslun um tíma auk þess sem Guðbjartur starfaði sem bifreiðastjóri. Árið 1976 fluttu Guðbjartur og Hanna til Trollhättan í Svíþjóð þar sem þau voru búsett í 12 ár. Þau ráku þar gistiheimili og Guð- bjartur starfaði hjá SAAB- verksmiðjunni. Eftir að Guð- bjartur og Hanna fluttu aftur til Íslands bjuggu þau í Hafnarfirði í tvö ár og fluttust síðan til Stöðvarfjarðar þar sem þau starfræktu gistiheimili þar til Hanna lést árið 1995. Seinustu árin hefur Guðbjartur búið í Hafnarfirði. Árið 1998 kynntist Guðbjartur Helgu Jónsdóttur, f. 18. desember 1939. Guðbjartur og Helga áttu ánægjulegar sam- vistir síðastliðin 17 ár og höfðu ómetanlegan stuðning hvort af öðru. Guðbjartur verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8. apríl, kl. 13. Eiginkona Guð- bjarts var Hanna Jónsdóttir, f. 6. júní 1931, d. 3. sept- ember 1995. Þau gengu í hjónaband 7. október 1950 og eignuðust sjö börn: 1) Vilhjálmur Jón, f. 9. júní 1948, maki Jóhanna S. Guð- jónsdóttir. 2) Har- aldur, f. 26. desem- ber 1949, maki Jónína María Sveinbjarnardóttir. 3) Jóhann Grétar, f. 18. apríl 1951, maki Margrét Guðmundsdóttir 4) Jó- hannes Þór, f. 10. maí 1953, maki Hafdís Harðardóttir. 5) Hafsteinn, f. 6. mars 1956, maki Lilja Jónbjörnsdóttir. 6) Þor- finnur Þráinn, f. 26. mars 1959, maki Ólafía Herdís Guðmunds- dóttir. 7) Hanna Björt, f. 5. sept- ember 1961. Barnabörn Guð- Jæja pabbi, mig langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Það er svo margt sem mig langar að segja um samband okkar. Það var ekki svo sjaldan sem þú tókst mig með í vinnuna og það var sama hvort þú varst vegstjóri einhvers staðar eða að keyra rútu, strætó eða vörubíl. Það var alltaf gaman hjá okkur. Það sem mér finnst standa upp úr er húmorinn, stríðnin og eig- inleiki þinn að sjá jákvæðu hlut- ina í öllu. Það var mjög erfitt hjá þér þegar þú misstir mömmu fyrir um tuttugu árum og það var mjög erfitt að horfa á þig í fyrsta sinn missa alveg fæturna og missa alla lífslöngun. Svo birti yfir í svartasta skammdeginu hjá þér þegar þú kynntist Helgu. Helga varð upp frá því stoð þín og stytta og þú hennar, það var gott að sjá þig blómstra aftur. Ég gantast gjarnan með það að Helga sé stærsti happdrættis- vinningurinn okkar og ég veit það núna að það er staðreynd. Takk fyrir allar góðu stundirnar og allt skjólið sem þú hefur veitt mér á lífsleiðinni. Guð blessi þig, elsku pabbi. Þinn sonur, Þráinn. Elsku afi. Við sitjum hér saman og rifj- um upp allar góðu minningarnar um þig. Það er ekki annað hægt en að hlæja og brosa út í annað þegar við rifjum upp stríðnina, fíflaganginn, prakkarastrikin og ljúfmennsku þína sem hefur ætíð einkennt þig. Þessar minningar munum við alltaf geyma í hjarta okkar. Það sem þú skilur eftir hjá okkur er að láta hverjum degi nægja sína þjáningu og að njóta. Okkur langar hvert og eitt að rifja upp minningar sem standa einna helst upp úr: Elsku afi. Mínar fyrstu minningar um þig, afi, eru hérna úr Hafnarfirði þegar þú varst að vinna við að keyra fisk á vörubíl. Ég gat allt- af stólað á þig þegar mér leidd- ist; ég fór bara niður á höfn og spurði næsta mann hvar afi Bóbó væri. Einnig áttir þú það til að koma við heima eftir skóla og bjóða okkur með þér í vinn- una. Það var ýmislegt farið og gert, t.d. farið suður með sjó og austur fyrir fjall. Ein ferðin er mér sérstaklega minnisstæð þar sem við urðum fyrir því óláni að missa fiskikerin aftan af bílnum og í minningunni voru björgun- arsveitir, lögreglan og allt saman mætt á svæðið. Þú varst úti að redda hlutunum og þú úthlutaðir mér því hlutverki að sjá um tal- stöðina á meðan, þá vorum við sko karlarnir! Ég gæti talið upp endalaust af minningum eins og þegar þú kenndir okkur að keyra, þegar við fórum að veiða saman, smíða með þér og ömmu Hönnu á smíðaverkstæðinu og svo má ekki gleyma öllum hinum frábæru minningum úr bústaðn- um í Hvassahrauninu með þér og ömmu Helgu. Þinn Lúðvík. Elsku afi minn. Mínar fyrstu minningar um þig og ömmu Helgu eru úr Há- túninu. Ég man þegar ég kom fyrst í heimsókn til þín og þú kynntir mig fyrir ömmu í fyrsta skipti og þá var ég aðeins fjög- urra ára. Upp frá því voru það alltaf afi Bóbó og amma Helga sem við heimsóttum á sunnudög- um og fengum bestu pönnukök- urnar. Ég gleymi aldrei hvatn- ingarorðunum þínum en í þeim fólst aðallega að gera prakkara- strik og það stóð aldrei á þér að taka þátt. Mínar bestu minning- ar eru úr bústaðnum þar sem það var sko margt brallað. Við grilluðum okkur sykurpúða í arninum, fórum í fjöruferðir, tíndum ber og ég fékk alltaf eitt- hvert góðgæti til að fara með niður í dúkkuhús. Ég hef alltaf haft það að venju að kyssa þig á kinnina þegar við kveðjumst og hér ætla ég að kyssa þig bless í síðasta skipti elsku afi. Þín Rannveig Tera. Rannveig Tera og Lúðvík. Afi minn, takk fyrir allar þær stundir sem við áttum saman. Það er svo margt sem mig langar að segja við þig, elsku afi minn. Þú varst alltaf afi minn og enginn annar átti þig nema ég og Lúðvík bróðir, það fannst okkur allavega. Ég man svo margt um okkur, ég man t.d. eftir því þeg- ar að við komum í heimsókn (við hlökkuðum alltaf til þess) að þú laumaðir til okkar pening eða nammi og ef amma Hanna sá það að þá var hún ekkert sérlega ánægð og kallaði „Bóbó“! en þú brostir bara þínu stríðnisbrosi. Ég man líka að þegar ég og Lúðvík bróðir vorum búnir í skólanum að þá fórum við beint niður á höfn að leita að þér svo við kæmumst með þér í bíltúr á vörubílnum og upplifa öll þau ævintýri sem mögulegt var að upplifa þann daginn, elsku afi minn. Þú gafst mér margt gott og skemmtilegt til þess að muna eftir. Þegar ég verð afi, þá ætla ég að muna eftir þér og öllu því sem við gerðum saman. En nú ertu farinn upp til Guðs og ömmu og ert sennilega að skipuleggja einhverja ævintýra- ferð eða að stríða ömmu, eða jafnvel bæði í einu. Ég mun ávallt geyma þig í hjarta mínu og segja öllum þeim sem vilja heyra frá þér – og þá sérstaklega börnunum mínum. Bless að sinni afi minn og ég veit að við sjáumst seinna. Guðmundur Búi Þorfinnsson. Elsku afi Bóbó. Það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þín er húmorinn þinn, þú varst alltaf að stríða og oftar en ekki sagðist þú vera með gat á peysunni þinni, „sjáðu á olnboganum“, og bankaðir síð- an í hausinn á manni. Þú plataðir mig líka oft til að snúa mér við svo þú gætir stolið þér einum súkkulaðimola. Þú varst fljótur að svara með bröndurum, ef einhver spurði þig „veistu hvað ég heiti“ þá svaraðir þú „nú það sem prest- urinn skírði þig“. Ég veit að hin barnabörnin þín kannast við þetta. Þú varst ríkur maður afi, þú áttir sjö börn, 26 barnabörn og 29 langafabörn. Það eru svo margar minningar sem koma upp í hugann þegar ég hugsa til þín. Ég man svo vel eftir trill- unni sem þú áttir, ég varð svo sjóveik eitt skiptið og þú sagðir mér að horfa bara á öldurnar og það hjálpaði. Þegar ég var hjá ykkur ömmu á Stöðvarfirði fórum við oft út á bryggju að veiða. Ég náði einu sinni í krabba þar; mamma og pabbi ætluðu ekki að leyfa mér að taka hann heim en þú fékkst þau til að leyfa mér að hafa hann sem gæludýr og það fékk ég. Greyið krabbinn drapst úti á svölum heima! Eitt skipti þegar við vorum að fara til Reykjavík- ur eftir eina heimsóknina og ég var komin inn í bíl, þá kom Hanna amma með nammipoka og sagði við mig „uss, ekki segja afa“, síðan komst þú til mín og lést mig fá 100 krónur og sagðir „uss, ekki segja ömmu“. Mér fannst þetta svo fyndið og man þetta ennþá eins og þetta hefði gerst í gær. Amma lést þegar ég var níu ára, þú kynntist Helgu ömmu (nokkrum árum seinna) og það má með sanni segja að hún hafi komið í ömmu stað, Sólveig litla systir kallar hana líka alltaf ömmu. Helga amma átti lítinn bústað í Hvassahrauni ásamt fjölskyldu sinni, þangað var stutt að fara úr Reykjavík og þar fannst ykkur gott að vera. Þar var ekkert rafmagn og ekkert sjónvarp, það var afskaplega gott að koma til ykkar þangað, labba í fjörunni, tína ber og borða grillmat, alveg laus við allt stress. Sjórinn var þér hugleikinn en pabbi þinn fórst á sjó þegar þú varst mjög ungur, þú áttir að fara með honum á sjóinn þann dag en komst ekki með vegna veikinda. Allir í áhöfninni fórust. Þú fannst samt alltaf hugarró við að horfa þangað, ég sé þig fyrir mér núna í Hafnarfirði þar sem þú byrjaðir lífið og endaðir það, brosandi að horfa út á sjóinn. Takk fyrir að hafa verið part- ur af lífi mínu elsku afi, ég geymi minningu þína í hjarta mér og mun segja mínum börnum frá stríðna afa mínum. Elísabet Þóra Jóhannesdóttir. Jarðsunginn verður í dag, 8. apríl 2015, kæri frændi minn Guðbjartur Haraldsson. Ég hélt mikið upp á Bóbó eins og hann var kallaður, en því mið- ur þá urðu samskipti okkar minni eftir að ég varð fullorðinn. Ég heimsótti hann ekki mjög oft en þegar ég kom þá var tekið vel á móti mér. Ég kom stundum með fisk til Hönnu og Bóbó og það var alltaf gaman að gefa þeim fisk. Þegar ég hugsa til Bóbó þá finn ég til þakklætis í hans garð og það er af tvennu sem ég segi það. Þegar ég var lítill þá fannst mér alltaf gaman þegar Hanna og Bóbó komu í heimsókn því Bóbó gaf sig alltaf á tal við okk- ur. Spurði hvernig gengi í skól- anum og spjallaði við okkur. Það var oft þegar fólk kom í heim- sókn að það sá okkur ekki frekar en ég veit ekki hvað. Spjallaði við fullorðna fólkið en sá okkur ekki. En ekki Bóbó, hann gaf sig alltaf á tal við okkur. Þetta þótti mér afskaplega vænt um og hugsaði alltaf hlýlega til hans. Og af því að mér þótti svo vænt um þetta þá tók ég upp þennan sið að gefa mig alltaf að krökk- unum á heimilinu sem ég var í heimsókn hjá, og ég geri þetta ennþá. Fyrst mér þótti vænt um þetta þá hlyti öðrum krökkum að þykja vænt um þetta. Enda hóp- ast alltaf krakkar í kringum mig þegar ég kem í heimsókn. Af því að ég veiti þeim athygli eins og Bóbó gerði. Þá hugsaði ég hlý- lega til Bóbó. Ég gef mig alltaf á tal við krakkana og leyfi þeim að finna að þau eru til eins og Bóbó gerði. Ég gleymdi alltaf að minn- ast á þetta við hann en geri það hér með. Og ef það eru hundar á heim- ilinu sem ég er í heimsókn hjá þá geri ég þetta líka við þá, er að klappa þeim öðru hvoru og leyfi þeim að finna að þeir eru þarna líka. Enda hænast hundar mikið að mér. Mörgum til undrunar. Allt er þetta Bóbó að þakka. Svo er annað sem ég vil minn- ast á og það var þegar ég var í kringum tvítugt. Þá var ég í Víðihlíð sem var rétt hjá Klepps- spítalanum en var samt tengd honum. Þarna bjó fólk sem var búið að öðlast bata og var þessi staður stökkpallur út í lífið. Ég var þarna út af Tourette-sjúk- dóm sem var ekki komið nafn á þá, og var ekki vitað um annað en að það voru miklir kækir. Bóbó og Hanna komu stundum að heimsækja mig og fóru með mig heim til sín og við spjöll- uðum margt og mikið. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hvað þau voru að gera með þessu fyrr en mörgum árum seinna þegar ég fór að hugsa um þetta. Þau voru að sýna mér mikla vænt- umþykju og mér hlýnaði um hjartarætur þegar mér varð þetta ljóst. Ég held að ég hafi aldrei minnst á þetta við þau. En þau voru yndisleg við mig. Ein- hvern veginn er þetta greypt í huga minn, þakklætið til þeirra. Ég bið Guð að geyma Bóbó og votta fjölskyldu hans mína dýpstu samúð. Ég vil enda þetta á bæn sem ég fer með á hverjum degi: Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því sem ég get breytt og vit til að greina þar á milli. (Reinhold Niebuhr.) Ragnar Rúnar Þorgeirsson. Guðbjartur Haraldsson Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, EBBA INGIBJÖRG E. URBANCIC kennari, Goðheimum 8, Reykjavík, sem lést þriðjudaginn 31. mars á Landakotsspítala, verður jarðsungin frá Kristskirkju, Landakoti, föstudaginn 10. apríl kl. 15. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartavernd. . Pétur Urbancic, Ásta Melitta Urbancic, Tómas Ó. Guðjónsson, Viktor Jóhannes Urbancic, Gunnhildur Úlfarsdóttir, Anna María Urbancic, Finnur Árnason, Linda Katrín Urbancic, Gísli Guðni Hall, Elísabet S. Urbancic Lose, Kjeld Lose, Árni Grétar, Pétur Marteinn, Ebba Katrín, Jóhannes Bjarki, Marteinn Pétur, Sigrún Ebba, Oliver Páll, Tómas Ingi, Viktor Pétur, Guðjón Páll, William Ari og Christian Mar. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORSTEINA SIGURÐARDÓTTIR, Hrafnistu í Reykjavík, áður Njörvasundi 6, Reykjavík, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík föstudaginn 27. mars. Hún verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 13. apríl kl. 15. . Hafliði Benediktsson, Ingibjörg Skarphéðinsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Jónas R. Jónsson, Ingibjörg Benediktsdóttir, Haukur Hauksson, Erna Benediktsdóttir, Steindór Gunnarsson, Birna Benediktsdóttir, Daníel Guðbrandsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR EBENESERSDÓTTIR frá Folafæti, Súðavíkurhreppi, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli laugardaginn 4. apríl. . Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, SIGURÐUR JÓHANN ÞORBJÖRNSSON, Háagerði 45, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir á páskadag. Útförin verður auglýst síðar. . Svanbjörg Sigurjónsdóttir og aðstandendur. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAUKUR KRISTÓFERSSON, andaðist á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 4. apríl. Útförin verður auglýst síðar. . Margrét Hauksdóttir, Bragi Kr. Guðmundsson, Guðrún H. Hauksdóttir, Jóhannes Bj. Jóhannesson, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG ÁSGEIRSDÓTTIR, Ollý, lést á Hrafnistu í Hafnarfirði föstudaginn 3. apríl. Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. . Jósef Ólafsson, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.