Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 Við styðjum átaksverkefni Styrktarfélags barna með einhverfu B L Á R A P R Í L Lífið er blátt á mismunandi hátt 902 10 10 #blarapril Malín Brand malin@mbl.is Allar líkur ættu að vera á að bílafloti landsmanna sé orðinn þokkalega dekkjaður því innflutningur á hjól- börðum var 77% meiri á síðasta ári en árið 2009 og verðmæti þeirra nemur um 3,4 milljörðum. Flest fara dekkin undir grá ökutæki og má draga þá ályktun út frá þeirri stað- reynd að um helmingur nýrra bíla er grár og hefur grái liturinn verið vin- sæll í mörg ár. Í sannleika sagt er bílaflotinn í heildina bæði gamall og grár því meðalaldur bíla hér á landi er með því hæsta sem sést innan þeirra landa sem eru í Evrópusamtökum bílgreina, eða 12,7 ár. Bílaflotinn er einungis eldri í tveimur aðild- arríkjum samtakanna , í Finnlandi og Eistlandi. Ástæðan að baki hinum háa meðalaldri er ekki endilega sú að Íslendingar fari svo vel með eigur sínar heldur frekar sú að nýskrán- ingar náðu sögulegu lágmarki árið 2009. Í dag eru aðeins 16% bílaflot- ans fimm ára eða yngri. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í Árbók bílgreina 2015 þar sem hagtölur um íslenskar bíl- greinar er að finna. Bílgreina- sambandið og Rannsóknarsetur verslunarinnar tóku tölurnar saman. Til bílgreina flokkast atvinnugreinar á borð við sölu nýrra og notaðra bíla og vélhjóla ásamt viðhaldi, við- gerðum og sölu vara- og aukahluta, svo einhverjar greinar séu nefndar. 411 þúsund fyrir hvern bíl Hlutur bílgreina hefur verið um 1% af landsframleiðslu síðustu árin og hefur stöðugur vöxtur verið í veltu þeirra frá hruni. Árið 2014 var veltan 99,3 milljarðar króna sem er um 16% aukning frá fyrra ári. Árið 2009 dróst velta bílgreina saman um 50% frá fyrra ári en hefur nú næst- um tvöfaldast, um 93% á breytilegu verðlagi og 58% á verðlagi 2014. Þó kemur fram í árbókinni að enn eigi bílgreinar langt í land með að ná sama styrk og fyrir hrun. Veltan hafi verið 41% minni árið 2014 en árið 2007 að raunvirði og vegur þar þyngst sala nýrra bíla en sá flokkur nemur 70-80%. Segir ennfremur að nokkuð víst sé að velta áranna 2005- 2007 hafi verið töluvert fyrir ofan það sem gengur og gerist á meðalári. Árið 2014 voru 12.000 bílar ný- skráðir og að meðaltali voru vöru- gjöld fyrir hvern bíl 411.000 krónur sem er 14,3% lægra en árið á undan þegar meðaltalið var 480.000 krónur. Tekjur ríkisins af vörugjöldum hafa þrefaldast á síðustu fjórum árum en eru þó nokkuð langt frá þeim fjár- munum sem fóru í ríkiskassann af vörugjöldum árið 2007 og námu 11 milljörðum króna. Tekjuaukning ríkisins af vörugjöldum á bensín og olíu var lítil á síðasta ári, eða um 430 milljónir króna. Alls voru vörugjöld af eldsneyti 11,6 milljarðar. Sömu sögu er að segja af breytingum á tekjum vegna bifreiðagjalda. Ríkið innheimti 6,6 milljarða vegna bif- reiða- og úrvinnslugjalda og er það örlítið lægri upphæð en árið 2013. Rétt er að ljúka umfjölluninni með jákvæðum tölum, neytendum í hag en þær lúta að vanrækslugjöldum því minna innheimtist af vanrækslu- gjöldum vegna bifreiðaskoðunar ár- ið 2014 en 2013. Í árbók bílgreina er dregin sú ályktun að ökumenn gæti betur að þessum öryggisþætti. Af nýskráðum fólksbílum í fyrra voru flestir skráðir á höfuðborg- arsvæðinu eða 6.479 bílar. Séu fjöldatölur bornar saman við íbúa- fjölda kemur í ljós að flestar ný- skráningar voru á Norðurlandi eystra eða 51 bíll á hverja 1.000 íbúa. Á höfuðborgarsvæðinu var 31 bíll á hverja 1.000 íbúa. Þegar tölurnar eru skoðaðar fyrir Suður- og Austurland, Norðurland vestra, Vesturland og Vestfirði er útkom- an nokkuð lægri eða 11 bílar á hverja 1.000 íbúa. Þar af voru langfæstar nýskráningar á Vest- fjörðum. Þó ber að hafa í huga að tæplega helmingur hinna nýskráðu bíla er bílaleigubílar og gæti það skekkt myndina að einhverju leyti. Lítil endurnýjun fyrir vestan KAUPGLEÐI Á NORÐURLANDI EYSTRA Margir gráir stálfákar í bílaflota sem aldrei hefur verið eldri  Bílgreinar á Íslandi veltu 99,3 milljörðum á síðasta ári. 12.000 nýskráningar 2014 Morgunblaðið/Golli Flotinn Þó svo að grái liturinn verði oftast fyrir valinu og bílaflotinn hafi aldrei verið eldri hér á landi gæta ökumenn að því að fara með bíla sína til skoðunar. Tekjur ríkisins af vanrækslugjöldum minnkuðu um 28% frá 2013 til 2014. Rafbíllinn Nissan Leaf var í fyrsta sinn mest selda einstaka bílgerðin hjá BL í mars. Seldir voru 25 bílar af gerðinni Nissan Leaf en alls af- henti BL 217 bíla í mars sem er 34 bílum fleira en í febrúar. Hlutdeild fyrirtækisins á einstaklings- og fyr- irtækjamarkaði er því 25,1%, skv. fréttatilkynningu frá fyrirtækinu. „Við sjáum nokkuð skemmtilega dreifingu á Leaf því hún fer vax- andi í öllum markhópum. Við sjáum að fjölskyldufólk horfir í sífellt auknum mæli til Leaf sem fjöl- skyldubíls, fleiri og fleiri fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu eru að taka hann í sína þjónustu og bílaleig- urnar eru einnig farnar að bjóða Leaf á leigu,“ er haft eftir Skúla K. Skúlasyni, framkvæmdastjóra sölu- sviðs BL. Liðinn marsmánuður markaði einnig tímamót á bíla- leigumarkaði hvað Leaf varðar, að sögn Skúla, en þá fóru sex Leaf- bílar til bílaleiga. Ljósmynd/BL Rafbíll Nissan Leaf seldist vel hjá BL í mars og er líka í boði hjá bílaleigum. Rafbíll í fyrsta sinn mest selda einstaka bílgerðin hjá BL Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Nýskráning og árgjald hundaleyfa er umtalsvert dýrari í Reykjavík en í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Eitt útivistarsvæði er ætlað fyrir hunda í Reykjavík, Hafnarfirði og Kópavogi en ekkert í Garðabæ. Samkvæmt upplýsingum frá Heil- brigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogssvæðis, sem sinnir Kópa- vogi, Hafnarfirði og Garðabæ, kost- ar nýskráning hunda 13.600 kr. og árgjald 12.600 kr. Kostnaður við handsömun er 26 þúsund krónur. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að gjald fyrir nýskráningu hunda er öllu hærra eða 18.900 krón- ur og sama upphæð er í árgjald. Handsömun kostar 28.700 kr. Aðspurður fyrir hvað hundaeig- endur greiða segir Jón Sigurðsson, dýraeftirlitsmaður hjá Heilbrigðis- eftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogs- svæðis, að stór hluti gjaldsins felist í tryggingu sem á að dekka það þegar hundar valda öðrum tjóni. Þá fer gjaldið einnig í það að halda úti starfsmanni við það að sinna kvört- unum, skráningum og utanumhaldi. Þá eru óskráðir handsamaðir hundar vistaðir á hundahóteli og fellur til kostnaður vegna þess. Að sögn Jóns eru skráðir hundar um 2.300 í Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði. Í Kópavogi er hundaeig- endum leyft að vera með hunda sína á nokkurra hektara svæði á Vatns- endasvæði, Hafnfirðingar geta not- ast við svæði nærri Krísuvíkuraf- leggjara en ekkert útivistarsvæði er ætlað fyrir hunda í Garðabæ að sögn Jóns. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekki í starfsmann hjá Reykja- víkurborg sem gat útskýrt kostnað vegna hundahalds hjá borginni. vidar@mbl.is Dýrara að eiga hund í Reykjavík  5.300 kr. munur á nýskráningu hunda Morgunblaðið/Rósa Braga Fjárhundur Ýmis kostnaður fellur til vegna hundahalds í þéttbýli. Dr. Mads Gilbert, prófessor og yf- irlæknir í Tromsö í Noregi, fjallar um ástandið á Gaza í hádegisfyr- irlestri í dag á vegum Alþjóða- málastofnunar Háskóla Íslands í stofu 101 í Odda. Yfirskrift fyrir- lestursins er Nótt í Gaza: Hvers vegna vernda alþjóðalög og mann- réttindasáttmálar ekki borgara í Palestínu? Í kvöld kl. 20 mun hann svo halda fyrirlestur á vegum Fé- lagsins Ísland-Palestína í Iðnó, þar sem hann mun segja frá sjálfboða- störfum sínum á Gaza og lýsa ástandinu þar, skv. fréttatilkynn- ingu. Segir frá störfum sínum á Gaza

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.