Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Allt sem þú vilt vita um heilsu, útivist og mann- rækt, framreitt af Sigmundi Erni á einkar áhugaverðanmáta. LÍFSSTÍLL www.hringbraut.is við miðlum af reynslu Malín Brand malin@mbl.is Langt er síðan gengið hefur verið á verkfallssjóði allra aðildarfélaga BHM en síðast var allsherjarverk- fall árið 1989. Í gær hófst verkfall 560 félagsmanna, þar af 533 heil- brigðisstarfsmanna. Náist ekki sátt í kjaraviðræðunum í dag hefst verk- fall hjá 2.333 félagsmönnum til við- bótar á morgun, fimmtudaginn 9. apríl. Ekki fékkst uppgefið hversu drjúgir verkfallssjóðir BHM eru en Páll Halldórsson, formaður félags- ins, segir að ákveðið hafi verið að miða við að hver og einn haldi sínum meðallaunum og verður greitt úr sjóðunum um mánaðamótin. „Félög- in hafa tekið ákvörðun um það að standa saman að því að greiða í verkfallssjóð, þannig að þeir sem eru í verkfalli verði ekki fyrir tekju- tapi. Við auðvitað metum það hvað við erum tilbúin að fjárfesta í löngum átökum og það liggur ekkert fyrir um það en við erum ekkert komin upp undir háls með það á næstunni,“ segir Páll sem er eftir sem áður bjartsýnn á að samið verði fljótlega. Félögin eiga flest systursjóði er- lendis þaðan sem þau geta sótt að- stoð ef í harðbakkann slær. „Við höf- um gert okkar áætlanir miðað við það að standa undir þeim sjálf. Fé- lögin munu örugglega leita eftir stuðningi úr systursjóðum ef þau telja ástæðu til,“ segir Páll en langt er orðið síðan reynt hefur á slíkan stuðning. „Þegar öll þessi félög voru síðast í verkföllum fengum við stuðning. Það var árið 1989 og við erum dálítið að rifja þetta upp allt saman en það breytir því ekki að við viljum auðvitað bara klára þetta sem fyrst og þykir hart að hafa þurft að eyða tíma í þessi réttarhöld en þetta er það sem viðsemjandinn kaus í stað þess að ræða við okkur,“ segir Páll og vísar þar til kröfu ríkisins um að boðuð verkföll fimm stéttarfélaga innan vébanda BHM hafi verið ólög- lega boðuð. Dómsuppkvaðning í málunum var í fyrradag og hafnaði Félagsdómur kröfu ríkisins. Páll segir að áhugavert verði að heyra hvaða tillögur verði kynntar á fundi sem haldinn verður í dag. „Talsmenn ríkisins höfðu nokkur orð um að þeir myndu geta lagt eitt- hvað fram. Ég veit svo sem ekki hvað það er en við vonum að hlut- irnir gangi hratt fyrir sig.“ Verkföllin 1989 eru minnisstæð  Metið í hve löngum átökum er fjárfest Sátt Þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Páll Halldórsson við undirritun kjarasamnings eftir sex vikna langt verkfall BHM árið 1989. „Það er erfitt að horfa upp á þessa stöðu koma upp. Það vildu ábyggi- lega allir hafa þetta öðruvísi og með öðrum brag,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra um stöðuna sem er komin upp í verkfalli BHM liða en fyrsti dagur verkfallsins var í gær. Sjúkrastofnanir landsins verða fyrir miklum áhrifum verkfallsins en um 500 starfsmenn Landspít- alans lögðu niður störf í gær. Kristján segir að unnið sé að því að tryggja öryggi sjúklinga. „Það er eðlilega ekki gott að horfa upp á þetta verkfall verða að veruleika. Þó hefur heilbrigðisþjón- ustan og kerfið að mínu mati tekist ágætlega vel á við þetta erfiða verkefni sem verkföll hafa skapað og ég vona að svo verði áfram. Heilbrigðisþjónustan hefur rækt skyldur sínar eftir efnum og ástæðum og allri bráðaþjónustu verið sinnt,“ segir hann. Erfitt að horfa upp á þessa stöðu  Heilbrigðisráðherra segir að unnið sé að því að tryggja öryggi sjúklinga Kristján Þór Júlíusson Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Það er nýbreytni í verkfalli BHM- liða að verkfallsaðgerðirnar eru kostaðar úr sameiginlegum verk- fallssjóðum allra 27 aðildarfélaga BHM. Þannig er tryggt að þeir sem fara í verkfall verða ekki fyrir launatapi þó þeir hafi lagt niður störf. Þar með er pressan tekin af fólki um hvað það þolir að vera lengi launalaust. Nóg er til í sjóðnum og ætlar BHM að berjast fyrir að menntun sé metin til launa í kjara- deilunni. Þetta er meðal þess sem kom fram á fyrsta samstöðufundi BHM- liða sem haldinn var í gær á fyrsta degi verkfallsins. Á morgun er fundur með deiluað- ilum en ríkið hefur boðið BHM 3,5% launahækkun sem BHM segir að sé langt frá sínum kröfum. Á fundinum kom einnig fram að BHM sam- þykkti 2,8% launahækkun í fyrra undir þeim formerkjum að það væri vopnahlé. „Þessi staða sem er uppi núna þarf ekki að koma neinum á óvart. Þetta er búið að vera ljóst lengi. Og það þarf miklu meira að koma frá ríkinu. Við bindum vonir að ríkið ætli að leggja drög að einhverju og við krossum fingur fyrir því,“ sagði Halla Þorvaldsdóttir, varaformaður BHM, á fundinum og bætti við að nú þegar hefðu unnist þrír litlir sigrar. Að samþykkja að fara í verk- fallið með miklum meirihluta þar sem sum félögin samþykktu með 100% hlutfalli, að leggja ríkið með dómi félagsdóms og sýna samstöðu sem væri mikil. Hún fékk dynjandi lófatak frá fjölmörgum gestum BHM sem mættu í gær á fundinn. Skrýtið að vakna í verkfalli Fundargestir voru flestir sam- mála um að það hefði verið skrýtið að hefja daginn í verkfalli. „Þegar við fórum úr vinnu á miðvikdaginn fyrir viku þá gekk maður þannig frá vinnustöðinni að maður vissi ekki hvort maður væri að fara í vinnu strax eftir páska eða ekki. Ég vona hinsvegar að það verði sem fyrst,“ sagði Steinunn Thorlacius sem er aðili að Félagi íslenskra náttúru- fræðinga ásamt 74 öðrum sem nú eru í verkfalli. Kristjana Bjarnadóttir sem er einnig í því sama félagi segir að hún muni vel eftir verkfallinu 1989, sem lesa má meira um hér til hliðar, en þá var hún nýkomin út á vinnu- markaðinn. „Mig langar ekki að endurtaka það,“ segir hún. „Bil á milli þeirra sem hafa há- skólapróf og þeirra sem hafa jafnvel grunnskólapróf er ótrúlega lítið hér á landi. Háskólamenn eru með mikl- ar skuldir á bakinu í formi námslána og eru lengi að borga þau til baka. Útreikningar sýna að þegar há- skólamenn eru búnir að greiða af sínum námslánum þá hafa þeir minna eftir en þeir sem fóru ekki í nám. Það er staða sem við sættum okkur ekki við. Þegar staðan er svona er erfitt að hvetja börnin okk- ar til náms. Þetta er líka spurning um hvernig þjóðfélagi við viljum lifa í. Viljum við byggja þjóðfélag þar sem fólk sækir sér menntun og störf eru í þeim geirum sem krefjast menntunar eða viljum við byggja þjóðfélag á grunngreinum sem einskis krefjast,“ segir Kristjana. Vona það besta Þær stöllur segja að þær óttist langt verkfall. „Það sem ég er að gera fer ekkert frá mér. Ég er búin að vera á haus núna undanfarið og það verkefni bíður mín þegar verk- fallið leysist. Ég þarf að ljúka því fyrir miðjan júlí. Ef ég er í verkfalli, segjum í sex vikur, þá er ljóst að það fara sex vikur af tímanum sem ég hef til að vinna þessa vinnu. Ég prjóna einhverja vettlinga en þetta er ekki frí.“ Digrir verkfallssjóðir  Ríkið býður 3,5% launahækkun í kjaradeilu við BHM  Samið var í fyrra undir formerkjum um vopnahlé Morgunblaðið/Ómar Gestir Mikill fjöldi mætti á fyrsta samstöðufund BHM í gær. Morgunblaðið/Ómar Eining Gestum fundarins fannst skrýtið að hefja daginn í verkfalli. Morgunblaðið/Ómar Ræða Halla Þorvaldsdóttir, vara- formaður BHM, talaði við gesti. Morgunblaðið/Ómar Prjónakona Kristjana Bjarnadóttir óttast langt verkfall. „Það var skrýtið að vakna í verkfalli. Það er graf- alvarlegt að vera kominn í þessa stöðu,“ segir Áslaug Valsdóttir, formaður Ljós- mæðrafélags Íslands. Töluvert hefur verið um það að undanþágur hafi ver- ið veittar hjá ljósmæðrum en Áslaug segir að fyllsta ör- yggis sé gætt. Búast má við að skipu- lagðir keisaraskurðir verið færðir til og þá verður röskun á áhættumæðraeftirliti svo fátt eitt sé nefnt. „Það er samstaða meðal okkar hóps. BHM er stórt batterí og við erum með þeim og ég get ekki annað en fundið fyrir mikilli samstöðu. Það er lágmarksmönnun og fyllsta öryggis er gætt. Ef það næst ekki að anna því sem þarf þá eru gefnar undanþágur þannig að það er passað upp á alla. Það er ekki verið að stefna neinum í voða,“ segir Áslaug. Skrýtið að hefja daginn í verkfalli  Ljósmæður tryggja öryggi verðandi mæðra Áslaug Valsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.