Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015
Stakir frídagar í miðri vinnuviku nýtast launamönnum lítið, en trufla starf-
semi fyrirtækja og stofnana verulega. Sumardagurinn fyrsti og uppstigning-
ardagur eru alltaf á fimmtudegi og kljúfa vinnuvikuna. Sumardagurinn fyrsti
tengist gömlu tímatali en er óhentugur frídagur sem fáir halda upp á, enda
iðulega vetrarveður á þessum hátíðisdegi. Hér er lagt til að færa þennan frí-
dag yfir á föstudaginn á eftir uppstigningardegi. Með þessu móti yrði til fjög-
urra daga fríhelgi í maímánuði sem myndi nýtast vel til vorverka, ferðalaga
og til að fagna raunverulegri sumarbyrjun. Næstu fimm árin er uppstigning-
ardagur á tímabilinu 5.-29. maí. Atvinnulíf landsmanna myndi væntanlega
truflast minna af tveimur samfelldum frídögum en tveimur fimmtu-
dagsfrídögum, en launamenn njóta vorsins betur.
Einar Stefánsson.
Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is
Sameinum fimmtudagsfrídagana
Sameinaðir frídagar Veðrið á sumardaginn fyrsta er oft ansi hryssingslegt.
Morgunblaðið/Kristinn
Mig langar að fjalla
aðeins um Ríkisútvarp-
ið eða útvarp allra
starfsmanna eins og
Spaugstofan kallaði
það einu sinni. Bara
einu sinni reyndar.
Kannski voru starfs-
menn RÚV heilagari
en þingmenn eða Súsi
og þrenningin?
Ýmislegt gott má
finna í dagskrá RÚV.
Náttúrulífsþættir BBC, Kiljan hjá
Agli Helgasyni og Útsvar Sigmars
og Þóru eru að mínu mati mjög
góðir þættir, einnig vil ég hrósa
handboltalýsingum Einars Arnar
Jónssonar og fleiri þáttum hans og
handboltaþáttum Þóru Arnórs-
dóttur. Á rás 2 vil ég nefna sér-
staklega þátt Skagamannsins Óla
Palla, Poppland. Á rás 1 sem höfð-
aði orðið meira til mín en aðrar
rásir langar mig að nefna frábæra
tónlistarþætti Unu Margrétar
Jónsdóttur, Dominique Plédel
Jónsson og Lönu Kolbrúnar Eddu-
dóttur og þætti Ævars Kjart-
anssonar á sunnudagsmorgnum um
þau mál sem ekki eru pólitísk. Allir
þeir sem koma að þessum þáttum,
líka þeir sem ekki sjást eða heyr-
ast, eiga að mínu mati
sérstakt hrós skilið
fyrir að leggja í þá
mikla vinnu og alúð.
Þá er komið að
pólitíkinni. Sjálfur hef
ég alltaf verið hægri-
sinnaður, þó að eng-
inn flokkur eigi at-
kvæðið mitt, og þess
vegna held ég að
standpunktur minn sé
nokkuð stöðugur.
Nefna mætti fjölda
starfsmanna RÚV
sem voru og eru lit-
aðir af pólitískri vinstri slagsíðu en
ég ætla bara að nefna nokkra sem
mér finnst hafa gengið lengst. Silf-
ur Egils Helgasonar og ýmsir
þættir Ævars Kjartanssonar í ára-
raðir um pólitísk mál voru að mínu
mati allt of litaðir af pólitísku við-
horfi stjórnendanna. Þetta hefur
bæði birst í þeim skoðunum sem
þeir hafa lýst, orðalagi og í vali á
viðmælendum. Hallgrímur Thor-
steinsson var með þátt á laug-
ardagsmorgnum um atburði vik-
unnar og bauð til sín þremur
gestum. Það var algjör undantekn-
ing ef tveir þeirra voru ekki kratar.
Afar sjaldan birtust framsókn-
armenn en þegar hann bauð sjálf-
stæðismanni var það oftast einhver
af þessum litla hluta þeirra sem
eru evrusinnar. Sama tilhneiging
var hjá Agli. Friðrik Páll Jónsson
var með þátt sem hét Spegillinn á
rás 1. Þar var oft fjallað um hægri
öfgamenn. Vinstri öfgamenn eru
líklega ekki til og sjónarmið at-
vinnurekenda heyrði ég aldrei og
hlustaði ég þó oft á þáttinn því inn
á milli voru að mínu mati áhuga-
verð innslög um erlend málefni. Að
lokum vil ég nefna Óðin Jónsson. Á
liðnum áratugum hefur mér fundist
fréttastofa RÚV og áður frétta-
stofa útvarpsins vera mjög vinstri-
sinnaðar en undir stjórn Óðins
keyrði um þverbak. Fréttastofan
hefur verið sérstaklega gagnrýnin
á sjálfstæðis- og framsóknarmenn
en ógagnrýnin á fólk annarra
flokka. Einnig er mjög litað hvern-
ig fréttir eru fluttar af málefnum
ESB og svo er íslenska krónan lát-
laust töluð niður. Sjónarmið at-
vinnurekenda heyrast sjaldan og
boði einhverjir starfshópar til verk-
falla eru fréttatímarnir hlaðnir af
afstöðu verkfallsmanna. Á þeim
tíma sem fjárlög eru til meðferðar í
Alþingi eru fréttatímarnir einnig
undirlagðir af sjónarmiðum þeirra
sem vilja hækka kostnaðarliði fjár-
lagafrumvarpsins en skoðanir
þeirra sem vilja lækka kostnaðinn
heyrast afar sjaldan. Þetta er mis-
notkun á fréttastofunni.
Nú er Óðinn kominn með nýjan
frétta- og dægurmálaþátt á morgn-
ana á báðum rásum. Ég gaf honum
þrjá sénsa en hitti tvisvar þannig á
hann talaði Ísland niður gagnvart
Evrópusambandinu. Því miður
finnst mér þessi þáttur leiðinlegur,
allt of mikið um þurran upplestur á
staðreyndum og kynningar og af-
kynningar á efni. Einnig fer alltof
mikill tími í auglýsingar. Svo er
efnið endurtekið síðdegis. Nú er
svo komið að ég opna ekki fyrir út-
varp á virkum dögum sem verður
til þess að ég sleppi því líka um
helgar. Ég sakna allrar góðu tón-
listarinnar sem heyrðist á morgn-
ana með notalegum kynningum
þeirra Hrafnhildar Halldórsdóttur
og Jónatans Garðarssonar og líka
Ingveldar G. Ólafsdóttur sl. sumar.
Þar voru stutt viðtöl við nokkra
fasta viðmælendur og skemmti-
legur húmor í loftinu. Rás 1 hefur
sett niður.
Ég hef nánast gefist upp á Kast-
ljósi sjónvarpsins og horfi sjaldan á
fréttir sjónvarpsins en æ oftar á
fréttir erlendra stöðva. Kastljósið
var aðalfréttaskýringaþáttur sjón-
varpsins en eftir að vinstristjórnin
tók við breyttist hann í þátt um
fólk sem lent hafði á glapstigum og
fréttaskýringar um eldri pólitísk
mál. Eina viðtalið sem ég man eftir
frá þessum tíma þar sem gengið
var hart að viðmælanda var þegar
Styrmir Gunnarsson sjálfstæð-
ismaður kom í viðtal. Eftir að
stjórnarskipti urðu 2013 var aftur
farið að tala um pólitík dagsins.
Tveir spyrlanna, nefndur Sigmar
og Helgi Seljan, eru allt of oft
dónalegir við viðmælendur sína.
Þeir grípa stundum svo oft fram í
fyrir gestunum að þeir geta ekki
sagt heila setningu. Svo er það yf-
irlætið. Á fyrstu árum sjónvarpsins
var kurteisin í fyrirrúmi og frétta-
menn byrjuðu viðtalsþætti gjarnan
með setningunni: „Vilduð þér
byrja, ráðherra?“ en nú segja
fréttamennirnir: „Ég ætla að byrja
á þér.“
Þessi vinstri einstefna í fréttum
og fréttaþáttum RÚV er óþolandi.
Ef ekki verður breyting á fljótlega
legg ég til að fréttastofa RÚV
verði lögð niður og féð sem sparast
notað til þess að lækka útvarps-
gjaldið.
Útvarp vinstrimanna
Eftir Guðjón Smára
Agnarsson » Á liðnum áratugum
hefur mér fundist
fréttastofa RÚV og
áður fréttastofa
útvarpsins vera mjög
vinstrisinnaðar.
Guðjón Smári
Agnarsson
Höfundur er skrifstofumaður.
Hjálmar Magn-
ússon birti grein á
þessum vettvangi
27. mars sl. um svo-
kölluð stigbretti
sem finna má á
mörgum bifreiðum.
Er um að ræða
þrep sem auðveldar
fólki aðgengi, sér í
lagi í hópbifreiðar
eða breytt ökutæki.
Samgöngustofa vill
þakka fyrir tækifæri til að leið-
rétta misskilning sem mögulega
hefur verið uppi og kemur fram í
grein Hjálmars.
Nýlegar breytingar á handbók
fyrir skoðunarstöðvar höfðu af
hálfu Samgöngustofu m.a. það að
markmiði að skerpa á skoð-
unarreglum og samræmingu milli
skoðunarstöðva svo forsendur
væru hvarvetna hinar sömu.
Reglugerð um gerð og búnað
ökutækja (822/2004) hefur ekki
tekið breytingum. Grundvall-
arreglan um endurskoðun hand-
bóka – í þessu tilfelli, eins og
ætíð – er aukið umferðaröryggi
vegfarenda, ekki síst
þeirra sem eru gang-
andi eða hjólandi.
Umrædd stigbretti
eru þarfaþing og eitt
þeirra atriða sem eru
skoðuð í reglubundn-
um bifreiðaskoðunum.
Meginreglan varðandi
föst stigbretti er að
þau mega ekki auka
meira en 10 mm við
yfirbyggingu ökutæk-
is. Ástæðan er einfald-
lega sú að föst út-
standandi
viðbótarbreidd eykur hættu á
árekstri sem gæti að líkindum
valdið miklum skaða, einkum ef
árekstur yrði við óvarinn vegfar-
anda. Samanburður við hlið-
arspegla á hér ekki við þar sem
speglar leggjast að bílnum við
árekstur enda eru þeir ekki fast-
ur hluti hans.
Margar bifreiðar eru einnig
búnar rafmagnsknúnum stig-
brettum, eða lyftiþrepi, sem fær-
ist undir bílinn eða inn í hann áð-
ur en ekið er af stað.
Samgöngustofa tekur undir með
Hjálmari að stigbretti eru sann-
arlega góð hjálpartæki fyrir alla
til að stíga upp í bíla, ekki síst
þau sem glíma við einhvers kon-
ar fötlun. Eins ágæt og stig-
brettin eru er einnig mikilvægt
að þau auki ekki jafnframt
áhættu fyrir aðra vegfarendur.
Umferðaröryggi þarf sífellt að
halda á lofti í umræðunni, enda
er það í okkar allra þágu.
Um stigbretti á bifreiðum –
svar Samgöngustofu
Eftir Þórhildi
Elínu Elínardóttur
Þórhildur Elín
Elínardóttir
» Grundvallarreglan í
þessu tilfelli eins og
ætíð er aukið umferð-
aröryggi vegfarenda,
ekki síst þeirra sem eru
gangandi eða hjólandi.
Höfundur er upplýsingafulltrúi
Samgöngustofu.
mbl.is
alltaf - allstaðar
Á fallegum og notalegum stað
á 5. hæð Perlunnar
Næg bílastæði
ERFIDRYKKJUR
Perlan • Sími 562 0200 • Fax 562 0207 • perlan@perlan.is
Pantanir
í síma
562 0200