Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.04.2015, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 2015 H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 5 -0 7 1 7 Frjálsi lífeyrissjóðurinn hentar þeim sem hafa frjálst val um í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða skyldulífeyrissparnað sinn og er opinn öllum sem leggja fyrir í viðbótarlífeyrissparnað. Hafðu samband við okkur í síma 444 7000, sendu tölvupóst á lifeyristhjonusta@arionbanki.is eða komdu við í næsta útibúi Arion banka. Einnig má nálgast upplýsingar á vefsíðu sjóðsins, frjalsi.is. Ársfundur Ársfundur Frjálsa lífeyrissjóðsins verður haldinn 29. apríl kl. 17.15 í höfuðstöðvum Arion banka, Borgartúni 19. Dagskrá 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings 3. Tryggingafræðileg athugun 4. Fjárfestingarstefna sjóðsins 5. Kosning stjórnar og varamanna 6. Kjör endurskoðanda 7. Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins 8. Laun stjórnarmanna 9. Önnur mál Tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins verða birtar á vef sjóðsins, frjalsi.is, tveimur vikum fyrir ársfund. Á fundinum verður kosið um tvo stjórnarmenn til tveggja ára og tvo varamenn til eins árs. Framboð til stjórnar þarf að liggja fyrir eigi síðar en sjö dögum fyrir ársfund og ber að tilkynna framboð til stjórnar með sannanlegum hætti. Stjórn sjóðsins hvetur sjóðfélaga til að mæta á fundinn. Sjóðurinn hefur hlotið fjölmörg alþjóðleg verðlaun: 2014 – besti lífeyrissjóður Evrópu í sínum stærðarflokki 2014 – besti lífeyrissjóður smáþjóða í Evrópu 2013 – besti lífeyrissjóður smáþjóða í Evrópu 2011 – besti lífeyrissjóður á Íslandi 2010 – besti lífeyrissjóður á Íslandi 2009 – besti lífeyrissjóður á Íslandi 2005 – besti lífeyrissjóður Evrópu í þemaflokknum Uppbygging lífeyrissjóða Meginniðurstöður ársreiknings (í milljónum króna) Efnahagsreikningur 31.12.2014 Verðbréf með breytilegum tekjum 58.264 Verðbréf með föstum tekjum 73.703 Veðlán 2.741 Bankainnstæður 2.965 Aðrar fjárfestingar 40 Fjárfestingar alls 137.713 Kröfur 886 Aðrar eignir 8.251 Eignir samtals 146.849 Skuldir -551 Hrein eign til greiðslu lífeyris 146.298 Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris fyrir árið 2014 Lífeyrisskuldbindingar skv. niðurstöðu tryggingafræðings 31.12.2014 Nafnávöxtun Kennitölur Iðgjöld 9.912 Lífeyrir -3.237 Fjárfestingartekjur 8.094 Fjárfestingargjöld -342 Rekstrarkostnaður -163 Hækkun á hreinni eign á árinu 14.264 Hrein eign frá fyrra ári 132.034 Hrein eign til greiðslu lífeyris 146.298 Eignir umfram áfallnar skuldbindingar 818 Í hlutfalli af áföllnum skuldbindingum 2,1% Eignir umfram heildarskuldbindingar 1.778 Í hlutfalli af heildarskuldbindingum 1,7% ¹ Meðaltal fjölda sjóðfélaga sem greiddu iðgjald á árinu.2 Meðaltal lífeyrisþega sem fengu greiddan lífeyri á árinu. Eignir í íslenskum krónum 79,2% Eignir í erlendri mynt 20,8% Fjöldi virkra sjóðfélaga¹ 14.936 Fjöldi sjóðfélaga í árslok 49.536 Fjöldi lífeyrisþega² 1.927 2014 2010-2014 Frjálsi 1 6,8% 9,2% Frjálsi 2 4,0% 8,1% Frjálsi 3 1,7% 6,9% Frjálsi Áhætta 4,2% 10,0% Tryggingadeild* 5,6% 8,4% *Skuldabréf gerð upp á kaupkröfu Ávöxtun í fortíð gefur ekki vísbendingu um ávöxtun í framtíð. 5 ára ávöxtunartölur sýna meðalnafnávöxtun frá 31.12.2009 – 31.12.2014 en ávöxtun er mismunandi milli ára. Frekari upplýsingar um ávöxtun hvers árs má nálgast á frjalsi.is. Frjálsi lífeyrissjóðurinn Margverðlaunaður lífeyrissjóður Eignir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Bæjarráð Akureyrar fellst ekki á til- lögu sem kom frá fulltrúa D-lista í samfélags- og mannréttindaráði um að setja skýr viðmið um notkun per- sónulegs samskipta- og tölvubúnaðar á fundum ráðsins og öðrum nefndum bæjarins. Vísar bæjarráð til þess sem fram komi í siðareglum og samþykkt um stjórn og fundarsköp bæjarins og telur það duga. Bergþóra Þórhallsdóttir á D-lista Sjálfstæðisflokksins lagði tillöguna fram, en D-listi er í minnihluta bæj- arstjórnar Akureyrar ásamt Bjartri framtíð og Vinstri grænum. Hún seg- ist vera að melta niðurstöðu bæjar- ráðs og málið verði væntanlega tekið fyrir á fundi samfélags- og mannrétt- indaráðs á morgun, fimmtudag. Hún segir ekkert sérstak tilefni eða atvik hafa hvatt hana til að leggja tillöguna fram heldur vilji hún fá umræðu um þessi mál, full þörf sé á að taka tillit til nýrrar tækni og skerpa reglur um fundarsköp Akureyrarbæjar. Þar sé t.d. eingöngu kveðið á um að fá leyfi fundarstjóra fyrir myndatökum, ekki hljóðupptökum. Mikilvægt að hafa viðmið Í bókun Bergþóru segir: „Breyt- ingar í samfélagi okkar einkennast meðal annars af aukinni tækninotk- un, hraðri þróun í tækni- og hugbún- aði, auknu aðgengi upplýsinga og auknum samskiptamöguleikum. Ein- staklingar sem gegna trúnaðar- og embættisstörfum á vegum Akureyr- arbæjar fara ekki varhluta af því. Þeir mæta gjarnan á fundi á vegum Akureyrarbæjar með tæknibúnað af ýmsu tagi sem þykir orðið sjálfsagð- ur búnaður til að einfalda bæði und- irbúning, skipulag og verkferla. Mik- ilvægt er að til séu viðmið um notkun tækninnar meðan á fundum stend- ur.“ Viðmiðin í tillögu Bergþóru voru m.a. þau að persónulegur samskipta- búnaður, eins og tölvur og símar, væri eingöngu notaður vegna mál- efna funda hverju sinni, að slökkt væri á símatengingu eða hún höfð á hljóðlausri stillingu og að myndataka eða hljóðupptaka væri eingöngu leyfð með samþykki allra fundarmanna. Hægt væri að óska eftir undanþágu hjá fundarstjóra frá þessum viðmið- um ef mikið lægi við. Í tillögunni eru aðrar nefndir og ráð bæjarins hvött til að taka svona viðmið upp og lagt til við bæjarráð að fjalla um málið. Reglur um búnað á fundum verði skýrari  Bæjarráð Akureyrar fellst ekki á tillögu nefndarmanns Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Meirihluti bæjarstjórnar. Uppstillinga- nefnd Bandalags háskólamanna (BHM) mun til- nefna Þórunni Sveinbjarnar- dóttur í embætti formanns BHM á aðalfundi félags- ins 22. apríl næst- komandi, en þrír sóttu um stöðuna þegar hún var auglýst. Samkvæmt heimildum þykir ólíklegt að mót- framboð berist á fundinum sjálfum og því verði að teljast líklegt að Þór- unn taki við af núverandi formani, Páli Halldórssyni, sem sækist ekki eftir endurkjöri. „Mér finnst þetta mjög áhugaverður vettvangur, að fara inn í kjaramál háskólafólks,“ segir Þórunn um ástæður þess að hún sækist eftir starfinu. „Þetta er auðvitað fjölbreyttur hópur og mér finnast þau verkefni sem bíða bæði ögrandi og skemmtileg þó svo að þau séu kannski ekki öll auðveld.“ Þórunn sat á þingi fyrir Samfylk- inguna í 12 ár og gegndi meðal ann- ars embætti umhverfisráðherra. Síðastliðin tvö ár hefur hún starfað sem framkvæmdastjóri flokksins. Aðspurð hvort leiðir hennar og Sam- fylkingarinnar skilji nú endanlega segir Þórunn svo ekki vera. „Eigum við ekki bara að orða það þannig að lífssýn mín breytist ekki þó að ég skipti um starfsvettvang.“ Ögrandi verkefni framundan Þórunn Svein- bjarnardóttir  Þórunn líklega nýr formaður BHM Ólöf Nordal inn- anríkisráðherra hefur skipað stýrihóp til að út- færa tillögur um alþjóðlega björg- unar- og við- bragðsmiðstöð á Íslandi. Skal hóp- urinn skila áfangaskýrslu eigi síðar en 1. júlí næstkomandi. Formaður hóps- ins er Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, en með hon- um í hópnum eru þau Gunnar Páls- son sendiherra og Sóley Kaldal verkfræðingur. Verkefnisstjóri hópsins er Auðunn Kristinsson, yf- irstýrimaður hjá Landhelgisgæsl- unni. Við vinnu sína skal stýrihóp- urinn hafa samráð við innlenda og erlenda aðila sem eiga mikið undir því að leit og björgun, þjálfun og þekkingarmiðlun á norður- heimskautssvæðinu sé fullnægjandi, segir í tilkynningu ráðuneytisins. Stýrihópur um björgun- armiðstöð Georg Kr. Lárusson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.