Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Þetta er búið að vera rosa-lega skemmtilegt, þó aðþað hafi tekið langan tíma.Ég byrjaði á að afla mér upplýsinga um alla þætti sem snúa að framkvæmd hlaupsins strax fyrir þremur árum, þegar ég hljóp sjálfur mitt fyrsta Litahlaup,“ segir Davíð Lúther Sigurðarson en hann er framkvæmdastjóri Litahlaupsins á Íslandi sem fer fram í fyrsta sinn í sumar, hinn 6. júní. Litahlaupið er alþjóðlegt hlaup, The Color Run, sem fór af stað í Ari- zona í Bandaríkjunum árið 2012 fyr- ir tilstuðlan eins manns, Travis Sny- der, en hann vildi einfaldlega fá allskonar fólk til að hlaupa saman sér til skemmtunar. „Í Litahlaupi er hlaupið í gegn- um fimm kílómetra langa litapúðurs- sprengju, því á eins kílómetra fresti er hlaupið í gegnum litastöð með tónlist, skemmtun og nýjum lit sem er úðað yfir hlauparana. Við enda- markið er svo mikil hátíð eða eft- irpartí þar sem litadýrðin verður að einni allsherjar upplifun,“ segir Dav- íð og bætir við að fyrir hlaupið verði upphitunarpartí og teknar verði frá- bærar selfie-myndir af hlaupurunum fyrir, á meðan og eftir hlaupið. Davíð segir að þetta sé tilvalin skemmtun fyrir fjölskyldur, hlaupa- lengdin og gleðin henti öllum aldurs- hópum og ekki sé skálað í áfengi heldur ávaxtasöfum. „Fólki er velkomið að hlaupa með börn sín í barnavögnum og börn Hamingjuhlaup fyrir alla fjölskylduna Það er sannarlega tilbreyting frá keppnishlaupum og metorðum þegar boðið er upp á stutt hlaup með engri tímatöku. Litahlaupið, The Color Run, er einmitt slíkt hlaup, en það verður haldið í fyrsta sinn á Íslandi í sumar. Hlaupið er ein- vörðungu til að fólk skemmti sér og öðrum en einnit til að styrkja í leiðinni gott málefni. Nú þegar hafa selst 4.000 miðar af 6.000 sem í boði eru. Þeir sem ekki vilja hlaupa geta fengið að kasta litapúðri yfir hlauparana á eins kílómetra fresti. Davíð Glaður í upphafi eins af þeim Litahlaupum sem hann hefur hlaupið. Stemning Hér fara keppendur skælbrosandi af stað í The Color Run. Breski stjörnukokkurinn Jamie Oliver stendur fyrir heimsátaki og stofnun hreyfingar til að berjast fyrir að hag- nýt fræðsla um mat og mataræði verði skyldunámsgrein í skólum alls staðar í heiminum. Hann segir að því aðeins megi stemma stigu við sífellt bágara heilsufari fólks að börn fái frá unga aldri fræðslu um fæðuna, upp- runa hennar, áhrif hennar á líkamann, ræktunar- og matreiðsluaðferðir og síðast en ekki síst hvernig best megi njóta hennar. Sé börnum kennd slík undirstöðuatriði telur Oliver að snúa megi þróuninni við. Matarbyltingardagur Á vefsíðu sem hann stofnaði til að afla átakinu fylgis og festa 15. maí í sessi sem Matarbyltingardag, eða „Food Revolution Day“ eins og þar segir, kemur fram að á heimsvísu séu 42 milljónir barna undir fimm ára annaðhvort yfir kjörþyngd eða eigi við offituvandamál að stríða. Ef fram haldi sem horfi verði þau 60 milljónir eftir fimm ár. „Með nægum stuðningi getum við skapað hreyfingu sem er nógu öflug til að knýja ríkisstjórnir alls staðar í heiminum til að taka þátt í baráttu fyrir bættri heilsu og gegn sjúkdóm- um sem tengjast mataræði,“ segir Oliver. Einföld hugmynd Hugmyndin er einföld og fram- kvæmdin líka, segir hann. „Ég vil að hvert einasta barn fái að planta fræi svo að það geti fylgst með hvernig fæðan verður til. Barnið ræktar sjálft, hlúir að og nærir plöntuna og nýtur þess síðan að matreiða og borða uppskeruna með fólkinu sínu.“ Oliver segir fræðslu um fæðuna bráðnauðsynlega til að fyrirbyggja sí- versnandi heilsu komandi kynslóða. Slíkri fræðslu sé hægt að flétta með áhugaverðum hætti inn í nánast hverja einustu námsgrein, til dæmis mætti fjalla um þyngd matvæla í stærðfræði, gróðursetningu og rækt- un í líffræði og uppruna fæðunnar í landafræði. Síðastliðin fimmtán ár hefur Oliver verið óþreytandi í baráttu sinni fyrir betra mataræði og bættri lýðheilsu. Með öflugum stuðningi almennings segir hann töluvert hafa áunnist, til að mynda hafi skólar í Bretlandi þeg- ar gert fræðslu um fæðu að skyldu- námsgrein og víða annars staðar sé í bígerð að fylgja fordæminu. Oliver biðlar til fólks um að styðja átakið og skrá nafnið sitt á síðuna fo- odrevolutionday.com „Saman getum við breytt heiminum. Börnin okkar skortir tilfinnanlega stuðning svo þau geti lifað heilsusamlegra, ham- ingjusamara og frjórra lífi,“ segir hann. Klukkan 9.30 í gær, þriðjudag, höfðu 585.573 skráð sig á síðuna. Um hádegið höfðu rúmlega 1.700 bæst í hópinn. Fræðsla um fæðuna Sérhvert barn fái fræ Hugsjónamaður Jamie Oliver leggur áherslu á mikilvægi þess að fræða börn um fæðuna, hvaðan hún kemur og hvaða áhrif hún hefur á líkamann. Í dag er alþjóðadagur Rómafólks og af því tilefni verður málþing og ljós- myndasýning opnuð í Háskóla Ís- lands. Málþingið verður kl. 14-16 í stofu 132 í Öskju og fer fram á ensku, en að því loknu, kl. 16.15, verður ljós- myndasýning opnuð í sýningarými Háskóla Íslands í kjallara Háskóla- torgs þar sem búlgarski sagnfræð- ingurinn Mirella Decheva flytur stutt ávarp um sýningar á söfnum í Evrópu sem fjalla um ROMA-fólk. Allir eru velkomnir í dag en ljós- myndasýningin stendur til 15. maí. Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum stendur að þinginu ásamt fræðasetrinu Minority Studies Society Studii Romani við Háskólann í Sofíu í Búlgaríu, en báð- ar stofnanirnar eru meðlimir í camp- USCulturae-samstarfsneti sex evr- ópskra háskóla um fjöltyngi og fjölmenningu. Þar er fengist við rann- sóknir á barnabókmenntum og menningu barna, ásamt varðveislu menningar minnihlutahópa sem margir hverjir tala tungumál sem eiga í vök að verjast. Málþingið er í samvinnu við mið- stöð margbreytileika og kynjarann- sókna (MARK) við Háskóla Íslands. Eftirfarandi erindi verða flutt:  „Romani migrations from historical point of view.“  „History of Romani literature in Europe.“  „Mobility, transnationalism and anti-Gypsyism.“  „Leaving Home for Shantytown: Media Representations of Roma’s Dislocation from Coastei Street to Pata Rât.“ Málþing og opnun ljósmyndasýningar Rómafólk Það hefur ákveðinn lífsstíl og hefur löngum verið kallað sígaunar. Rætt um menningu Rómafólks NÁNARÁWWW.GAP.IS HEIMAPAKKINN! SEM BIGGEST LOSER KEPP ENDUR FENGU MEÐ SÉR HEIM! HJÓLA-OGSPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5200200 ·GAP.IS TAKTUMÁLIN Í ÞÍNARHENDUR OGÆFÐUHEIMA.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.