Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 98. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Nafn drengsins sem lést 2. Hljóp á milli sjö hraðbanka 3. Björk selur húsið á Þingvöllum 4. Flugmennirnir slógust … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Heimilda- og stuttmyndahátíðin Reykjavík Shorts & Docs hefst í Bíó Paradís á morgun og stendur til og með 12. apríl. Sweet Dreams er með- al þeirra heimildamynda sem sýndar verða á hátíðinni og er hún fyrsta myndin sem óskarsverðlaunaklipp- arinn Lisa Fruchtman leikstýrir. Myndin fjallar um konur sem stofna trommuhljómsveit og ísbúð í eftirleik þjóðarmorðsins í Rúanda. Frucht- mann vann til Óskarsverðlauna fyrir klippingu kvikmyndarinnar The Right Stuff og af öðrum myndum sem hún hefur klippt má nefna Apocalypse Now og Godfather III. Fruchtmann verður gestur hátíðarinnar og mun sitja fyrir svörum að lokinni sýningu myndarinnar auk þess að stýra stuttu námskeiði í klippingu. Af öðrum merkilegum kvikmynd- um hátíðarinnar má nefna fyrstu grænlensku heimildamyndina í fullri lengd, Sumé – Mumisitsinerup Nipaa, sem fjallar um grænlensku rokkhljómsveitina Sumé sem olli straumhvörfum á Grænlandi á átt- unda áratugnum. Óskarsverðlaunahafi á Shorts & Docs  Ungir og upprennandi djassleik- arar, DÓH tríó og Two Beat Dogs, koma fram á tónleikum Jazzklúbbs- ins Múlans, sem byrja kl. 21 á Björtu- loftum Hörpu í kvöld. Í DÓH tríóinu eru Helgi Rúnar Heiðarsson á saxó- fón, Daníel Helgason á gítar og bassa ásamt Óskari Kjartanssyni á tromm- ur. Meðlimir kvartettsins Two Beat Dogs eru Sölvi Kolbeinsson á saxófón, Brian Massaka Victorsson á gítar, Birgir Steinn Theódórsson á bassa og Kristofer Ro- driguez Svönuson á trommur. Ungir djassleikarar á tónleikum Múlans Á fimmtudag Gengur í austan og norðaustan 10-18 m/s með snjókomu eða slyddu. Úrkomulítið norðvestantil. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti um frostmark. Á föstudag Vaxandi norðaustanátt með snjókomu eða slyddu. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 8-15 m/s og él, einkum vestantil. Fer að draga úr vindi og ofankomu í kvöld. Hiti 0 til 5 stig. VEÐUR Í sögustund íþróttablaðs Morgunblaðsins er að þessu sinni fjallað um Masters- mótið í golfi árið 1986. Ís- landsvinurinn Jack Nicklaus sigraði 46 ára gamall og er hann sá elsti sem unn- ið hefur eitt risamótanna fjögurra í golfinu. Lék hann seinni 9 holurnar á 30 höggum á lokahringnum. Masters-mótið hefst á Aug- usta-vellinum í Georgíuríki á morgun. »8 Met sett á Mast- ers stendur enn Haukar standa vel að vígi í einvíginu við FH í átta liða úrslitum Íslands- móts karla í handknattleik. Haukar unnu granna sína í Kaplakrika í gær- kvöld, 32:29, og geta nú gert út um baráttu liðanna á sínum heimavelli annað kvöld. Valsmenn sigruðu Fram- ara eins og vænta mátti en lokatölur þar urðu 22:16 og liðin mætast í Safamýri annað kvöld. » 2-3 Haukar með góða stöðu í Hafnarfjarðarslag ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í röddinni var tilgerðarlaus ein- lægni. Fáir söngvarar voru jafn skýrmæltir og Vilhjálmur eða fóru jafn vel með texta. Þú nærð hverju orði og kannski best í þeim textum sem hann samdi sjálfur. Vilhjálmur var einstakur listamað- ur og það – ásamt örlögum hans og sögu – hefur gert hann að goð- sögn,“ segir Friðrik Ómar Hjör- leifsson söngvari. Á laugardag heldur Friðrik Ómar tvenna tónleika í Hörpu í tilefni af því að þennan dag, 11. apríl, hefði söngvarinn dáði Vil- hjálmur Vilhjálmsson orðið sjö- tugur. Um aðra helgi verða tón- leikar í Neskaupstað og á Akureyri. Bíddu pabbi og Lítill drengur Um hálf öld er síðan Vilhjálmur hóf feril sinn sem söngvari með hljómsveitum Ingimars Eydal á Akureyri og síðar Magnúsar Ingi- marssonar. Síðar tók við sólóferill, en alls söng Vilhjálmur meira en 100 lög inn á hljómplötur. Söng- urinn var þó aðeins aukageta Vil- hjálms, sem var flugmaður og lengi búsettur í Lúxemborg hvar hann lést í bílslysi vorið 1978. „Þessi lög gripu mig strax þeg- ar ég var strákur norður á Dalvík og heyrði þau spiluð í útvarpinu. Söngröddin var bæði há og björt og lætur engan ósnortinn,“ segir Friðrik sem hefur lengi starfað með Guðrúnu Gunnarsdóttur söngkonu. Þau héldu tónleika vor- ið 2008 þegar 30 ár voru frá því Vilhjálmur lést, en þar söng Frið- rik dúetta með Guðrúnu, lög sem Vilhjálmur og Elly sungu upp- haflega. Eftir þetta hefur Friðrik Ómar alltaf öðru hvoru flutt lög sem Vilhjálmur söng til vinsælda. Þar á meðal eru Bíddu pabbi, Ég fer í nótt, Þú átt mig ein, Sökn- uður og Lítill drengur. Söngvari allra kynslóða „Öll þessi lög verða flutt á tón- leikunum á laugardag og kannski fljóta með fleiri sem hreinlega hafa lítið heyrst. Fjölbreytni í lagavali einkennir feril Vilhjálms, sem á sínum tíma þótti söngvari hinna eldri en hefur orðið söngv- ari allra kynslóða á Íslandi,“ segir Friðrik. Hann fékk Karl Olgeirs- son til liðs við sig sem útsetjara og stjórnanda hljómsveitar og söngvara en auk Friðriks Ómars koma fimm aðrir fram á tónleikum helgarinnar. Þeirra á meðal verð- ur væntanlega Jóhann, sonur Vil- hjálms, sem var frá Merkinesi í Höfnum á Reykjanesi. Einlæg röddin var björt og há  Vilhjálmslög þegar 70 ár eru frá fæðingu hans Morgunblaðið/Árni Sæberg Æfing Karl Olgeirsson, hljómsveitarstjóri og útsetjari, og Friðrik Ómar Hjörleifsson söngvari á æfingu í gær. „Það er engum blöðum um það að fletta að Vilhjálmur er einn okkar albesti söngvari,“ sagði Haukur Ingibergsson í plöturýni í Morgun- blaðinu haustið 1972. Þá var plat- an Glugginn hennar Kötu nýlega komin út og meðal laga þar var m.a. Bíddu pabbi, sem varð eitt allra vinsælasta laga Vilhjálms. Það heyrist oft enn og texti Iðunn- ar Steinsdóttur er sígildur. Á árunum fyrir og um 1970 komu út nokkrar smáskífur með lögum Vilhjálms og seinna komu stórar plötur. Má þar nefna Með sínu nefi og Hana nú kom 1977 og varð síðasta plata Vilhjálms. Affall af þeirri plötu var lagið Tölum saman, sem kom út ár- ið 2008 þegar 30 ár voru liðin frá því söngvarinn góði lést svo sviplega. Einn okkar albesti söngvari FJÖLDI LAGA OG MARGAR HLJÓMPLÖTUR Vilhjálmur Vilhjálmsson Tindastóll fór vel af stað í undan- úrslitunum um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik og vann þrjátíu stiga sigur á Haukum, 94:64, í fyrsta leik liðanna á Sauðárkróki í gær- kvöld. Liðin mætast næst í Hafnarfirði á föstudags- kvöldið en þrjá sig- urleiki þarf til að komast í úr- slitaeinvígið. Helgi Rafn Viggósson, fyrirliði Tinda- stóls, sagði að um flottan liðs- sigur hefði verið að ræða. »2-3 Tindastóll byrjaði á stórsigri gegn Haukum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.